Miðvikudaginn 13. maí 2020 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Karl Pétur Jónsson (KPJ), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS) og Sigurþóra Bergsdóttir (SB).
Gunnar Lúðvíksson, fjármálastjóri, ritaði fundargerð í tölvu.
Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.
Forseti bæjarstjórnar, Magnús Örn Guðmundsson setti fund og stjórnaði.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
Breyting á fundarsköp:
Lagt er til að bæjarstjórnarfundir verði með því sniðu að fundarmenn stigi í pontu þegar tekið er til máls.
Til máls tóku:
-
Fundargerð 100. fundar Bæjarráðs.
Ákvarðanir sem fram komu í fundargerðinni sem er 6 tl. eru staðfestir samhljóða.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu Bæjarráðs samhljóða.
Til máls tóku: ÁH, SB,
Eftirfarandi liður í fundargerð Bæjarráðsfundar nr. 100 var borin upp til staðfestingar.
Liður nr. 3 í fundargerð. Viðauki við fjárhagsáætlun.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka nr. 3 við fjárhagsáætlun 2020 samkvæmt 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, kostnað að upphæð kr. 117.269.668,- vegna leiðréttingar á fjárhagsaðstoð, barnavernd, málefnum fatlaðs fólks, heimgreiðslur til foreldra undra barna, einkarekinna leikskóla og launbreytinga skv. nýjum kjarasamningum og langtímaveikinda starfsmanna. Einnig auknar tekjur að upphæð kr. 44.859.493,- sem eru vegna aukinna útsvarstekna í kjölfar kjarasamninga. Kostnaður þessi skal greiddur af Bæjarsjóði Seltjarnarness og kostnaðarauka skal mæta með lækkun á handbæru fé um sömu fjárhæð.
Bæjarráð samþykkir samhljóða viðauka nr. 3 og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs. -
Fundargerð 102. fundar Skipulags- og umferðarnefndar.
Meirihluti Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Seltjarnarness lýsir yfir vonbrigðum með útfærslu á biðskýli fyrir Strætó á miðri Geirsgötu, einni aðalsamgönguæðinni vestur á Seltjarnarnes. Mikil umferð fer þar um, ekki einungis á Seltjarnarnes heldur líka í Vesturbæinn og á þjónustusvæðið á Grandanum. Augljóst er að staðsetning skýlisins á miðri götu, án útskots, sé til þess fallin að tefja enn frekar fyrir bílaumferð um veginn sem er stofnvegur. Auðvelt hefði verið að hafa útskot, eins og venja er við þungar umferðargötur, til að greiða fyrir umferð og ekki síst tryggja enn betur öryggi allra vegfarenda.
Við viljum árétta ósk frá bæjarstjóra þann 8. maí síðastliðinn um að breyta án tafar þessari framkvæmd þannig að útskot/vasi verði fyrir Strætó. Á sama tíma fögnum við gerð hjólastígs meðfram Geirsgötunni, í anda við gott samstarf á því sviði, hér hefði þó auðveldlega verið hægt að gera betur öllum til framdráttar.
Bókun samfylkingar.
Bæjarfulltrúar Samfylkingar Seltirninga gera ekki athugasemd við framkvæmdina. Umrædd framkvæmd snýr að frágangi á yfirborði Bryggjugötu sem liggur frá Geirsgötu að nýbyggingum við Austurbakka, gerð nýs hjólastígs meðfram Geirsgötu og gerð nýrrar biðstöðvar fyrir strætó við Miðbakka. Legið hefur fyrir í fjölda ára, með samþykktu deiliskipulagi fyrir Austurhöfn, að Geirsgötu verði breytt þannig að hún verði falleg borgargata, hafði Seltjarnarnes rými til að koma sínum athugasemdum á framfæri í skipulagsferlinu. Borgargötur eru skilgreindar sem lykilgötur hverfa og mikilvægar samgöngutengingar við borgarhluta fyrir alla helstu ferðamáta. Lögð áhersla á að borgargötur séu hannaðar heildstætt, með aðliggjandi byggð í huga, þ.e. hús, götur og opin rými mynda órofa heild, til að skapa aðlaðandi og mannvænt borgarumhverfi.
Er hér verið að vinda ofan af þróun 20. aldarinnar og hagsmunir annarra þátta en bílaumferðar fái aukið vægi. Mikil íbúabyggð er að rísa við Bryggjugötu, tugþúsundir farþega skemmtiferðaskipa stíga fæti á land þar við Miðbakkann á ári hverju auk þess sem Hafnartorg er orðið að kraftmiklu þjónustusvæði. Framkvæmdirnar taka mið af þörf svæðisins og allra sem um það fara óháð ferðamáta.
Bókun:
Það er með ólíkindum að horfa uppá fulltrúa Samfylkingarinnar í Skipulags- og umferðarnefnd, sem starfar sem forstöðumaður hjá Reykjavíkurborg, leggjast á sveif með borginni í stað þess að gæta hagsmuna Seltirninga um samkomulag um greiðar samgöngur milli sveitarfélaganna. Viðbrögð Samfylkingar í bæjarstjórn koma ekki á óvart. Aðalatriði málsins er þó að samkomulagið sem í gildi er milli borgarinnar og Seltjarnarness sé virt.
Magnús Örn Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar
Eftirfarandi liður 3 í fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar nr. 102 var borin upp til staðfestingar.
Heiti máls: Deiliskipulag Bakkahverfis - Fyrirspurn/umsókn til skipulagsstjóra um afléttingu hverfisverndar á hús nr. 3, 5, 7, 9 og 11 við Bakkavör.
Lýsing: Eigendur Bakkavarar 5 óska eftir að deiliskipulagi verði breytt þannig að eftirfarandi texti verði felldur niður: „Hverfisvernd er sett á hús nr. 3, 5, 7, 9 og 11 við Bakkavör sbr. húsakönnun“, þ.e.a.s. að hverfisvernd verði aflétt af húsunum. Samþykki allra eigenda húsanna sem hverfisvernd nær til lögð fram.
Afgreiðsla: Samþykkt að heimila eigendum Bakkvarar 5 að leggja fram breytingu á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina í heild sinni sem er í 15 liðum.
Til máls tóku: MÖG, GAS, BTÁ, -
Fundargerð 52. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis.
Fundargerðin lögð fram.
-
Fundargerðir 881. og 882. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga.
Fundargerðirnar lagðar fram. -
Tillögur og erindi:
-
Bílastæðasjóður Seltjarnarnesbæjar.
Bæjarstjóri upplýsir um stöðu málsins. Bæjarstjórn samþykkir að sektarfjárhæðir verði þær sömu og áður hefur verið.
-
Frístundamiðstöð.
Staða og framtíðarsýn frístundamiðstöðvar Seltjarnarness.
Til máls tóku: GAS, SEJ, ÁH, SB, KPJ
Bókun.
Bæjarfulltrúar Samfylkingar Seltirninga vilja hrósa bæjarstjórum Seltjarnarnesbæjar en þeir Sigurgeir Sigurðsson, Jónmundur Guðmarsson og Ásgerður Halldórsdóttir fram til ársins 2020 hafa tekið þátt í að byggja upp og standa vörð um öflugt æskulýðs- og forvarnarstarf á Seltjarnarnesi og fyrir það ber að þakka. Fram til ársins 2020 var æskulýðsstarf unglinga á Seltjarnarnesi á pari við það besta sem þekkist á Íslandi, með öflugu fagfólki, fjölbreyttum verkefnum og miklum opnunartíma, þrátt fyrir minni starfsmannahóp heldur en þekkist hjá nágrannasveitarfélögunum. Starfsemin hefur náð til breiðs hóps ungmenna á Seltjarnarnesi þar sem áherslan var á heimilislegt yfirbragð og verkefni sem höfðuðu jafnt til félagslega viðkvæmra hópa sem og öflugt tómstundastarf fyrir fjöldann þar sem unglingar gátu komið saman og skemmt sér í öruggu umhverfi án áfengi,tóbaks eða annarra vímuefna.
Í byrjun árs 2020 var æskulýðsfulltrúa bæjarins tilkynnt að minnka ætti starf forstöðumanns Selsins niður í 80% og með því veikja samkeppnisstöðu Selsins um fagfólk og draga úr starfseminni og þeim verkefnum sem Selið hefur haldið úti. Æskulýðsfulltrúi bæjarins barðist gegn þessum breytingum og endaði með að segja upp starfi sínu þar sem hann vildi ekki taka þátt í að draga úr því öfluga starfi sem bærinn hefur boðið upp á síðastliðna áratugi. Þessu mótmæltu íbúar einnig og tók bæjarstjórn á móti 739 undirskriftum frá íbúum, foreldrum, ungmennum og fyrrverandi þátttakendum í starfsemi Selsins sem öll vildu mótmæla niðurskurðinum og standa vörð um það öfluga starf sem Selið hefur haldið úti.
Nú þegar skólaárið er að klárast hefur engin stefna eða framtíðarsýn verið lögð fram um starfsemi Selsins. Búið er að loka félagsmiðstöðinni, nemendaráð skólans hélt sinn síðasta fund í dag, félagsmálafræðin var blásin af, ekkert utanumhald eða stuðningur var við unglingahópinn í gegnum netið líkt og aðrar félagsmiðstöðvar stóðu fyrir í samkomubanninu, ungmennaráð sveitarfélagsins hefur ekki fundað og engin skapandi sumarstörf eða jafningjafræðsla verður í sumar líkt og tíðkast hefur hingað til.
Þrátt fyrir að engin stefna hafi verið lögð fram er aftur búið að auglýsa stöðu 80% forstöðumanns en ekki er búið að auglýsa stöðu æskulýðsfulltrúa Seltjarnarnesbæjar. Það þýðir niðurskurð á 120% starfshlutfalli í stað þess 20% sem áður var mótmælt. Með því fara starfsgildi Selsins úr 3,25 niður í 2.05 og verður enginn starfsmaður í fullu starfi.
Við skorum á bæinn að breyta þeirri ráðningu sem nú er auglýst og auglýsa eftir 100% fagmanneskju sem getur stýrt starfi Selsins og byggt það upp að nýju. Félagsmiðstöðvar hafa löngu sannað gildi sitt sem veigamikill þáttur í uppeldi og menntun unglinga á Íslandi en með samstilltu átaki félagsmiðstöðva, foreldra, skóla og íþróttafélaga hefur undraverður árangur náðst í forvarnarmálum á Íslandi. Rekstri Seltjarnarnesbæjar verður ekki bjargað með niðurskurði á fagstarfi Selsins en sú aðgerð mun hafa þung áhrif á félagsmiðstöð bæjarins og þá faglegu starfsemi sem ungmennum á Seltjarnarnesi hefur verið boðið upp á.
Guðmundur Ari Sigurjónsson - Bæjarfulltrúi Samfylkingar Seltirninga Sigurþóra Bergsdóttir - Bæjarfulltrúi Samfylkingar Seltirninga
Bókun meirihlutans.
Félags- og tómstundamiðstöð hefur verið sinnt með góðu starfi til margra ára á Seltjarnarnesi. Tilgangur frístundastarfs er m.a. menntun, forvarnir og afþreying.
Öll þátttaka í skipulögðu frístundastarfi í umsjá fagfólks í öruggu umhverfi hefur mikið forvarnargildi. Því hefur það alltaf verið stefna meirihlutans að skapa vettvang fyrir börn og ungling þar sem fram fara jákvæð samskipti og geta notið samveru við jafnaldra.
Sviðstjóri fjölskyldusviðs hefur lagt til að ráða aðila sem heldur utan um daglegan rekstur og faglegt frístundastarf hjá félagsmiðstöðinni. Ávallt hefur verið lögð áhersla á metnaðarfullt starf með áherslu á lýðræði og skipulagða dagskrá, sem inniheldur uppeldis- og menntunargildi sem taka mið af aldri barna og þroska.
Í félagsmiðstöðinni Selinu hefur verið boðið upp á uppbyggilegt frístundastarf fyrir börn og unglinga í frítímanum. Meirihluti sjálfstæðismanna hefur lagt áherslu á að ná til þeirra barna og unglinga sem þarfnast félagslegs stuðnings og að bjóða upp á fjölbreytileg viðfangsefni.
Lögð hefur verið áhersla á í gegnum árin að bjóða börnum og unglingum upp á frístundastarf sem hefur forvarnar-, uppeldis og menntunargildi og hins vegar að bjóða upp á aðstöðu til afþreyingar og samveru með jafnöldrum.
Samvera með jafnöldrum er hvatinn að stofnun ungmennahúss, sem meirihluti sjálfstæðismanna hafði forgang um. En starfið í ungmennahúsinu Skelinni einkennist af gagnkvæmri virðingu, og jákvæðum samskiptum unga fólksins. Samstarf þeirra við starf eldriborgar kom til á sínum tíma með frumkvæði forstöðumanns félagsstarfs eldri borgara.
Innra starf félagsmiðstöðva er fjölbreytt og geta aðstæður fyrir sig og áherslur verið mismunandi. Við vísum því á bug allri gagnrýni á metnaðarleysi af okkar hálfu í þessum mikilvæga málaflokki.
Ásgerður Halldórsdóttir (sign) Magnús Örn Guðmundsson (sign) Sigrún Edda Jónsdóttir (sign) Bjarni Torfi Álfþórsson (sign)
Fyrirspurnir til bæjarstjóra, óskað er eftir skriflegum svörum.
- Hvernig lítur skipurit frístundamiðstöðvar Seltjarnarnesbæjar út í dag?
- Mun bærinn auglýsa stöðu æskulýðsfulltrúa eða forstöðumanns frístundamiðstöðvar Seltjarnarnesbæjar?
- Hvað áætlar bærinn að hann spari mikið á ári með því að minnka stöðu forstöðumanns Selsins í 80%
- Hvernig mun opnunartími Selsins og Skeljarinnar breytast á næsta ári?
- Var haft samráð við nemendaráð Valhúsaskóla eða Ungmennaráð Seltjarnarnesbæjar þegar teknar voru ákvarðanir um þessar breytingar?
c Tilnefning í Skólanefnd:
Lagt er til að Hildur Ólafsdóttir, kt. 030378-5479 – Bollagörðum 53 verði aðalmaður og Guðmundur Ari Sigurjónsson, kt. 120988-2479
Bæjarstjórn staðfestir samhljóða.
-
Fundi slitið kl. 17:59