Fara í efni

Bæjarstjórn

13. febrúar 2019

Miðvikudaginn 13. febrúar 2019 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Ragnhildur Jónsdóttir (RJ), Sigríður Sigmarsdóttir (SS), Karl Pétur Jónsson (KPJ), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS) og Sigurþóra Bergsdóttir (SB).

Gunnar Lúðvíksson, fjármálastjóri ritaði fundargerð í tölvu.

Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.

Forseti bæjarstjórnar, Magnús Örn Guðmundsson setti fund og stjórnaði.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

  1. Fundargerð 296. fundar Skólanefndar.

    Fundargerðin lögð fram.

  2. Fundargerð 430. fundar Fjölskyldunefndar.

    Fundargerðin lögð fram.

    Til máls tóku: KPJ, GAS, SB, ÁH

  3. Fundargerð 298. fundar stjórnar Strætó bs.

    Fundargerðin lögð fram.

  4. Fundargerð 466. fundar stjórnar SSH.

    Fundargerðin lögð fram.

  5. Fundargerð 178. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs.

    Fundargerðin lögð fram.

  6. Fundargerð 403. fundar stjórnar SORPU bs.

    Fundargerðin lögð fram.

  7. Fundargerð 867. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga.

    Fundargerðin lögð fram.

    Til máls tóku: ÁH, GAS

  8. Tillögur og erindi:

    1. Lögð var fram drög að bókun varðandi allar breytingar á stofnbraut/þjóðvegi að Nesinu þar sem Vegagerðin, Reykjavíkurborg og Lögreglan eru hvött til samráðs við okkur.
      Bókun Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn.
      Þann 5. febrúar síðastliðinn samþykkti borgarstjórn Reykjavíkur lækkun hámarkshraða á Hringbraut úr 50 km/klst. í 40 km/klst. Einnig var hámarkshraði lækkaður á Hofsvallagötu, Ægissíðu og Nesvegi við sama tækifæri. Hringbraut er stofnbraut í umsjón Vegagerðarinnar og til að lækka hámarkshraða þarf Lögreglan í Reykjavík að samþykkja lækkun. Hringbraut er ein af tveimur meginsamgönguásum sem íbúar nota til og frá vinnu frá Seltjarnarnesi og Vesturbæ.
      Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur um nokkurt skeið lýst áhyggjum sínum um þróun samgöngumála m.a. í vesturhluta höfuðborgarsvæðisins og lagt áherslu á að tryggð verði greið og örugg umferð bifreiða um borgarhlutana, ekki síst í hugsanlegum neyðartilvikum. Nýverið var hámarkshraði í Geirsgötu lækkaður í 30 km/klst.

      Á Seltjarnarnesi búa liðlega 4600 manns og áformað er að að þeim fjölgi í 5000 á næstu árum. Vestan Hringbrautar er einnig umfangsmikil íbúðauppbygging á Keilugranda. Afar mikilvægt er að umferðarflæði verði ekki teppt frekar en nú er orðið.
      Bæjarstjórn Seltjarnarness harmar að ekkert samráð var haft við bæinn við þetta ákvörðunarferli og beinir til Reykjavíkurborgar, Vegagerðar og Lögreglu að hafa gott samstarf við bæinn þegar kemur að því að halda umferð og rýmingarleiðum greiðum til og frá Seltjarnarnesi og Vesturbæ.

Til máls tóku: MÖG, GAS, ÁH, KPJ, SB, RJ.

Fundi slitið kl. 17:40

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?