Fara í efni

Bæjarstjórn

13. janúar 2021

Miðvikudaginn 13. janúar 2021 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar með fjarfundarbúnaði.
Fundinn sátu: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Karl Pétur Jónsson (KPJ), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS) og Sigurþóra Bergsdóttir (SB).

Gunnar Lúðvíksson, fjármálastjóri, ritaði fundargerð í tölvu.
Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.
Forseti bæjarstjórnar, Magnús Örn Guðmundsson setti fund og stjórnaði.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

 1. Fundargerð 111. fundar Bæjarráðs.
  Ákvarðanir sem fram komu í fundargerðinni sem er 20 tl. eru staðfestir samhljóða.
  Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu Bæjarráðs samhljóða.
  Til máls tóku : SB, ÁH, GAS

  Fundargerð 112. fundar Bæjarráðs.
  Ákvarðanir sem fram komu í fundargerðinni sem er 1 tl. er staðfestur samhljóða.
  Málsnúmer 2020120307. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu Bæjarráðs samhljóða um niðurstöður stofnana um styttingu vinnutíma dagvinnufólks skv. kjarasamningum.

 2. Fundargerð 110. fundar Skipulags- og umferðarnefndar.
  Fundargerðin lögð fram.

  Eftirfarandi liðir í fundargerð 110. fundar Skipulags- og umferðarnefndar voru borin upp til staðfestingar:

  6. Mál nr. 2019110082
  Heiti máls: Leikskóli við Suðurströnd.
  Lýsing: Minnisblað Kristjáns Garðarsonar, arkitekts FAÍ, dags. 6. janúar 2021, lagt fram og kynnt sbr. bókun á 109. fundi skipulags- og umferðarnefndar þann 3. desember 2020. 
  Á 109. fundi nefndarinnar var lögð fram tillaga til kynningar á vinnslustigi um breytingu á Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033 sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, dags. 26. nóvember 2020, og er hún tekin aftur fyrir nú.
  Afgreiðsla: Tekin er fyrir tillaga til kynningar á vinnslustigi um breytingu á Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033 vegna byggingar leikskóla við Suðurströnd, dags. 26. nóvember 2020. Tillagan til kynningar á vinnslustigi er samþykkt og vísað til staðfestingar bæjarstjórnar sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar.

  7. Mál nr. 2020100154
  Heiti máls: Verslun og þjónusta í Ráðagerði.
  Lýsing: Tillaga til auglýsingar um breytingu á Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033 sbr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, dags. 5. janúar 2021. Árni Geirsson frá Alta mætti á fundinn undir þessum fundarlið.
  Afgreiðsla: Tekin er fyrir tillaga til auglýsingar um breytingu á Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033 vegna verslunar og þjónustu í Ráðagerði, dags. 5. janúar 2021. Tillagan til auglýsingar er samþykkt og vísað til staðfestingar bæjarstjórnar sbr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar.

  Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina í heild sinni sem er í 8 liðum.

  Til máls tóku: GAS, ÁH

 3. Fundargerð 448. fundar Fjölskyldunefndar.
  Fundargerðin lögð fram

 4. Fundargerðir 331. og 332. fundar stjórnar Strætó bs.
  Fundargerðirnar lagðar fram.

  Til máls tóku: GAS, SEJ

 5. Fundargerðir 516. og 517. fundar stjórnar SSH.
  Fundargerðirnar lagðar fram.

 6. Fundargerðir 440., 441. og 442. fundar stjórnar SORPU bs.
  Fundargerðirnar lagðar fram.

 7. Fundargerðir 213., 214., 215., 216., 217., 218., 219. og 220. fundar stjórnar SHS.
  Fundargerðirnar lagðar fram.

  Til máls tóku: ÁH

 8. Fundargerð 892. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga.
  Fundargerðin lögð fram.


  Tillögur og erindi:

 9. a) Breyting á nefndarskipan hjá Viðreisn.
  Saga Ómarsdóttir, Sólbraut 13, kt. 081273-5109 hættir í ÍTS og Áslaug Ragnarsdóttir, Miðbraut 3, kt. 220182-5099 kemur í staðinn.

  Til máls tóku: KPJ

  Samþykkt samhljóða.

  b) Málsnúmer 2021010121. Tillaga um endurbætur, endurskipulagningu og meiri gleði í miðbæ Seltjarnarness frá Samfylkingu lögð fram.
  Tillaga frá KPJ um að vísa tillögu Samfylkingar til meðferðar bæjarráðs samþykkt.

  Til máls tóku: GAS, KPJ, ÁH , SB, BTÁ, SEJ, MÖG

  Bókun meirihlutans:
  Meirihlutinn telur ráðlegt að fresta þeirri vinnu, sem fulltrúar Samfylkingar leggja til, í bili að minnsta kosti. Ekki er tímabært að fara í slíkar framkvæmdir þar sem enn er mörgum spurningum ósvarað um vilja eignaraðila á Eiðistorgi.

  Það hefur átt sér stað mikil vinna í málefnum Eiðistorgs í nokkurn tíma, en verkefnið er afar flókið og margir þurft að koma að því. Gott samráð er við formenn/forsvarsmenn húsfélaganna sem hafa aðkomu að torginu og fjölmargir fundir verið haldnir og málið því í góðum farvegi. Sviðsstjóri þjónustu- og samskiptasviðs hefur verið í samstarfi við húsfélögin á torginu um endurbætur og er sú vinna í fullum gangi.

  Við getum tekið undir að það er tímabært að Eiðistorg fái yfirhalningu og fái að njóta sín í takt við upprunalegt útlit og hugsjón því tengt. Undirbúningur að þeirri vinnu er nú þegar í gangi og hefur verið um nokkuð langt skeið m.a. hjá Maríu Björk Óskarsdóttur sviðsstjóra þjónustu- og samskiptasviðs og fleiri starfsmönnum bæjarins. Í því sambandi má nefna að María Björk hefur verið að vinna með upplýsingar og gögn frá stofnun torgsins þ.e. viðtöl við Sigurgeir fv. bæjarstjóra, gömul skjöl, upplýsingar og teikningar varðandi torgið og húsin sem að því standa, skýrslu frá Ormari Þór arkitekt, samtöl við forsvarsmenn húsfélaganna o.fl.

  Nú er í gangi vinna við að stofna eitt sameiginlegt rekstrarfélag fyrir Eiðistorgið og þá aðila sem þar eiga fasteignir ásamt bænum og eðlilegt að þegar farið verður í vinnu við Eiðistorgið muni það félag eiga virkan þátt í þeirri vinnu. Það eru því fjölmörg praktísk mál sem þurfa helst að liggja fyrir áður en farið verður í stefnumótun varðandi torgið sjálft en áhugavert að fara í slíka vinnu síðar meir á réttum forsendum.

  Mikið álag verður á skipulagssviði bæjarins á þessu ári við uppbyggingu sem þegar hefur verið ákveðið að ráðast í. Við teljum að bærinn verði að einblína á þau verkefni sem nú þegar hafa verið samþykkt, en nýsamþykkt framkvæmdaáætlun að fjárhæð 630 milljónum liggur fyrir þar sem m.a. gert ráð fyrir sérbýli fyrir sérbýli fyrir fatlað fólk.

  Ásgerður Halldórsdóttir (sign) Magnús Örn Guðmundsson (sign) Sigrún Edda Jónsdóttir (sign) Bjarni Torfi Álfþórsson (sign)


Fundi slitið kl. 18:07

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?