Fara í efni

Bæjarstjórn

23. febrúar 2022

942. Bæjarstjórnarfundur. Miðvikudaginn 23. febrúar 2022 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Fundinn sátu: Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Karl Pétur Jónsson (KPJ) og Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS)

Á Teams: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), og Sigurþóra Bergsdóttir (SB).

Fundargerð ritaði: Gunnar Lúðvíksson.

Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.

Magnús Örn Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar setti fund og stjórnaði.


Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

1. Fundargerð 122. fundar Skipulags- og umferðarnefndar. Fundargerðin lögð fram. Eftirfarandi liðir í fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar nr. 122 voru borin upp til staðfestingar:

2. 2021120345 - Tillaga að breyttu deiliskipulagi - Melabraut 3

Lögð fram umsókn Össurs Hafþórssonar fyrir hönd Mjalls ehf., dagsett 21. desember, 2021, ásamt uppdrætti af tillögu að breyttu deiliskipulagi, dagsettur 14. febrúar 2022, þar sem sótt er um heimild til að breyta deiliskipulagi Bakkahverfis vegna fyrirhugaðrar stækkunar á Melabraut 3. Breytingin felur í sér stækkun byggingarreits og hækkunar nýtingarhlutfalls úr 0,43 í 0,50.

Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Bakkahverfis skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkur samhljóða afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar.


3. 2022020082 - Kirkjubraut 19 - Umsókn um byggingu sólstofu yfir svalir

Lögð fram umsókn Guðmundar Gunnlaugssonar, dagsett 8. febrúar 2022, um byggingu sólstofu yfir svalir að Kirkjubraut 19. Með umsókninni fylgir undirritað samþykki annarra eigenda Kirkjubrautar 19.

Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir erindið, samræmist deiliskipulagi Valhúsahæðar og aðliggjandi útivistarsvæða.

Bæjarstjórn samþykkur samhljóða afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar.


4. 2022020085 - Umsókn um stöðuleyfi

Lögð fram stöðuleyfisumsókn Þorsteins Guðjónssonar fyrir hönd Golfklúbbs Ness, dagsett 8. febrúar 2022, fyrir 20 feta gámi aftan við Austurströnd 5.

Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir, með vísan í samþykki lóðarhafa Austurstrandar 5, að veita Golfklúbbi Ness stöðuleyfi, frá 1. mars 2022 til 28. febrúar 2023, fyrir 20 feta gámi aftan við og innan lóðarmarka Austurstrandar 5.

Bæjarstjórn samþykkur samhljóða afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar.


5. 2022020078 - Umsókn um stöðuleyfi

Lögð fram stöðuleyfisumsókn Sigurþóru Steinunnar Bergsdóttur, dagsett 8. febrúar 2022, fyrir 20 feta gámi á lóð Elliða dælustöðvar Seltjarnarnesbæjar bakvið Nesveg 123.

Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að veita Sigurþóru Steinunni Bergsdóttur stöðuleyfi frá 11. febrúar til 27. maí 2022 fyrir 20 feta gámi á lóð Seltjarnarnesbæjar við dælustöð Elliða.

Bæjarstjórn samþykkur samhljóða afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar.

Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina í heild sinni sem er í 5 liðum. 


2. Fundargerð 310. fundar Umhverfisnefndar. Fundargerðin lögð fram.


3. Fundargerð 457. fundar Fjölskyldunefndar. Fundargerðin lögð fram.

Til máls tóku: GAS, BTÁ, SB


4. Fundargerð 536. fundar stjórnar SSH. Fundargerðin lögð fram.


5. Fundargerð 906. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga. Fundargerðin lögð fram.


Fundi slitið kl. 17:08

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?