Fara í efni

Bæjarstjórn

582. fundur 22. október 2003

Miðvikudaginn 22. október 2003 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.

 

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Árni Einarsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson og Inga Hersteinsdóttir.

 

Fundi stýrði Ásgerður Halldórsdóttir.

Fundargerð ritaði Stefán Bjarnason.

Fundargerð síðasta fundar staðfest.

 

1.           Lögð var fram fundargerð 336. fundar Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness dagsett 9. október 2003 og var hún í 4 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

2.           Lögð var fram fundargerð 275.(14.) fundar Æskulýðs- og íþróttaráðs  Seltjarnarness dagsett 7. október 2003 og var hún í 4 liðum.

Til máls tóku: Inga Hersteinsdóttir, Árni Einarsson, Jónmundur Guðmarsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.

Lið 2b í fundargerðinni var vísað til Skipulags- og mannvirkjanefndar. Bæjarstjórn telur eðlilegt að nefndin leiti umsagnar umhverfisnefndar í meðferð málsins.

Fundargerðin gaf að öðru leyti ekki tilefni til samþykktar.

 

3.           Lögð var fram fundargerð 129. (24.) fundar Skólanefndar Seltjarnarness dagsett  13. október 2003 og var hún í 9 liðum.

Til máls tóku: Bjarni Torfi Álfþórsson, Árni Einarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Ásgerður Halldórsdóttir og Inga Hersteinsdóttir.

Fulltrúar NESLISTANS í bæjarstjórn Seltjarnarness leggja fram eftirfarandi bókun vegna fundargerðar 129. fundar (24.) skólanefndar frá 13. október 2003:

Nú er orðið ljóst að meirihluti Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Seltjarnarness ætlar að hafa að engu andmæli gegn sameiningu Valhúsaskóla og Mýrarhúsaskóla og tilmæli starfsfólks grunnskólanna og skólastjórnenda og kennara tónlistarskólans um að fresta ákvörðun um sameiningu. Afstaða starfsfólks skólanna hefur margoft komið skýrt fram og nú síðast í ályktun frá sameiginlegum fundi yfir 100 starfsmanna beggja grunnskólanna, sem haldinn var 14. október sl., en þar segi m.a.:

“Enn hafa engin haldbær, fagleg rök komið fram sem sannfæra okkur um að framangreind samþykkt meirihluta bæjarstjórnar stuðli að framþróun í skólastarfi á Seltjarnarnesi. Án þeirra getum við ekki stutt sameiningu skólanna tveggja.”

Hér er málið sett fram í hnotskurn: Málið skal keyrt áfram þrátt fyrir andstöðu þeirra sem eiga að hrinda sameiningunni í framkvæmd, án þess að fyrir liggi fagleg eða efnisleg rök fyrir því að hún leiði til betra skólastarfs, án þess að fjallað sé um málið á vettvangi foreldrasamstarfs, án þess að foreldraráðum skólanna gefist lögboðið tækifæri til þess að veita um það umsögn og án þess að fjallað sé um það í skólanefnd eins og bæjarmálasamþykkt kveður á um.

Er hægt að ganga lengra í að þverbrjóta alla almenna samskiptahætti, forsmá samráð og samstarf og sniðganga stjórnsýsluvenjur?

Árni Einarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir

            (sign)                    (sign)                                (sign)

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

4.           Lögð var fram fundargerð 130. fundar Skólanefndar Seltjarnarness dagsett  16. október 2003 og var hún í 1 lið.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

5.           Lögð var fram fundargerð 292. fundar Félagsmálaráðs Seltjarnarness dagsett  16. október 2003 og var hún í 8 liðum.

Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

6.           Lögð var fram fundargerð undirnefndar um jafnréttismál dagsett  14. október 2003 og var hún í 3 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

7.           Lögð var fram fundargerð samráðshóps um áfengis- og vímuvarnir dagsett  13. október 2003.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

8.           Lögð var fram fundargerð 260. fundar stjórnar SSH, dagsett  13. október 2003 og var hún í 3 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

9.           Lögð var fram fundargerð 194. fundar stjórnar SORPU, dagsett  2. október 2003 og var hún í 3 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

10.      Lögð var fram fundargerð Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis dagsett 14. október 2003 og var hún í 10 liðum.

Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

11.      Lögð var fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn um úttekt á ferlimálum fatlaðra í Seltjarnarnesbæ.

Bæjarstjórn feli félagsmálaráði að vinna greinargerð um stöðu ferlimála fatlaðra á Seltjarnarnesi í samvinnu við Tækni- og umhverfissvið bæjarins. Greinargerðinni fylgi yfirlit og tillögur um æskilegar úrbætur vegna aðgengis fatlaðra einstaklinga að stofnunum bæjarins og samgangna innanbæjar. Stefnt skal að því að niðurstöður liggi fyrir eigi síðar en 1. mars 2004.

Greinargerð.

Árið 1983 var á Seltjarnarnesi stofnuð fyrsta ferlinefndin hér á landi utan Reykjavíkur. Sátu í henni fulltrúar frá félagsmálaráði, Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu og fulltrúi tæknideildar. Nefndin vann verk sitt vel og gerði úttekt á aðgengi í bænum. Ýmsu var þá ábótavant sem fært var til betri vegar en síðan er allnokkuð um liðið og tímabært að greina stöðu mála og breytingar á regluumhverfi ferlimála að nýju.

Jónmundur Guðmarsson           Ásgerður Halldórsdóttir

               (sign)                                  (sign)

Inga Hersteinsdóttir                   Bjarni Torfi Álfþórsson

              (sign)                                    (sign) 

 

Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Árni Einarsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir.

Tillagan samþykkt samhljóða og vísað til Félagsmálaráðs Seltjarnarness.

 

 

12.      Lagt var fram bréf  frá Félagsmálastjóra Seltjarnarnesbæjar, Snorra Aðalsteinssyni, dagsett 17. október 2003 varðandi reglur um fjárhagsaðstoð hjá Félagsþjónustu Seltjarnarnesbæjar.

Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Árni Einarsson.

 

13.      Lagðar voru fram reglur í 35 greinum um fjárhagsaðstoð hjá Félagsþjónustu Seltjarnarnesbæjar samkvæmt lið 12 í þessari fundargerð. 

Reglurnar voru samþykktar samhljóða.

Samþykkt að reglur þessar verði settar á vef Seltjarnarnesbæjar, seltjarnarnes.is

 

14.      Bæjarstjóri lagði fram bréf frá Slysavarnadeild kvenna dagsett 21. október 2003, þar sem bæjarfulltrúum er boðið til afmælis- og vígsluhátíðar þann 15. nóvember n.k. hjá Björgunarsveitinni Ársæli í húsakynnum félagsins við Bakkavör.

 

15.      Bæjarstjóri lagði fram bréf frá Veislunni veitingahúsi  þar sem sótt er um vínveitingaleyfi til langtíma í Félagsheimili Seltjarnarness við Suðurströnd. Umsagnir Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis og Lögreglustjórans í Reykjavík einnig lagðar fram.

Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Árni Einarsson,

Bæjarstjórn samþykkir á grundvelli áfengislaga nr 75/1998 útgáfu á almennu leyfi til áfengisveitinga til 2ja ára.

 

16.      Formaður Skipulags- og mannvirkjanefndar lagði fram svör við spurningum Neslistans frá 580. fundi bæjarstjórnar, 4. liðs. 

1. Spurning: Á hvaða stigi verður unnið úr þeim hugmyndum sem koma og komið hafa um nýtingu svæðisins á Hrólfskálamel?

Svar: Þegar á fyrstu stigum vinnunnar, þ.e. þróunarskeiði og við mótun viðskiptaáætlunar, sbr. Tillaga 1.A. og verkferli í fyirliggjandi samningum um gerð deiliskipulags og hönnun Hrólfskálamels og Suðurstrandar.

2. Spurning: Hverjir eiga að fjalla um og taka ákvarðanir úr fram komnum hugmyndum?

Svar: Starfshópur um skipulag á svæðinu ásamt byggingarfulltrúa mun taka saman þær hugmyndir sem komið hafa fram sem og ákvarðanir sem skipulags- og mannvirkjanefnd og bæjarstjórn hafa tekið og leggja fyrir ráðgjafa til úrvinnslu, sbr. Samning um verkferla við ráðgjafa o.fl. Starfshópurinn mun taka þátt í mótun samþykktar að loknum hverju verkþætti eins og þeir eru skilgreindir í samningum við ráðgjafa. Af framangreindu leiðir að starfshópur á að vinna að undirbúningi og úrvinnslu þessa máls en starfshópnum hefur ekki verið falið sérstakt ákvörðunarvald vegna framkominna hugmynda.

3. Spurning: Hvar er þetta verkefni statt í dag?

Svar: Samningar hafa verið samþykktir af skipulagsnefnd og voru lagðir fyrir bæjarstjórnarfund 8. október 2003 sl. og staðfestir. Samningarnir hafa nú verið undirritaðir. Spurningalisti fyrir skoðanakönnunina er tilbúinn og úthringingar langt komnar. Fyrsti fundur starfshópsins með hönnuðum er fyrirhugaður n.k. föstudag. Verkefnið er því hafið á grundvelli áðurnefndra samninga sbr. ákvörðun skipulags- og mannvirkjanefndar og bæjarstjórnar þar að lútandi.  

 

 

Fundi var slitið kl. 18:03

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?