Miðvikudaginn 28. október 2020 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar með fjarfundarbúnaði.
Fundinn sátu: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Karl Pétur Jónsson (KPJ), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS) og Sigurþóra Bergsdóttir (SB).
Gunnar Lúðvíksson, fjármálastjóri, ritaði fundargerð í tölvu.
Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.
Forseti bæjarstjórnar, Magnús Örn Guðmundsson setti fund og stjórnaði.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
-
Fundargerð 107. fundar Skipulags- og umferðarnefndar.
Fundargerðin lögð fram.
Eftirfarandi liðir í fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar nr. 107 voru borin upp til staðfestingar:
-
Mál nr. 2019110082
Heiti máls: Lýsing fyrir breytt aðalskipulag og nýtt deiliskipulag Seltjarnarness vegna byggingar nýs leikskóla á horni Suðurstrandar og Nesvegar.
Lýsing: Breyting á Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033 og gerð nýs deiliskipulags fyrir leikskólareit sbr. 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga 123/2010, dags. 19. október 2020, lögð fram.
Afgreiðsla: Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir lýsinguna og vísar málinu til samþykkis bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar.
-
Mál nr. 2020090277
Heiti máls: Lýsing fyrir breytt aðalskipulag og deiliskipulag Vestursvæðis vegna Ráðagerðis.
Lýsing: Breyting á Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033 og á deiliskipulagi Vestursvæðis sbr. 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, dags. 16. október 2020, lögð fram.
Afgreiðsla: Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir lýsinguna og vísar málinu til samþykkis bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar.
-
Mál nr. 2019010347
Heiti máls: Breyting á deiliskipulagi Valhúsahæðar og aðliggjandi útivistarsvæða vegna sambýlis við Kirkjubraut 20 - uppbygging þjónustuíbúða.
Lýsing: Lögð fram breytt tillaga, dags. 20. október 2020, þar sem komið er til móts við athugasemdir varðandi bílastæði.
Afgreiðsla: Breyttur uppdráttur samþykktur, jafnframt því sem uppdráttur samþykktur á 106. fundi fellur úr gildi. Vísað til samþykkis bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina í heild sinni sem er í 3 liðum.
Til máls tóku: SB, GAS, ÁH
-
-
Fundargerð 309. fundar Skólanefndar.
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tóku: SEJ
-
Fundargerð 423. fundar Íþrótta- og tómstundanefndar.
Fundargerðin lögð fram.
-
Fundargerð 446. fundar Fjölskyldunefndar.
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tóku: SB, ÁH, BTÁ, GAS, KPJ
-
Fundargerð 385. fundar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.
Fundargerðin lögð fram.
-
Fundargerð 329. fundar stjórnar Strætó bs.
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tóku: KPJ, ÁH, GAS, SEJ
-
Fundargerð 434. fundar stjórnar SORPU bs.
Fundargerðin lögð fram.
-
Fundargerð 889. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga.
Fundargerðin lögð fram.
-
Fundargerðir 507., 508. og 509. fundar stjórnar SSH.
Fundargerðirnar lagðar fram.
Til máls tóku: GAS, ÁH,
Fundi slitið kl. 17:25