Fara í efni

Bæjarstjórn

22. janúar 2020

Miðvikudaginn 22. janúar 2020 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Ragnhildur Jónsdóttir (RJ), Karl Pétur Jónsson (KPJ), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS) og Sigurþóra Bergsdóttir (SB).

Gunnar Lúðvíksson, fjármálastjóri, ritaði fundargerð í tölvu.

Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.

Forseti bæjarstjórnar, Magnús Örn Guðmundsson setti fund og stjórnaði.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

 1. Fundargerð 91. fundar Bæjarráðs.

  Ákvarðanir sem fram komu í fundargerðinni sem er 11 tl. eru staðfestir samhljóða.

  Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu Bæjarráðs samhljóða.

  Eftirfarandi málsnúmer í fundargerð Bæjarráðs nr. 91 voru borin upp til staðfestingar:

  Liður nr. 11 í fundargerð málsnúmer 2019120087
  Bæjarráð Seltjarnarness samþykkir að gera samning við Íslandsbanka hf. Um yfirdráttarheimild á veltureikningi, allt að fjárhæð 400.000.000 kr. og veitir Gunnari Lúðvíkssyni, fjármálastjóra, fullt og ótakmarkað umboð til að ganga frá og rita undir samning um yfirdráttarheimildina (yfirdráttarlán)
  Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs með 4 atkvæðum og 3 sitja hjá.
  Til máls tóku: KPJ, ÁH, GAS.

 2. Fundargerð 97. fundar Skipulags- og umferðarnefndar.

  Eftirfarandi málsnúmer í fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar nr. 97 voru

  borin upp til staðfestingar:
  1. Mál nr. 2019080750
  Heiti máls: Breyting á svæðisskipulagi Höfuðborgarsvæðisins 2040.
  Lýsing: Erindi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um lokaafgreiðslu á breytingu á svæðisskipulagi Höfuðborgarsvæðisins 2040, dags. 30.12.2019, lagt fram.
  Afgreiðsla: Nefndin gerir ekki athugasemdir og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar.
  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerðina sem er 12 tl.
  Til máls tóku: GAS, ÁH

 3. Fundargerð 147. fundar Menningarnefndar.

  Fundargerðin lögð fram.

 4. Fundargerð 419. fundar Íþrótta- og tómstundanefndar.

  Fundargerðin lögð fram.

  Til máls tóku: KPJ, MÖG, ÁH, GAS

 5. Fundargerð 439. fundar Fjölskyldunefndar.

  Fundargerðin lögð fram.

 6. Fundargerð 16. fundar Öldungaráð Seltjarnarnesbæjar.

  Fundargerðin lögð fram og vísað til bæjarráðs.

  Til máls tóku: GAS, ÁH

 7. Fundargerð 49. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis.

  Fundargerðin lögð fram og vísar lið nr. 4 til bæjarráðs.

  Til máls tóku: GAS, ÁH, SB, MÖG, SEJ.

 8. Fundargerðir 479. og 480. fundar stjórnar SSH.

  Fundargerðirnar lagðar fram.

  Til máls tóku: GAS, ÁH, MÖG.

 9. Fundargerð 416. fundar stjórnar SORPU bs.
  Fundargerðin lögð fram.

 10. Fundargerð 877. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga.

  Fundargerðin lögð fram.

 11. Fundargerð 314. fundar stjórnar Strætó bs.

  Fundargerðin lögð fram.

 12. Fundargerð 187. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs.

  Fundargerðin lögð fram.

 13. Fundargerð 90. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins.

  Fundargerðin lögð fram.

  Tillögur og erindi:

 14. a) Samþykkt fyrir fráveitu lagt fram.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða.

  b) Jafnréttisáætlun (málsnúmer 2019100275)
  Jafnréttisáætlun Seltjarnarnesbæjar, aðgerðaráætlun í jafnréttismálum 2019-2023.
  Bæjarráð samþykkir endurskoðaða jafnréttisáætlun, sem fjallað hefur verið um í fjölskyldunefnd og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.
  Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Fundi slitið kl.17:25

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?