Fara í efni

Bæjarstjórn

27. október 2021

Miðvikudaginn 27. október 2021 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Fundinn sátu: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Ragnhildur Jónsdóttir (RJ), Hildigunnur Gunnarsdóttir (HG), Karen María Jónsdóttir (KMJ) og Sigurþóra Bergsdóttir (SB).

Fundargerð ritaði: Gunnar Lúðvíksson.
Fundurinn er hljóðritaður og streymt beint á vefsíðu bæjarins og vistaður á heimasíðu bæjarins.
Magnús Örn Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar setti fund og stjórnaði.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

  1. Fundargerð 123. fundar Bæjarráðs.
    Fundargerðin lögð fram.
    Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina í heild sinni sem er í 6 liðum.

    Til máls tóku: SB, ÁH

  2. Fundargerð 118. Fundar Skipulags- og umferðarnefndar.
    Fundargerðin lögð fram.

    Eftirfarandi liðir í fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar voru borin upp til staðfestingar:

    Liður 2.
    2021090096 - Víkurströnd 2 - Endurbætur og breytingar á húsnæði
    Lögð fram byggingarleyfisumsókn Birtu Fróðadóttur fyrir hönd Sigurgísla Bjarnasonar, dagsett 9. október 2021, þar sem sótt er um leyfi fyrir stækkun einstaka glugga og að setja tvöfalda hurð út í garð ásamt tilfærslu votrýma innanhúss.
    Samþykki Minjastofnunar liggur fyrir. Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir umsóknina, samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

    Lið 6 frestað og vísað aftur til nefndarinnar.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar.
    Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina í heild sinni sem er í 7 liðum.

  3. Fundargerð 454. fundar Fjölskyldunefndar.
    Fundargerðin lögð fram.

  4. Fundargerð 147. Fundar Veitustofnunar.
    Fundargerðin lögð fram.

  5. Fundargerð 394. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.
    Fundargerðin lögð fram.

  6. Fundargerðir 457. og 458. fundar stjórnar SORPU bs.
    Fundargerðirnar lagðar fram.

  7. Fundargerð 230. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs.
    Fundargerðin lögð fram.

  8. Fundargerðir 529. og 530. fundar stjórnar SSH.
    Fundargerðirnar lagðar fram.

    Til máls tóku: SB, ÁH

  9. Fundargerð 34. Eigendafundar Strætó bs.
    Fundargerðin lögð fram.

  10. Fundargerð 102. fundar svæðisskipulagsnefndar.
    Fundargerðin lögð fram.

Fundi slitið kl. 17:14

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?