941. Bæjarstjórnarfundur. Miðvikudaginn 9. febrúar 2022 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Fundinn sátu: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ). Á
Teams voru: Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS) og Sigurþóra Bergsdóttir (SB) Karl Pétur Jónsson (KPJ).
Fundargerð ritaði: Gunnar Lúðvíksson.
Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.
Magnús Örn Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar setti fund og stjórnaði.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
Eftirfarandi liður í fundargerð Bæjarráðs nr.127 var borin upp til staðfestingar:
2. Fundargerð 398. fundar samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins. Fundargerðin lögð fram.Liður 2. 2022010319 - Skíðasvæðin, samstarfssamningur um rekstur – 2104008
Bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu dags. 14.01.2022 varðandi samstarfssamning um rekstur skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins. Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina í heild sinni sem er í 8 liðum.
Til máls tóku: GAS, ÁH, KPJ,
Lögð fram fyrirspurn frá Samfylkingu og Neslistanum sem verður svarað á næsta fundi.Gjaldskrár heilbrigðiseftirlits árið 2022 vegna leyfisveitinga, eftirlits og annarrar gjaldskyldrar starfsemi og einnig gjaldskrá fyrir hundahald, lagðar fram.
Samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: ÁH
Fundi slitið kl. 17:13