Miðvikudaginn 13. október 2021 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Fundinn sátu: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Ragnhildur Jónsdóttir (RJ), Karl Pétur Jónsson (KPJ), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS) og Sigurþóra Bergsdóttir (SB).
Fundargerð ritaði: Gunnar Lúðvíksson.
Fundurinn er hljóðritaður og streymt beint á vefsíðu bæjarins og vistaður á heimasíðu bæjarins.
Magnús Örn Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar setti fund og stjórnaði.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
-
Fundargerð 316. fundar Skólanefndar.
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tóku: GAS, ÁH
-
Fundargerð 20. fundar Öldungaráðs.
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tóku: GAS,
-
Fundargerð 63. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis.
Fundargerðin lögð fram.
-
Fundargerð 345. fundar stjórnar Strætó bs.
Fundargerðin lögð fram.
-
Fundargerðir 454., 455. og 456. fundar stjórnar SORPU bs.
Fundargerðirnar lagðar fram.
-
Fundargerð 901. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga.
Fundargerðin lögð fram.
-
Fundargerð 33. Eigendafundar Strætó bs.
Fundargerðin lögð fram.
Fundi slitið kl. 17:17