Fara í efni

Bæjarstjórn

24. nóvember 2021

Miðvikudaginn 24. nóvember 2021 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Fundinn sátu: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Karl Pétur Jónsson (KPJ), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS) og Sigurþóra Bergsdóttir (SB).

Fundargerð ritaði: Gunnar Lúðvíksson.
Fundurinn er hljóðritaður og streymt beint á vefsíðu bæjarins og vistaður á heimasíðu bæjarins.
Magnús Örn Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar setti fund og stjórnaði.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

Forseti bæjarstjórnar gaf bæjarstjóra orðið.

Bæjarstjóri bað bæjarfulltrúa að rísa úr sætum til að minnast Jóns Hilmars Björnssonar fv. hitaveitustjóri bæjarins til margra ára en hann lést í gær. Bæjarstjórn sendir fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur.

  1. Fundargerð 455. fundar Fjölskyldunefndar. Fundargerðin lögð fram.
    Til máls tóku: GAS, BTÁ, SEJ, ÁH

  2. Fundargerð 119. fundar Skipulags- og umferðarnefndar. Fundargerðin lögð fram.
    Eftirfarandi liðir í fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar nr. 119 voru borin upp til staðfestingar:

    1. 2021100157 - Kynning á tillögu friðlýsingar Bessastaðaness
    Lögð fram tillaga Umhverfisstofnunar í samstarfi við embætti forseta Íslands, Garðabæ, forsætisráðuneytið, umhverfis- og auðlindaráðuneytið og Minjastofnun Íslands að friðlýsingu Bessastaðaness, dagsett 22. október, 2021.
    Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við framkomna tillögu að friðlýsingu Bessastaðaness.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Skipulags-og umferðarnefndar.

    2. 2021090142 - Ráðagerði - umsókn um byggingarleyfi
    Lögð fram byggingarleyfisumsókn Hússins á nesinu ehf., dagsett 15. september, 2021, þar sem sótt er um að gera breytingar á húsnæði að Ráðagerði undir veitingarekstur ásamt því að byggja 24m2 garðskála á lóðinni.
    Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir umsóknina að því gefnu að tekið sé tillit til skilyrða Minjastofnunar um að kvisti á suðurhlið hússins verði ekki breytt. Brunastigi verði ekki breiðari en nauðsyn krefur og þannig útfærður að auðvelt verði að fjarlægja hann. Nýju hurðirnar á norður- og austurhlið séu sérsmíðaðar og hlutföll á gluggum/rúðum í hurðunum verði í samræmi við upprunalega glugga. Frágangur hurða skal taka mið af upphaflegum stíl hússins skv. meðfylgjandi uppdráttum Arkþings, dags. 8. september, 2021. Umsókn samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Skipulags-og umferðarnefndar.

    3. 2021100097 - Suðurmýri 6
    Lögð fram fyrirspurn Halldórs Þ. Matthíassonar og Gunnars Bergmann Stefánssonar, dagsett 26. október, 2021, þar sem spurst er fyrir um heimild til að setja svalir á austurhlið Suðurmýrar 6.
    Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir erindið, samræmist deiliskipulagi Kolbeinstaðarmýrar.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Skipulags-og umferðarnefndar.

    4. 2021060103 Deiliskipulag Bakkahverfis - breyting vegna Bakkavarar 28
    Lagt fram bréf Björgvins Snæbjarnarsonar arkitekts ásamt fylgigögnum fyrir hönd lóðarhafa Bakkavarar 28, dagsett 1. nóvember, 2021, þar sem óskað er eftir því að heimilað verði að breyta deiliskipulagi fyrir lóðina þannig að byggja megi viðbyggingu og lagfæra núverandi garðskála á lóðinni. Málið var áður á dagskrá á 116. fundir skipulags- og umferðarnefndar 12. ágúst 2021.
    Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Bakkahverfis skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Skipulags-og umferðarnefndar.

    5. 2021110091 - Tillaga að breyttu deiliskipulagi - Hamarsgata 6
    Lögð fram umsókn Helga Indriðasonar fyrir hönd Kára Hallgrímssonar um breytingu á deiliskipulagi Lambastaðahverfis , dagsett 8. nóvember 2021, þar sem sótt er um breytingu á lóðinni Hamarsgötu 6 vegna byggingu garðhýsa.
    Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Lambastaðahverfis skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Skipulags-og umferðarnefndar.

    Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina í heild sinni sem er í 7 liðum.

  3. Fundargerð 309. fundar Umhverfisnefndar. Fundargerðin lögð fram.
    Til máls tóku: GAS, ÁH, MÖG

  4. Fundargerð 531. fundar stjórnar SSH. Fundargerðin lögð fram.

  5. Fundargerð 347. fundar stjórnar Strætó bs. Fundargerðin lögð fram.

Fundi slitið kl.17:14

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?