Fara í efni

Bæjarstjórn

10. september 2020

Miðvikudaginn 9. september 2020 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Karl Pétur Jónsson (KPJ), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS) og Sigurþóra Bergsdóttir (SB).

Gunnar Lúðvíksson, fjármálastjóri, ritaði fundargerð í tölvu.

Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.

Forseti bæjarstjórnar, Magnús Örn Guðmundsson setti fund og stjórnaði.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

Gert var fundarhlé undir lið 9b sem hófst kl. 17:33 og endaði kl. 18:05

 1. Fundargerð 104. fundar Bæjarráðs.

  Eftirfarandi liður í fundargerð Bæjarráðsfundar nr. 104 var borin upp til staðfestingar.
  Ákvarðanir sem fram komu í fundargerðinni sem er 12 tl. eru staðfestir samhljóða.
  Liður nr. 6 í fundargerð. Viðauki við fjárhagsáætlun.
  Bæjarstjórn samþykkir, 6. tl. fundargerðar 104, viðauka nr. 7 við fjárhagsáætlun 2020 samkvæmt 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, kostnað að upphæð kr. 10.200.000,- vegna aukin stofnframlaga til Sorpu bs. Kostnaður þessi skal greiddur af Bæjarsjóði Seltjarnarness og kostnaðarauka skal mæta með lækkun á handbæru fé um sömu fjárhæð.
  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða lið 6 í fundargerð, viðauka 7.

  Til máls tóku: MÖG, GAS

 2. Fundargerð 104. fundar Skipulags- og umferðarnefndar.

  Fundargerðin lögð fram.
  Eftirfarandi liður í fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar nr. 104 var borin upp til staðfestingar.

  1. Mál nr. 2019060293
  Heiti máls: Selbraut 80.
  Lýsing: Umsókn um breytingu á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynningarbréf voru send eigendum Selbrautar 76, 78, 82, 84 og 86 sem og Sæbraut 20 og 21, dags. 23. júní 2020, auk þess sem auglýsing var birt á heimasíðu Seltjarnarnesbæjar, dags. 23. júní. Athugasemdafresti lauk 27. júlí 2020. Engar athugasemdir bárust.
  Afgreiðsla: Nefndin samþykkir breytinguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.
  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða lið 3.

 3. Fundargerð 308. fundar Skólanefndar.

  Fundargerðin lögð fram.

 4. Fundargerð 445. fundar fjölskyldunefndar.
  Fundargerðin lögð fram.

 5. Fundargerð 140. fundar Veitustofnunar.
  Fundargerðin lögð fram.

 6. Fundargerð 326. fundar stjórnar Strætó bs.
  Fundargerðin lögð fram.

 7. Fundargerð 886. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga.
  Fundargerðin lögð fram.

 8. Fundargerð 500. fundar stjórnar SSH.
  Fundargerðin lögð fram.

 9. Tillögur og erindi:

  1. Breytingar á skipan í eftirfarandi nefndum bæjarins eru:
   Þröstur Þór Guðmundsson, Bollagarðar 19, varamaður í ÍTS.
   Þröstur Þór Guðmundsson, Bollagarðar 19, varamaður í Menningarnefnd.
   Bjarni Torfi Álfþórsson, Látraströnd 2, varamaður í Skólanefnd.

   Samþykkt samhljóða.

  2. Tillaga um breytingu á verðskrá skólamats grunn- og leikskólabarna
   Við felum bæjarráði að breyta verðskrá á skólamat grunn- og leikskólabarna á Seltjarnarnesi. Hámark skal sett á mánaðaráskrift á skólamat fyrir skólaárið 2020/2021 og skal það miðast við verðskrár 2019/2020 auk hækkunar sem nemur hækkun á vísitölu neysluverðs milli ára. Þau umframgjöld sem foreldrar hafa þegar greitt á skólaárinu mun breytast í inneign fyrir greiðslur vetrarins. Kostnaði verður mætt með lækkun á handbæru fé.

   Guðmundur Ari Sigurjónsson - Samfylkingu Seltirninga
   Karl Pétur Jónsson - Viðreisn/Neslista
   Sigurþóra Bergsdóttir - Samfylkingu Seltirninga

   Tillagan felld með fjórum atkvæðum gegn þremur.
   Bókun bæjarfulltrúa Samfylkingar Seltirninga og Viðreisnar/Neslista vegna hækkunar á skólamat á Seltjarnarnesi.

   Tillaga sem lögð var fram á bæjarstjórnarfundi 9. september 2020 af minnihlutanum er eftirfarandi:
   Við felum bæjarráði að breyta verðskrá á skólamat grunn- og leikskólabarna á Seltjarnarnesi. Hámark skal sett á mánaðaráskrift á skólamat fyrir skólaárið 2020/2021 og skal það miðast við verðskrár 2019/2020 auk hækkunar sem nemur hækkun á vísitölu neysluverðs milli ára. Þau umframgjöld sem foreldrar hafa þegar greitt á skólaárinu mun breytast í inneign fyrir greiðslur vetrarins. Kostnaði verður mætt með lækkun á handbæru fé. 

   Það er fáránlegt að hækka gjaldskrár um tugi prósenta milli ára þrátt fyrir að kostnaður bæjarins dragist saman á sama tíma. Miðað við ástandið í samfélaginu er mjög alvarlegt af bæjaryfirvöldum að hækka gjaldskrár um tugi prósenta milli ára þrátt fyrir að kostnaður bæjarins dragist saman á sama tíma.

   Við erum að renna inn í dýpstu kreppu Íslands í 100 ár, atvinnuleysi eykst og tekjur dragast saman. Hlutverk sveitarfélaga í slíku ástandi er að styðja við og létta álögum á íbúa en ekki að auka vanda þeirra Gjaldskrárhækkanir er versta tegund skattahækkana á þessum tímum þar sem þær eru fastar upphæðir sem leggjast á alla óháð því hvort tekjur séu að dragast saman eða aukast. Við berum skyldu til að tryggja jöfn tækifæri barna til náms og að ekkert barn þurfi að vera svangt í skólanum.

   Við lýsum vonbrigðum yfir því að meirihluti sjálfstæðismanna ákveði að fella tillöguna.

   Guðmundur Ari Sigurjónsson - Samfylkingu Seltirninga
   Karl Pétur Jónsson - Viðreisn/Neslista
   Sigurþóra Bergsdóttir - Samfylkingu Seltirninga

   Forseti leggur fram tillögu meirihluta bæjarstjórnar:
   Meirihluti bæjarstjórnar hefur ákveðið að greiða niður hádegisverð til skólabarna.
   Þann 31. ágúst sl. sendi Foreldrafélag Grunnskólans greinargott bréf til bæjarstjórnar Seltjarnarnesbær þar sem málið var reifað, verðhækkun og samskiptaleysi bæjaryfirvalda hörmuð. Foreldrafélagið óskaði enn fremur eftir því að bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar endurskoðaði ákvörðun sína um að hætta að niðurgreiða skólamat grunnskólabarna.

   Meirihluti bæjarstjórnar hefur nú farið vandlega yfir stöðu mála og tekið ákvörðun um að halda áfram niðurgreiðslu á skólamat í hádegi til grunnskólabarna. Niðurgreiðslan verður því kr. 123.-, á hverja máltíð. Hækkunin á milli ára er því einvörðungu vísitöluhækkun 2,55% frá árinu áður. Máltíðin mun því kosta kr. 532.- eftir niðurgreiðslu. Einnig skal tekið fram að ávextir lækkuðu úr kr. 136.- í kr. 99.-.

   Tillagan borin upp til samþykktar:
   Samþykkt samhljóða.
   Til máls tóku: MÖG, SB, GAS, ÁH, KPJ

   Bókun vegna tillögu Sjálfstæðismanna um breytingu verði skólamatar.
   Fulltrúar Samfylkingar Seltirninga og Neslista Viðreisnar styðja það að hádegismatur í grunnskólanum hækki ekki meir en nemur vísitöluhækkun milli ára.

   Á sama tíma lýsum við undran og vonbrigðum yfir því að sama nálgun verði ekki viðhöfð við hækkanir á aðra kostnaðarliði skólamatar og sérstaklega verð á mat í leikskólanum sem hækkaði um tugi prósenta milli ára.

   Þá hörmum við að meirihlutinn hafi kosið að leita ekki samráðs við lausn þessa máls heldur veita því í kunnuglegan og þreyttan farveg átakastjórnmála með því að hafna sambærilegri tillögu minnihlutans án efnislegrar umræðu. Við erum öll hér til að bæta samfélagið á Seltjarnarnesi.

   Guðmundur Ari Sigurjónsson - Samfylkingu Seltirninga
   Karl Pétur Jónsson - Viðreisn/Neslista
   Sigurþóra Bergsdóttir - Samfylkingu Seltirninga

  3. Undirrituð óska eftir samantekt á öllum gjaldskrám á barnafólk á Seltjarnarnesi, verðþróun síðastliðna ára og samantekt við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu miðað við veturinn 20/21. 

   Óskað er eftir samantekt á þróun gjaldskráa á barnafólk á Seltjarnarnesi síðastliðin 5 ár.
   Gjaldskrár sem óskað er eftir er leikskólagjald, matargjald á leikskóla, verð fyrir frístund, verð á skólamat í grunnskólanum og gjaldskrá tónlistarskólans.

   Guðmundur Ari Sigurjónsson - Samfylking Seltirninga
   Sigurþóra Bergsdóttir - Samfylkingu Seltirninga

   Fyrirspurn lögð fram og vísað til fjármálastjóra.

  4. Framkvæmdir við Eiðistorg.
   Til máls tóku: SB, ÁH

Fundi slitið kl. 18:30
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?