Fara í efni

Bæjarstjórn

11. september 2019

Miðvikudaginn 11. september 2019 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Karl Pétur Jónsson (KPJ), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS) og Sigurþóra Bergsdóttir (SB).

Gunnar Lúðvíksson, fjármálastjóri, ritaði fundargerð í tölvu.

Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.

Forseti bæjarstjórnar, Magnús Örn Guðmundsson setti fund og stjórnaði.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

  1. Fundargerð 83. fundar Bæjarráðs.

    Ákvarðanir sem fram koma í fundargerðinni er 16 tl. eru staðfestar samhljóða.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Bæjarráðs.

    Eftirfarandi málsnúmer í fundargerð Bæjarráðs nr. 83 voru borin upp til staðfestingar:

    13. Málsnúmer 2019060024 – Endurskoðun reglna um félagslegt leiguhúsnæði og uppfærsla leigusamninga.

    Á fundi fjölskyldunefndar 13.06.2019, fundi nr. 433 var tekin fyrir breytingar á húsaleigu félagslegra leiguíbúða. Fjölskyldunefnd samþykkir tillögurnar og vísaði þeim til bæjarráðs. Bæjarráð samþykkir tillögu fjármálastjóra, breytingarnar taki gildi 1. október 2019.

    Bæjarstjórn samþykkir með fimm atkvæðum og tveir sitja hjá afgreiðslu bæjarráðs.

    16. Málsnúmer 2019080225 – Dagþjálfun.
    Lagður fram samningur við Vigdísarholt ehf., varðandi dagþjálfun fyrir skjólstæðinga fjölskyldusviðs frá og með 1. október 2019. Bæjarráð samþykktir fyrirhugað samstarf og vísar samningnum til staðfestingar í bæjarstjórn.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.
    Til máls tóku: GAS, MÖG, KPJ, SB, BTÁ, SEJ, ÁH

    Bókun samfylkingar við lið 1:
    Það er grafalvarleg staða sem Seltjarnanesbær stendur nú frammi fyrir en bærinn hefur á síðastliðnum tveimur árum skilað rúmlega 400 milljón króna tapi og aukið skuldir sveitarfélagsins um tæplega 3 milljarða. Á hálfsárs uppgjöri bæjarins sést að hallareksturinn heldur áfram og hefur bæjarsjóður safnað um 160 milljón króna tapi á fyrstu 6 mánuðum ársins.
    Þegar sveitarfélag er rekið með halla er auðvelt að benda á einstök atriði til að afsaka hallareksturinn en þegar öllu er á botninn hvolft hvílir ábyrgðin hjá þeim meirihluta sem setur fram áætlanir og stýrir rekstri bæjarins. Hallarekstur sem þessi er að verða að reglu frekar en undantekningu hjá meirihluta Sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi.
    Við í minnihlutanum höfum ár eftir ár kallað eftir og bókað að sveitarfélagið þurfi að vinna ítarlegar greiningar þegar þriggja ára fjárhagsáætlanir bæjarins eru gerðar en hingað til hefur meirihlutinn aðeins framreiknað reksturinn án greiningarvinnu á íbúasamsetningu bæjarins, þjónustuþörf eða raunhæfri framkvæmdaáætlun.
    Ég vil með leyfi forseta vísa í bókun Samfylkingarinnar frá árinu 2012 við samþykkt þriggja ára áætlunar en þar stendur:
    “Á undanförnum árum höfum við tekist á við breyttar forsendur í rekstri bæjarins og lifað af óvissutíma. Nú virðist vera að birta til og því komnar forsendur fyrir því að teikna upp framtíðarsýn fyrir Seltjarnarnesbæ.
    Þessa sýn vantar inn í áætlun fyrir 2014-2016. Áætlun aðalsjóðar er eingöngu framreikningur á áætlun 2013. Ekki hefur verið unnin grunnvinna við að meta hvort breytingar verði á samsetningu íbúa næstu árin, til dæmis hvort nýjar byggingaframkvæmdir sem áætlaðar eru munu hafa áhrif og í kjölfarið hvort hugsanlega megi sjá fyrir breytingar á þjónustuþörf bæjarbúa.”
    Inntak þessarar bókunar hefur svo verið síendurtekið árlega síðastliðin 7 ár en meirihlutinn hefur ekki hlustað. Greiningarvinna sem þessi er nauðsynleg svo bæjarstjórn geti tekið upplýstar ákvarðanir þegar kemur að fjárhagsáætlanagerð og tekið ákvarðanir um fjárfestingar ef bærinn ætlar að ná sér réttu meginn við núllið.
    Nú 11. september erum við að ræða hálfs árs uppgjör bæjarins en meirihlutinn hefur ekki enn lagt fram nein drög að heildstæðri endurskoðun á fjárhagsáætlun eða hvernig sveitarfélagið hyggst mæta hallarekstri ársins með viðaukum eða aðgerðum.
    Guðmundur Ari Sigurjónsson - Bæjarfulltrúi Samfylkingar Seltirninga
    Sigurþóra Bergsdóttir - Bæjarfulltrúi Samfylkingar Seltirninga

    Bókun Samfylkingar Seltirninga vegna staðfestingar á lið 13 á fundargerð 83. fundar Bæjarráðs Seltjarnarness.
    Bæjarfulltrúar Samfylkingar Seltirninga leggja til að fresta þessum lið í fundargerð Bæjarráðs. Ástæður þess eru að þó að við styðjum við að félagslegar íbúðir séu ekki reknar með halla þá teljum við að 45% heildarhækkun á leigu félagslegra íbúða eigi ekki að koma til án mótvægisaðgerða til að minnka fjárhagsleg áhrif fyrir viðkvæman hóp.
    Í tillögunni eru dæmi um 60% hækkun á leigu á einu bretti sem er gríðarlega mikið högg fyrir tekjulága.
    Við fylgjum því þessari bókun með tillögu um að breyta reglum um sérstakan húsnæðisstuðning sem myndi koma sem mótvægi við þessa hækkun á leigu en einnig jafna aðstöðu tekjulágra leigjenda á Seltjarnarnesi. Við viljum að sú tillaga verði tekin til umræðu áður en þessi hækkun verður staðfest.
    Sigurþóra Bergsdóttir - Bæjarfulltrúi Samfylkingar Seltirninga
    Guðmundur Ari Sigurjónsson - Bæjarfulltrúi Samfylkingar Seltirninga

    Bókun Samfylkingar Seltirninga vegna staðfestingar á lið 14 á fundargerð 83. fundar Bæjarráðs Seltjarnarness.
    Samfylking Seltirninga telur það undarlega forgangsröðun hjá meirihlutanum að á sama fundi og kynntur er 160 milljón króna hallarekstur í hálfsárs uppgjöri bæjarins, að hafnað sé ósk leikskólakennara um framhald á tímabundnum kjarabótum og að húsaleiga á félagslegum íbúðum bæjarins er hækkuð um 45% sé kjarasamningur bæjarstjóra uppfærður.
    Þessi breyting sem felur í sér að tengja launaþróun bæjarstjóra við sviðsstjóra bæjarins er í eðli sínu ágæt en tímasetningin afleit. Bæjarstjóri fékk 40% launahækkun árið 2016 og væri eðlilegra að þessi tenging myndi vera samþykkt þegar búið verður að undirrita kjarasamninga sviðsstjóra sem nú eru lausir. Bæjarstjóri gæti þá fylgt þeirri launaþróun sem tekur við eftir það
    Sigurþóra Bergsdóttir - Bæjarfulltrúi Samfylkingar Seltirninga
    Guðmundur Ari Sigurjónsson - Bæjarfulltrúi Samfylkingar Seltirninga

  2. Fundargerð 300. fundar Skólanefndar.

    Fundargerðin lögð fram.

    Til máls tóku: SEJ, KPJ, BTÁ

  3. Fundargerðir 434. og 435. fundar Fjölskyldunefndar.

    Fundargerðirnar lagðar fram.

    Til máls tóku: SB,

    Bókun vegna liðar 2 í 434. fundargerð Fjölskyldunefndar
    Vegna framúrkeyrslu í kostnaði við Barnavernd og í málefnum fatlaðra vill Samfylking Seltirninga benda á eftirfarandi:
    Kostnaður fyrir þessa liði í var frá upphafi vanmetin og var fjárhagsáætlun mun lægri en raunkostnaður sem fyrir lá. Á þetta bentum við og bókuðum við samþykkt fjárhagsáætlunar 2019.
    Það eru í raun bara leikur með tölur að tala um framúrkeyrslu þegar ljóst er að við náum ekki að uppfylla lögbundnar skyldur okkar í þessum málaflokkum miðað við núverandi áætlun.
    Við leggjum til að farið verið í gagngera skoðun á þessum málum það er hvernig Seltjarnarnes ætlar að uppfylla þessar skyldur sínar með hagkvæmari hætti til framtíðar.
    Það er ljóst að útvistun allra þessara verkefna er kostnaðarsöm, með því að búa til lengra plan væri hægt að byggja upp góða þjónustu í heimabyggð og jafnvel bjóða okkar nágranna sveitafélögum að kaupa af okkur slíka þjónustu.
    Til að það takist þarf að sýna framsýni og dug enda eru þessir málaflokkar ekki að fara neitt og líkur á með óbreyttu aukist þessi kostnaður til muna.
    Sigurþóra Bergsdóttir - Bæjarfulltrúi Samfylkingar Seltirninga
    Guðmundur Ari Sigurjónsson - Bæjarfulltrúi Samfylkingar Seltirninga

  4. Fundargerð 146. fundar Menningarnefndar.

    Fundargerðin lögð fram.

  5. Fundargerð 417. fundar Íþrótta- og tómstundanefndar.

    Fundargerðin lögð fram.

    Til máls tóku: MÖG

  6. Fundargerð 308. fundar stjórnar Strætó bs.

    Fundargerðin lögð fram.

  7. Fundargerð 473. fundar stjórnar SSH.

    Fundargerðin lögð fram.

  8. Fundargerðir 411. og 412. fundar stjórnar SORPU bs.

    Fundargerðirnar lagðar fram.

  9. Fundargerð 183. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs.
    Fundargerðin lögð fram.

  10. Fundargerð 873. Fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga.

    Fundargerðin lögð fram.

  11. Tillögur og erindi:

    1. Tillaga um viðbótargreiðslur v/álags við fjölgun deilda frá 01/09/2019 lögð fram.

      Deildarstjórar, leikskólakennarar, aðrir háskólamenntaðir starfsmenn og leikskólaliðar fái sem nemur 4 TV einingum, sem mánaðarlega viðbótargreiðslu vegna álags við fjöldun deilda, greiddar verði fjórar 4 TV-einingar samtals kr. 44.000.- m.v. 100% starfshlutfall.

      Guðmundur Ari Sigurjónsson

      Sigurþóra Bergsdóttir
      Til máls tóku: GAS, BTÁ, ÁH , MÖG,
      Bæjarstjórn fellir tillögu samfylkingar með fimm atkvæðum gegn tveimur.

      b. Fyrirspurnir vegna fjárhagsáætlunargerðar lagðar fram.
      Í ljósi þess hve svört fjárhagsstaða bæjarins er teljum við í Samfylkingu Seltirninga mikilvægt að aukið gagnsæi verði við gerð fjárhagsáætlunar Seltjarnarnesbæjar og að meirihlutinn eigi í virku samtali við aðra fulltrúa bæjarstjórnar sem og íbúa bæjarins. Í ljósi þess leggjum við fram eftirfarandi fyrirspurnir:
         1. Hver er staðan á fjárhagsáætlunargerð bæjarins.
         2. Er fyrirséð að það verði niðurskurður í þjónustu bæjarins í fjárhagsáætlun næsta ár ?
         3. Er verið að vinna eftir einhverri heildarsýn þegar það kemur að forgangsröðun áætlunarinnar ? Hvað         skuli verja ? Hvar skal sækja fram ? o.s.frv.
         4. Mun meirihlutinn vera opinn fyrir tekjuöflunarleiðum öðrum en hækkunum gjaldskráa bæjarins ?

      Guðmundur Ari Sigurjónsson
      Sigurþóra Bergsdóttir
      Til máls tóku: GAS, ÁH, SB, BTÁ, MÖG

      c. Málefni Sorpu.
      Óskað eftir munnlegri skýrslu fulltrúa Seltjarnarness í stjórn Sorpu um aðkomu stjórnar að ákvörðunum sem leitt hafa af sér 1356 milljóna bakreikning fyrir aðildarsveitarfélög Sorpu.
      Umræða um stjórnunarfyrirkomuleg Sorpu.
      Karl Pétur Jónsson.
      Til máls tóku: KPJ, BTÁ, MÖG

      d. Ástand gatna á Seltjarnarnesi.
      Óskað eftir munnlegri skýrslu bæjarstjóra um viðhald á götum bæjarins á þessu ári.
      Karl Pétur Jónsson.
      Til máls tóku: ÁH, KPJ

      c. Hraðatakmarkanir á göngustígum.
      Óskað eftir munnlegri skýrslu um framkvæmdir til að fylgja eftir samþykkt bæjarstjórnar og umhverfis- og skipulagsnefndar um hraðatakmarkanir á göngustígum bæjarins.
      Karl Pétur Jónsson.
      Til máls tóku: ÁH, KPJ

Fundi slitið kl. 18:12

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?