Miðvikudaginn 27. október 2021 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Fundinn sátu: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Ragnhildur Jónsdóttir (RJ), Hildigunnur Gunnarsdóttir (HG), Karen María Jónsdóttir (KMJ) og Sigurþóra Bergsdóttir (SB).
Fundargerð ritaði: Gunnar Lúðvíksson.
Fundurinn er hljóðritaður og streymt beint á vefsíðu bæjarins og vistaður á heimasíðu bæjarins.
Magnús Örn Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar setti fund og stjórnaði.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
-
Fundargerð 123. fundar Bæjarráðs.
Fundargerðin lögð fram.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina í heild sinni sem er í 6 liðum.
Til máls tóku: SB, ÁH
-
Fundargerð 118. Fundar Skipulags- og umferðarnefndar.
Fundargerðin lögð fram.Eftirfarandi liðir í fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar voru borin upp til staðfestingar:
Liður 2.
2021090096 - Víkurströnd 2 - Endurbætur og breytingar á húsnæði
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Birtu Fróðadóttur fyrir hönd Sigurgísla Bjarnasonar, dagsett 9. október 2021, þar sem sótt er um leyfi fyrir stækkun einstaka glugga og að setja tvöfalda hurð út í garð ásamt tilfærslu votrýma innanhúss.
Samþykki Minjastofnunar liggur fyrir. Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir umsóknina, samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Lið 6 frestað og vísað aftur til nefndarinnar.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina í heild sinni sem er í 7 liðum.
-
Fundargerð 454. fundar Fjölskyldunefndar.
Fundargerðin lögð fram.
-
Fundargerð 147. Fundar Veitustofnunar.
Fundargerðin lögð fram.
-
Fundargerð 394. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.
Fundargerðin lögð fram.
-
Fundargerðir 457. og 458. fundar stjórnar SORPU bs.
Fundargerðirnar lagðar fram.
-
Fundargerð 230. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs.
Fundargerðin lögð fram.
-
Fundargerðir 529. og 530. fundar stjórnar SSH.
Fundargerðirnar lagðar fram.
Til máls tóku: SB, ÁH
-
Fundargerð 34. Eigendafundar Strætó bs.
Fundargerðin lögð fram.
-
Fundargerð 102. fundar svæðisskipulagsnefndar.
Fundargerðin lögð fram.
Fundi slitið kl. 17:14