Fara í efni

Bæjarstjórn

10. júní 2020

Miðvikudaginn 10. júní 2020 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Karl Pétur Jónsson (KPJ), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS) og Sigurþóra Bergsdóttir (SB).

Sigurþóra mætti kl. 17:05

Gunnar Lúðvíksson, fjármálastjóri, ritaði fundargerð í tölvu.

Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.

Forseti bæjarstjórnar, Magnús Örn Guðmundsson setti fund og stjórnaði.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

 1. Fundargerð 102. fundar Bæjarráðs.
  Ákvarðanir sem fram komu í fundargerðinni sem er 10 tl. eru staðfestir samhljóða.
  Eftirfarandi liður í fundargerð Bæjarráðsfundar nr. 102 var borin upp til staðfestingar.
  Liður nr. 2 í fundargerð. Viðauki við fjárhagsáætlun.
  Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka nr. 6 við fjárhagsáætlun 2020 samkvæmt 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, kostnað að upphæð kr. 8.896.000,- vegna barnaverndar. Kostnaður þessi skal greiddur af Bæjarsjóði Seltjarnarness og kostnaðarauka skal mæta með lækkun á handbæru fé um sömu fjárhæð.
  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða lið 2 í fundargerð, viðauka 6.

 2. Fundargerð 306. fundar Skólanefndar.

  Fundargerðin lögð fram.

  Til máls tóku: GAS, ÁH, MÖG, SEJ

  Bókun:

  Hér höfum við enn eitt dæmið sem varpar ljósi á það að fjárhagsáætlun meirihlutans fyrir árið 2020 var og er niðurskurðaráætlun þar sem dregið er úr þjónustu við börn og ungmenni og aðra hópa sem reiða sig á þjónustu bæjarins. Það er sama hversu oft bæjarfulltrúar og bæjarstjóri Sjálfstæðisflokksins tönglast á öðru þá sýna dæmin að þjónusta Seltjarnarnesbæjar við íbúa sína er að taka miklum breytingum til hins verra á þessu ári.

  Í ár barst metfjöldi umsækjenda í Tónlistarskóla Seltjarnarness og því ber að fagna. Það er þó ekki jafn gleðilegt að á sama tíma hefur Seltjarnarnesbær sett niðurskurðarkröfu á skólann upp á 7 milljónir sem nemur um einu stöðugildi kennara næsta haust. Skólinn mun því þrátt fyrir fleiri umsóknir, taka við færri nemendum en síðastliðin ár. Nemendur sem lenda á biðlista hafa síðastliðin tvö ár verið í forskóla tónlistarskólans og ætluðu að halda áfram námi í skólanum. Tónlistarskólinn sér ekki fram á að geta með óbreyttu sniði tekið inn nemendur biðlistans á næsta skólaári. Undirritaðir bæjarfulltrúar harma það að ekki hafi verið vilji hjá meirihlutanum draga boðaðan niðurskurð til baka í ljósi aukinnar eftirspurnar í tónlistarskólann.
  Guðmundur Ari Sigurjónsson - Bæjarfulltrúi Samfylkingar Seltirninga

  Karl Pétur Jónsson - Bæjarfulltrúi Viðreisnar/Neslista

  Sigurþóra Bergsdóttir - Bæjarfulltrúi Samfylkingar Seltirninga

 3. Fundargerð 103. fundar Skipulags- og umferðarnefndar.

  Fundargerðin lögð fram.

  Eftirfarandi liðir í fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar nr. 103 voru borin upp til staðfestingar:

  1. Málsnúmer 2019010347
  Heiti máls: Aðal- og deiliskipulag Valhúsahæðar og aðliggjandi útivistarsvæða - breyting vegna sambýlis við Kirkjubraut 20 - uppbygging þjónustuíbúðakjarna.
  Lýsing: Lagðar fram tillögur að breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi Valhúsahæðar og aðliggjandi útivistarsvæða, sem gerir ráð fyrir staðsetningu fyrir búsetukjarna fyrir fatlaða einstaklinga við Kirkjubraut 20.
  Afgreiðsla: Samþykkt að kynna á vinnslustigi, sbr. gr. 4.6.1. og 5.6.1. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013, drög að tillögum um breytingu á aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar og breytingu á deiliskipulagi Valhúsahæðar. Sviðsstjóra er falið að annast kynninguna í samræmi við ákvæði reglugerðar. Vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.
  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar.

  2. Málsnúmer 2020040221
  Heiti máls: Bakkavör 5 – aflétting hverfisverndar.
  Lýsing: Bakkavör 5 liggur undir skemmdum og ljóst að ekki er hægt að gera múrviðgerð á húsinu. Fyrir liggur samþykki íbúa á Bakkavör 3, 5, 7, 9 og 11 að óska eftir því að hverfisvernd umræddra húsa verði aflétt. Nefndin hefur áður fjallað um málið.
  Afgreiðsla: Nefndin leggur til, í samræmi við almenn ákvæði í aðalskipulagi, að fallið sé frá hverfisvernd svo og fallið frá grenndarkynningu þar sem samþykki eigenda þeirra fasteigna sem hverfisverndin nær yfir liggur nú þegar fyrir og aðrir ekki taldir eiga hagsmuna að gæta utan þeirra og sveitarfélagsins sjálfs. Nefndin leggur enn fremur áherslu á að haldið sé í heildstætt yfirbragð byggðarinnar á þessu svæði eins og kostur er þrátt fyrir að hverfisvernd verði aflétt og að það komi fram í skilmálum deiliskipulagsbreytingar. Málinu er vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn.
  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar.

  3. Málsnúmer 2020010156
  Heiti máls: Stofnhjólaleiðir á Seltjarnarnesi/höfuðborgarsvæðinu.
  Lýsing: Svanhildur Jónsdóttir, samgönguverkfræðingur hjá VSÓ Ráðgjöf, kynnir tillögur að hjólastígum á Nesvegi ásamt umferðaröryggismati Vegagerðarinnar á tillögunum. Breytingartillaga að deiliskipulagi Kolbeinsstaðamýrar við Suðurmýri er lögð fyrir nefndina.
  Afgreiðsla: Skipulags- og umferðarnefnd þakkar Svanhildi og Sverri fyrir kynninguna og góða yfirferð. Nefndin samþykkir tillögu að breytingu á deiliskipulagi Kolbeinsstaðarmýrar við Suðurmýri og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin leggur áherslu á að framkvæmdir við hjólastíga á Nesvegi hefjist eins fljótt og auðið er.
  Bæjarstjórn óskar eftir því að fá kynningu á þessari tillögu með Skipulagsnefnd og ráðgjöfum tillögunnar. Bæjarstjóri upplýsti að kostnaðarmat myndi berast á næstu dögum frá Vegagerðinni. Bæjarstjórn samþykkir að fresta málinu.

  Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina í heild sinni sem er í 19. liðum.
  Til máls tóku: KPJ, MÖG, BTÁ, GAS, SB

 4. Fundargerð 427. fundar Sorpu bs.

  Fundargerðin lögð fram.

 5. Tillögur og erindi:

  1. Stofnframlag til byggingar búsetukjarna á Seltjarnarnesi.

  Bæjarstjóri kynnti umsókn um stofnframlag til byggingar búsetukjarna á Seltjarnarnesi.

  Bæjarstjórn Seltjarnarness staðfestir umsókn bæjarstjóra fyrir hönd Seltjarnarnesbæjar um stofnframlag vegna byggingar á búsetukjarna á Seltjarnarnesi. Einnig staðfestir sveitarfélagið veitingu stofnframlags, þar sem sundurliðað er fjárhæðir í stofnframlags sbr. umsókn sem send var inn. Lóðarúthlutun hefur verið ákveðin við Kirkjubraut 20 og er nú í deiliskipulagsferli

  Bæjarstjórn með umsókn sinni staðfestir samþykki fyrir veitingu 12% stofnframlags og e.a. 4% viðbótarframlags. vegna ofangreinds og staðfestingu lóðarúthlutunar við Kirkjubraut 20.
  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða.
  Til máls tóku: ÁH.

 1. Forsetakosningar 2020
  Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra að semja kjörskrá. Jafnframt er bæjarstjóra veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna Forsetakosninga 27. júní nk. í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis.
  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða.

Fundi slitið kl. 17:28

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?