Fara í efni

Bæjarstjórn

09. febrúar 2022

941. Bæjarstjórnarfundur. Miðvikudaginn 9. febrúar 2022 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi. 

Fundinn sátu: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ). Á 

Teams voru: Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS) og Sigurþóra Bergsdóttir (SB) Karl Pétur Jónsson (KPJ). 

Fundargerð ritaði: Gunnar Lúðvíksson. 

Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins. 

Magnús Örn Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar setti fund og stjórnaði. 


Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 


1. Fundargerð 127. fundar Bæjarráðs. Fundargerðin lögð fram. 

Eftirfarandi liður í fundargerð Bæjarráðs nr.127 var borin upp til staðfestingar: 

Liður 2. 2022010319 - Skíðasvæðin, samstarfssamningur um rekstur – 2104008 

Bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu dags. 14.01.2022 varðandi samstarfssamning um rekstur skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins. Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar. 

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs. 

Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina í heild sinni sem er í 8 liðum. 

Til máls tóku: GAS, ÁH, KPJ, 


2. Fundargerð 398. fundar samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins. Fundargerðin lögð fram. 

3. Fundargerð 351. fundar stjórnar Strætó bs. Fundargerðin lögð fram. 

4. Fundargerðir 233., 234., 235., 236. og 237. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. Fundargerðirnar lagðar fram. 

5. Tillögur og erindi: 

Gjaldskrár heilbrigðiseftirlits árið 2022 vegna leyfisveitinga, eftirlits og annarrar gjaldskyldrar starfsemi og einnig gjaldskrá fyrir hundahald, lagðar fram. 

Samþykkt samhljóða. 

Til máls tóku: ÁH 


Lögð fram fyrirspurn frá Samfylkingu og Neslistanum sem verður svarað á næsta fundi. 


Fundi slitið kl. 17:13

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?