Fara í efni

Bæjarstjórn

26. janúar 2022

Miðvikudaginn 26. janúar 2022 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar með fjarfundarbúnaði.

Fundinn sátu: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Karl Pétur Jónsson (KPJ), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS) og Sigurþóra Bergsdóttir (SB).

Fundargerð ritaði: Gunnar Lúðvíksson.
Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.
Magnús Örn Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar setti fund og stjórnaði.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

 1. Fundargerð 121. fundar Skipulags- og umferðarnefndar. Fundargerðin lögð fram.

  Eftirfarandi liðir í fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar nr. 121 voru borin upp til staðfestingar:

  1. 2021060103 - Deiliskipulag Bakkahverfis - breyting vegna Bakkavarar 28
  Á 119. fundi skipulags- og umferðarnefndar, 11. nóvember 2021, var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Bakkahverfis skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Afgreiðsla skipulags- og umferðarnefndar var staðfest á 938. fundi bæjarstjórnar Seltjarnarnesbæjar, þann 24. nóvember 2021. Tillagan var auglýst frá 1. desember 2021 til og með 12. janúar 2022. Engar athugasemdir bárust.
  Skipulags- og umferðarnefnd vísar skipulaginu til staðfestingar bæjarstjórnar skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  Bæjarstjórn samþykkur samhljóða afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar.

  2. 2021110091 - Tillaga að breyttu deiliskipulagi - Hamarsgata 6
  Á 119. fundi skipulags- og umferðarnefndar, 11. nóvember 2021, var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Lambastaðahverfis skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Afgreiðsla skipulags- og umferðarnefndar var staðfest á 938. fundi bæjarstjórnar Seltjarnarnesbæjar, þann 24. nóvember 2021. Tillagan var auglýst frá 1. desember 2021 til og með 12. janúar 2022. Engar athugasemdir bárust.
  Skipulags- og umferðarnefnd vísar skipulaginu til staðfestingar bæjarstjórnar skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  Bæjarstjórn samþykkur samhljóða afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar.

  3. 2021120050 - Deiliskipulag Bakkahverfis - breyting vegna Lindarbrautar 2a
  Lögð fram umsókn Árna Friðrikssonar fyrir hönd Guðmundar Hafsteinssonar, dagsett 17. nóvember, 2021, þar sem sótt er um heimild til að breyta deiliskipulagi Bakkahverfis vegna fyrirhugaðrar byggingar glerskála við suðurhlið Lindarbrautar 2A. Breytingin felur í sér stækkun byggingarreits og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,37 í 0,40. Málið var áður á dagskrá 120. fundar skipulags- og umferðarnefndar þar sem málinu var frestað.
  Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að grenndarkynna breytingu á deiliskipulagi Bakkahverfis skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum að Lindarbraut 1 og 2. Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
  Bæjarstjórn samþykkur samhljóða afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar.

  7. 2020040062 - Stefnumörkun varðandi gististarfsemi og gististaði fyrir íbúðabyggð
  Lögð fram umsögn Landsslaga, dagsett 10. desember 2021, um tillögu skipulagsnefndar varðandi gististarfsemi og gististaði í íbúðarbyggð.
  Málið var tekið fyrir á 118. fundi skipulags- og umferðarnefndar, 14. október 2021, þar sem nefndin samþykkti að gerðar verði eftirfarandi breytingar á gildandi aðalskipulagi bæjarins og vísaði til samþykktar í bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar:

  Gerð verði breyting á gildandi aðalskipulagi bæjarins 2015-2033 þannig að gisting, önnur en heimagisting, sé óheimil í íbúðahverfum. Sett verði inn setning í almenna skilmála íbúðarsvæða á bls. 60 í greinargerð. Þar stendur nú þegar: Óheimilt er á íbúðarsvæðum að reka áfengisveitingastaði, sbr. flokk II og III skv. 4. gr. laga nr. 85/2007. Á eftir þessari setningu kæmi: Óheimilt er einnig á íbúðarsvæðum að reka gistingu aðra en heimagistingu sbr. 3. gr. sömu laga.

  Málinu var frestað á 936. fundi bæjarstjórnar Seltjarnarnesbæjar, 27. október 2021, og vísað aftur til skipulags- og umferðarnefndar.
  Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að gerðar verði breytingar á Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033 sem samþykktar voru á 118. fundi nefndarinnar, með vísan til lögfræðiálits frá Landslögum. Vísað til samþykktar í bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar.
  Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar með 6 atkvæðum og einn sat hjá.

  Bókun Magnúsar Arnar Guðmundssonar, forseta bæjarstjórnar
  Ég tel að skoða þurfi betur aðra kosti en algjört bann, svo sem eins og að heimila gististarfsemi að ströngum skilyrðum uppfylltum. Þar með væri hugsanlega hægt að sætta sjónarmið þeirra sem byggja lífsviðurværi sitt, að hluta eða öllu leyti á gististarfsemi, og þeirra sem telja truflun vera af starfseminni.

  Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina í heild sinni sem er í 13 liðum.
  Til máls tóku: GAS, MÖG, SEJ, KPJ, ÁH, BTÁ, SB

 2. Fundargerð 430. fundar Íþrótta- og tómstundanefndar.
  Fundargerðin lögð fram.

  Til máls tóku: SEJ, SB, ÁH, KPJ, GAS, MÖG

  Fundargerð 431. fundar Íþrótta- og tómstundanefndar.
  Fundargerðin lögð fram.

  Til máls tóku: GAS, MÖG, ÁH

 3. Fundargerð 318. fundar Skólanefndar.
  Fundargerðin lögð fram.

  Til máls tóku: SEJ, SB, GAS

 4. Fundargerð 456. fundar Fjölskyldunefndar.
  Fundargerðin lögð fram.

  Til máls tóku: SB, BTÁ, GAS

 5. Fundargerð 2. fundar notendaráðs fatlaðs fólks.
  Fundargerðin lögð fram.

 6. Fundargerð 65. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis.
  Fundargerðin lögð fram.

 7. Fundargerðir 396. og 397. fundar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.
  Fundargerðirnar lagðar fram.

 8. Fundargerðir 532., 533., 534. og 535. fundar stjórnar SSH.
  Fundargerðirnar lagðar fram.

 9. Fundargerðir 904. og 905. fundar stjórnar Samb.ísl.sveitarfélaga.
  Fundargerðirnar lagðar fram.

 10. Fundargerðir 461., 462. og 463. fundar stjórnar Sorpu bs.
  Fundargerðirnar lagðar fram.

 11. Fundargerðir 349. og 350. fundar stjórnar Strætó bs.
  Fundargerðirnar lagðar fram.

  Til máls tóku: GAS, SEJ

  Tillögur og erindi:

 12. 2022010056 - Gjaldskrá heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis árið 2022 lögð fram.

  Frestað til næsta fundar.

  Til máls tóku: ÁH, GAS

Fundi slitið kl. 17:40

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?