Fara í efni

Bæjarstjórn

14. október 2020

Miðvikudaginn 14. október 2020 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fjarfundar.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Karl Pétur Jónsson (KPJ), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS) og Sigurþóra Bergsdóttir (SB).

Gunnar Lúðvíksson, fjármálastjóri, ritaði fundargerð í tölvu.

Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.

Forseti bæjarstjórnar, Magnús Örn Guðmundsson setti fund og stjórnaði.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

 1. Fundargerð 106. fundar Bæjarráðs.

  Ákvarðanir sem fram komu í fundargerðinni sem er 5 tl. eru staðfestir samhljóða.

  Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu Bæjarráðs samhljóða.

  Fundargerð 107. fundar Bæjarráðs.

  Ákvarðanir sem fram komu í fundargerðinni sem er 4 tl. eru staðfestir samhljóða.

  Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu Bæjarráðs samhljóða.

  Eftirfarandi liðir í fundargerð Bæjarráðsfundar nr. 107 voru bornir upp til staðfestingar.

  Liður nr. 3 í fundargerð. Bílastæðasjóður.

  Lögð fram endurskoðun á gjaldskrá vegna stöðvunarbrotagjalda. Stöðvunarbrotagjald vegna stöðvunarbrota sbr. a-e. lið 1. mgr. 109. umferðarlaga nr. 77/2019 verði kr. 10.000.- í stað kr. 5.000.- í dag.

  Einnig að stöðvunarbrotagjald vegna a-liðar 2. mgr. 29. gr. sbr. b-lið 1. mgr. 109. gr. umferðalaga nr. 77/2019 verði kr. 20.000.- í stað kr. 10.000.-

  Bæjarráð samþykkir ofangreinda breytingu á gjaldskrá og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.

  Liður nr. 4 í fundargerð. Ráðagerði.

  Lagt fram tilboð í Ráðagerði frá fasteignasölunni Miklaborg. Tekið er jákvætt í hugmyndir kaupanda og bæjarstjóra falið að vinna áfram með málið. Tilboðið samþykkt með þeim fyrirvara sem þar kemur fram. Erindið þarf að fara fyrir skipulags- og umferðanefnd og síðan til staðfestingar í bæjarstjórn.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.

  Til máls tóku: GAS, SB, KPJ, ÁH, MÖG, SEJ

 2. Fundargerð 106. fundar Skipulags- og umferðarnefndar.

  Fundargerðin lögð fram.

  Eftirfarandi liðir í fundargerð Skipulags-og umferðarnefndar nr. 106 voru bornar upp til staðfestingar:

  1. Mál nr. 2020090159
  Heiti máls: Aðalskipulagsbreyting í Reykjavík - Stefna um íbúðarbyggð - stakir reitir.
  Lýsing: Lögð fram tillaga að aðskipulagsbreytingu í Reykjavík.

  Afgreiðsla: Nefndin gerir ekki athugasemdn við tillögu að aðalskipulagsbreytingunni.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar.

  2. Mál nr. 2020090158
  Heiti máls: Aðalskipulagsbreyting í Reykjavík - Nýi Skerjafjörður. Tillaga ásamt umhverfisskýrslu.
  Lýsing: Lögð fram tillaga ásamt umhverfisskýrslu.

  Afgreiðsla: Nefndin gerir ekki athugasemd við tillögu að aðalskipulagsbreytingunni.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar.

  3. Mál nr. 2020090157
  Heiti máls: Aðalskipulagsbreyting í Reykjavík - Sérstök búsetuúrræði.
  Lýsing: Drög að breytingartillögu lögð fram til kynningar.

  Afgreiðsla: Nefndin gerir ekki athugasemd við drög að breytingartillögunni.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar.

  4. Mál nr. 2018100198
  Heiti máls: Suðurmýri 40-46. Breyting á heitum og númerum
  Lýsing: Uppdráttur að breytingu á deiliskipulagi lagður fram.

  Afgreiðsla: Breytingartillagan samþykkt og vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar.

  Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina í heild sinni sem er í 9 liðum.

  Til máls tóku: GAS

 3. Fundargerðir 327. og 328. fundar stjórnar Strætó bs

  Fundargerðirnar lagðar fram.

  Til máls tóku: GAS, SEJ

 4. Fundargerðir 432. og 433. fundar stjórnar SORPU bs.

  Fundargerðirnar lagðar fram.

  Til máls tóku: SB, BTÁ

 5. Fundargerðir 887. og 888. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga.

  Fundargerðirnar lagðar fram.

 6. Fundargerðir 502., 503., 504., 505. og 506. fundar stjórnar SSH.

  Fundargerðirnar lagðar fram.

  Til máls tóku: GAS, SEJ

 7. Tillögur og erindi:

  1. Svar við fyrirspurn Samfylkingar frá síðasta fundi varðandi bílastæðasjóð lagt fram.

   Til máls tóku: ÁH, GAS


Fundi slitið kl. 17:32


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?