Fara í efni

Bæjarstjórn

15. apríl 2021

Miðvikudaginn 14. apríl 2021 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í bæjarstjórnarsal að Austurströnd 2.

Fundinn sátu: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Karl Pétur Jónsson (KPJ), og Sigurþóra Bergsdóttir (SB).
Guðmundur Ari Sigurjónsson mætti ekki og boðaði ekki forföll.

Gunnar Lúðvíksson, fjármálastjóri, ritaði fundargerð í tölvu.
Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.
Forseti bæjarstjórnar, Magnús Örn Guðmundsson setti fund og stjórnaði.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

 1. Fundargerð 312. fundar Skólanefndar.
  Fundargerðin lögð fram.

  Til máls tóku: KPJ, SEJ, SB

 2. Fundargerð 113. fundar Skipulags-og umferðarnefndar.
  Fundargerðin lögð fram.

  Eftirfarandi liðir í fundargerð 113. fundar Skipulags- og umferðarnefndar voru borin upp til staðfestingar:

  Mál nr. 2019010347
  Heiti máls: Aðal- og deiliskipulag Valhúsahæðar og aðliggjandi útivistarsvæða - breyting vegna Kirkjubrautar 20.
  Lýsing: Umsagnar- og athugasemdafresti lauk 21. mars sl. Lagðar fram umsagnir og athugasemdir sem bárust ásamt samantekt Alta.
  Afgreiðsla: Tekin er fyrir tillaga um breytingu á aðalskipulagi vegna búsetukjarna fyrir fatlaða við Kirkjubraut. Tillagan hefur verið auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga. Umsagnir bárust frá opinberum umsagnaraðilum en engar athugasemdir komu fram í þessum umsögnum. Einnig bárust athugasemdir frá nágrönnum sem snúa m.a. að því að opin svæði rýrni, umferð aukist og útsýni skerðist. Þar sem ljóst er að slíkt er óhjákvæmilegt, sama hvar búsetukjarnanum er valinn staður og þegar hefur verið brugðist við athugasemdum á fyrri stigum en um leið mikilvægt að geta boðið fötluðum búsetuúrræði af þessu tagi samþykkir nefndin að vísa tillögunni óbreyttri til bæjarstjórnar til samþykktar sbr. 32. gr. skipulagslaga. Öllum þeim sem athugasemdir gerðu verður svarað skriflega.
  Stefán Bergmann sat hjá við afgreiðslu málsins.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar.

  Mál nr. 2020110219
  Heiti máls: Lindarbraut – umferðaröryggismál.
  Lýsing: Minnisblað VSÓ, dags. 26. febrúar 2021, um hraðalækkandi aðgerðir og umferðaröryggi á Lindarbraut lagt fram.
  Afgreiðsla: Nefndin samþykkir að lækka hámarkshraða á Lindarbraut úr 50 km/klst. niður í 30 km/klst. og felur sviðsstjóra að vinna að frekari útfærslu hraðalækkandi aðgerða. Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar og lögreglustjóra.

  Bæjarstjórn samþykkir með fjórum atkvæðum gegn tveimur að vísa þessum lið til Skipulags- og umferðarnefndar aftur til frekari skoðunar.

  Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina í heild sinni sem er í 8. liðum.

  Til máls tóku: BTÁ, KPJ, SEJ, SB, MÖG

  Bókun:
  Það er fátt meira sem gleður mig á vettvangi bæjarstjórnar en að nú styttist í að bygging á búsetukjarna fyrir fatlað einstaklinga verði að veruleika. Umræðan hefur verið löng og mörg sjónarmið á lofti. Niðurstaðan sem nú liggur fyrir er að búsetukjarninnn rísi á nýrri lóð við Kirkjubraut 20. Það getur verið viðkvæmt að fara inn í gróið hverfi og stofna nýja lóð og því þykir mér miður að ekki hafi tekið betur tillit til þeirra athugasemda sem bárust frá íbúum í nágreni hinns nýja búsetukjarna. Í upphaflegum tillögum arkitekta var til að mynda lagt til að húsið yrði staðsett fjær núverandi byggð við Kirkjubraut, eða um 30 metara. Eftir meðferð málsins hjá umhverfisnefnd ákvað skipulagsnefnd að færa húsið 8 metrum nær núverandi byggð, en áður hafði verið gert ráð fyrir. Með þessu finnst mér að ekki hafi verið gætt meðalhófs gagnvart húseigendum við Kirkjubraut og því get ég ekki samþykkt þessa tillögu og sit því hjá við afgreiðslu málsins.
  Bjarni Torfi Álfþórsson, sign.

 3. Fundargerð 426. fundar Íþrótta- og tómstundanefndar.
  Fundargerðin lögð fram.

 4. Fundargerð 60. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis.
  Fundargerðin lögð fram.

 5. Fundargerð í stjórn Reykjanesfólkvangs.
  Fundargerðin lögð fram.

 6. Fundargerð 522. fundar stjórnar SSH.
  Fundargerðin lögð fram.

 7. Fundargerð 444. fundar stjórnar SORPU.
  Fundargerðin lögð fram.

 8. Fundargerð 337. fundar stjórnar STRÆTÓ BS.
  Fundargerðin lögð fram.

 9. Fundargerð 896. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga.
  Fundargerðin lögð fram.

Fundi slitið kl. 17:34

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?