Fara í efni

Bæjarstjórn

29. apríl 2020

Miðvikudaginn 29. apríl 2020 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Karl Pétur Jónsson (KPJ), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS) og Sigurþóra Bergsdóttir (SB).

Gunnar Lúðvíksson, fjármálastjóri, ritaði fundargerð í tölvu.

Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.

Forseti bæjarstjórnar, Magnús Örn Guðmundsson setti fund og stjórnaði.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

 1. Fundargerð 99. fundar Bæjarráðs.

  Ákvarðanir sem fram komu í fundargerðinni sem er 13 tl. eru staðfestir samhljóða.

  Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu Bæjarráðs samhljóða.
  Til máls tóku: SB, ÁH, GAS, MÖG, KPJ

 2. Fundargerð 101. fundar Skipulags- og umferðarnefndar.

  Eftirfarandi málsnúmer í fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar nr. 101 voru borin upp til staðfestingar.

  Mál nr. 2019060293

  Heiti máls: Deiliskipulag Melhúsatúns, Selbraut 80 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi.

  Lýsing: Erindi lagt fram ásamt uppdrætti að deiliskipulagsbreytingu, dags. 16. mars 2020.

  Afgreiðsla: Samþykkt að grenndarkynna framlagðan uppdrátt, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar.

  Mál nr. 2020030038

  Heiti máls: Fornaströnd 1 – umsókn um byggingarleyfi.

  Lýsing: Nýjar teikningar lagðar fram.

  Afgreiðsla: Samþykkt með 4 atkvæðum. Ragnhildur Ingólfsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins og bókar eftirfarandi; „Ástæðan er sú að breytingin er ekki til bóta fyrir húsið, heldur er hún þunglamaleg og bætir þannig ekki útlit hússins heldur þvert á móti. Auk þess er umfang breytinganna þess eðlist að réttast væri að grenndarkynna breytingu á gildandi deiliskipulagi, þar sem verið er að hækka húsið um 70 cm og stækka grunnflöt þess um 23m2.“

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar.

  Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina í heild sinni sem er í 11 liðum.

  Bókun:
  Viðreisnar/Neslista við 1. Lið fundargerðar 101. fundar skipulags- og umferðarnefndar (Mál nr. 2019110082)
  Bæjarfulltrúi Viðreisnar/Neslista fagnar því að deiliskipulagsvinna vegna fyrirhugaðrar leikskólabyggingar á ráðhúsreit/leikskólalóð hafi verið samþykkt.
  Að sama skapi leggur bæjarfulltrúinn til að bærinn hefji vinnu við að semja við höfund sigurtillögu um leikskólann, enda getur fullnaðarhönnun svo stórrar byggingar tekið allt að einu ári. Þar fyrir utan mun raunhæf kostnaðaráætlun byggingarinnar ekki liggja fyrir uns fullnaðarhönnun lýkur.
  Ætli sú bæjarstjórn sem nú situr að standa við það loforð, sem allir þrír flokkarnir gáfu fyrir kosningar, að leikskólinn rísi á kjörtímabilinu, má engan tíma missa.
  Karl Pétur Jónsson
  Til máls tóku: ÁH, KPJ

 3. Fundargerð 300. fundar Umhverfisnefndar.

  Fundargerðin lögð fram.

  Bæjarstjórn samþykkir tillögu Umhverfisnefndar undir lið 1.

  Til máls tóku: SB, ÁH, KPJ, SEJ, GAS

 4. Fundargerð 51. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis.
  Fundargerðin lögð fram.

 5. Fundargerðir 493. og 494. fundar SSH.

  Fundargerðirnar lagðar fram.

 6. Fundargerðir 319., 320. og 321. fundar stjórnar Strætó bs.

  Fundargerðirnar lagðar fram.

  Til máls tóku: SEJ, GAS

 7. Fundargerð 426. fundar stjórnar SORPU bs.

  Fundargerðin lögð fram.

Fundi slitið kl. 17:49

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?