Fara í efni

Bæjarstjórn

23. janúar 2019

Miðvikudaginn 23. janúar 2019 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Karl Pétur Jónsson (KPJ), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS) og Sigurþóra Bergsdóttir (SB).

Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri ritaði fundargerð í tölvu.

Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.

Forseti bæjarstjórnar, Magnús Örn Guðmundsson setti fund og stjórnaði.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

 1. Fundargerð 74. fundar Bæjarráðs.

  Ákvarðanir sem fram koma í fundargerðinni sem er 10 tl. eru staðfestar samhljóða.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Bæjarráðs.

  Eftirfarandi málsnúmer lögð fram og samþykkt sérstaklega:

  2. Mál nr. 2019010212
  Bæjarstjóri og Steingrímur Ari Arason kynntu drög að samkomulagi milli Vigdísarholts ehf., kt. 580214-1180 og Seltjarnarnesbæjar um afnot af húsnæði fyrir hjúkrunarheimlið að Safnatröð 2, á Seltjarnarnesi, með vísan til þess að heilbrigðisráðuneytið hefur gert samning, dags. 10.1.2019 við Vigdísarholt ehf um rekstur hjúkrunarheimilis í húsnæði að Safnatröð 2 Seltjarnarnesbæ sem er í eigu Seltjarnarnesbæjar. Bæjarráð samþykkir samkomulagið sem tekur gildi 1. febrúar 2019 og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs og felur bæjarstjóra að undirrita samkomulagið.
  Til máls tóku: SB, KPJ, ÁH

  Undir lið nr. 2 í fundargerð bæjarráðs nr. 74
  Bókun meirihluta:
  Sjálfstæðismenn vilja fagna samningi um rekstur á hjúkrunarheimilinu milli heilbrigðisráðuneytisins og Vigdísarholt ehf., sem nú rekur Sunnuhlíð í Kópavogi. Hér er stigið stórt skref í þjónustu við aldraða á Seltjarnarnesi. Bæjarstjóri vill þakka gott samstarf við ráðherra heilbrigðismála Svandísi Svavarsdóttur og hennar fólk í ráðuneytinu.
  Ásgerður Halldórsdóttir, Magnús Örn Sigurðsson, Sigrún Edda Jónsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson.

 2. Fundargerð 85. fundar Skipulags- og umferðarnefndar.

  Eftirfarandi málsnúmer í fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar nr. 85 voru borin upp til staðfestingar:
  Mál nr. 2018070020
  Heiti mál: Safnatröð 2.
  Lýsing: Lagt fram nýtt mæliblað frá VSÓ – tillaga til staðfestingar.
  Afgreiðsla: Samþykkt með fyrirvara um lagfæringar á framlögðu lóðarblaði.
  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar.
  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerðina sem er 15.tl.
  Til máls tóku: GAS

  Fundargerð 86. fundar Skipulags- og umferðarnefndar.
  Eftirfarandi málsnúmer í fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar nr. 86 voru borin upp til staðfestingar:
  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerðina sem er 8 tl.
  Til máls tóku: GAS, ÁH, SB, KPJ

  Undir lið nr. 3 í fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar nr. 86
  Bókun meirihluta:
  Eins og fram kemur í bókun nefndarinnar varðandi umferðaröryggisáætlun Seltjarnarnesbæjar er nefndin að vinna áfram með tillögur sem fram komu í umferðaröryggisáætlun og tillögum nefndarinnar. Varðandi Nesveginn er rétt að ítreka við íbúa að beina börnum sínum frá Grænumýri, Tjarnarmýri og Kolbeinsmýri niður að Nesveg, í stað þess að ganga í gegnum torgið hjá Eiðistorgi.
  Við Nesveginn hafa verið sett upp gönguljós og hraðahindranir til að auka öryggi gangandi vegfarenda, einnig voru gönguumferðarljós endurnýjuð með hljóðkassa. Við aðalgatnamót bæjarins voru einnig sett upp gul blikkandi ljós þegar bílar beygja frá Nesvegi yfir að Suðurströnd hjá Hrólfsskálamel.
  Meirihlutinn leggur áherslu á að kynnt verði vel fyrir bæjarbúum það sem búið er að gera og þær framkvæmdir sem eru á næstu vikum.
  Ásgerður Halldórsdóttir, Magnús Örn Sigurðsson, Sigrún Edda Jónsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson.

 3. Fundargerð 144. fundar Menningarnefndar.

  Fundargerðin lögð fram.

  Til máls tóku: KPJ,SEJ, ÁH, GAS

  Bókun Viðreisn/Neslistans
  Viðreisn/Neslisti þakkar gott yfirlit yfir það sem er gert í menningarmálum barna á Seltjarnarnesi. Samantektin er fín upptalning á þekktum staðreyndum.
  Tillaga Viðreisnar/Neslista gekk út á að menningu, sérstaklega sviðslistum verði gert hærra undir höfði í bæjarlífinu, sérstaklega að möguleikar barna til iðkunar sviðslista verði mun meiri hér en verið hefur. Í því mætti líta til fordæma frá Mosfellsbæ, Garðabæ og Hafnarfirði, þar sem börn geta tekið þátt í líflegu leiklistarstarfi sem styrkt er af þessum bæjarfélögum. Bærinn hefur fjárfest í umbúnaði um íþróttir fyrir á annan milljarð og styrkir íþróttalífið um tugi milljóna á ári hverju. Viðreisn/Neslisti hvetur til þess að menningarmálanefnd verði falið að kynna sér með hvaða hætti sviðslistum er sinnt í fyrrnefndum þremur sveitarfélögum og að litið verði til fordæmis þeirra í uppbyggingu á sambærilegri starfsemi á Seltjarnarnesi.

  Bókun meirihlutans:
  Meirihlutinn vill minna á tónlistakennslu 1 og 2. bekk í grunnskóla án endurgjalds. Einnig tónlistakennslu í leikskóla og það skapandi nám sem fer fram í listaskála.

 4. Fundargerð 429. fundar Fjölskyldunefndar.

  Fundargerðin lögð fram.

  Til máls tóku: SB, ÁH, MÖG

 5. Fundargerð 413. fundar Íþrótta- og tómstundanefndar.

  Fundargerðin lögð fram.

  Til máls tóku: KPJ, ÁH, GAS

 6. Fundargerð 12. Fundar Öldungaráðs.

  Fundargerðin lögð fram.

  Til máls tóku: ÁH, GAS

 7. Fundargerð 42. fundur Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis.

  Fundargerðin lögð fram.

 8. Fundargerð 87. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins.

  Fundargerðin lögð fram.

 9. Fundargerð 465. fundar stjórnar SSH.

  Fundargerðin lögð fram.

 10. Fundargerðir 400., 401. og 402. fundar stjórnar SORPU bs.

  Fundargerðirnar lagðar fram.

 11. Fundargerðir 296. og 297. fundar stjórnar Strætó bs.

  Fundargerðirnar lagðar fram.

 12. Fundargerð 866. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga.

  Fundargerðin lögð fram.

  Tillögur og erindi:

 13. a)  Drög að aðgerðaráætlun gegn hávaða fyrir Seltjarnarnesbæ lögð fram.
  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða
  Til máls tóku: ÁH


  b)  Lögð var fram reglugerð fyrir Veitustofnun Seltjarnarness með breytingum á nafni bæjarins í Seltjarnarnesbæ og breyting varðandi fráveitugjald.
  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða

  Til máls tóku: ÁH

  c) Lögð var fram breyting á bæjarsmálasamþykkt fyrir Öldungaráð varðandi nýmæli  um að Öldungaráð taki við því hlutverki sem þjónustuhópum aldraðra hefur fram til þessa verið falið að sinna.
  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða
  Til máls tóku: ÁH

  d) Öldungaráð, kjör á fulltrúum.
  Fulltrúar meirihlutans:
  Petrea I. Jónsdóttir.
  Kristján Baldursson.
  Fulltrúi minnihlutans
  Guðmundur Ari Sigurjónsson.
  Til máls tóku: GAS

  Fundi slitið kl. 17:36

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?