Fara í efni

Bæjarstjórn

23. mars 2022

944. Bæjarstjórnarfundur. Miðvikudaginn 23. mars 2022 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Fundinn sátu: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Karl Pétur Jónsson (KPJ), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS) og Sigurþóra Bergsdóttir (SB).


Fundargerð ritaði: Gunnar Lúðvíksson.

Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.

Magnús Örn Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar setti fund og stjórnaði.


Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

1. Fundargerð 123. fundar Skipulags- og umferðarnefndar. Fundargerðin lögð fram.

Eftirfarandi liðir í fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar nr. 123 voru borin upp til staðfestingar:

4. 2021120050 - Deiliskipulag Bakkahverfis - breyting vegna Lindarbrautar 2a

Skipulags- og umferðarnefndar samþykkti á 121. fundi sínum 20. janúar 2022 að grenndarkynna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Bakkahverfis vegna Lindarbrautar 2A fyrir lóðarhöfum að Lindarbraut 1 og 2. Engar athugasemdir bárust. Skipulags- og umferðarnefnd vísar skipulaginu til staðfestingar bæjarstjórnar skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkur samhljóða afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar.


7. 2022030006 - Deiliskipulag Vesturhverfis - breyting vegna Miðbrautar 33

Lögð fram um umsókn Kjartans Rafnssonar fyrir hönd Ágústs Ingvarssonar, dagsett 16. febrúar 2022, þar sem sótt er um heimild til að breyta deiliskipulagi Vesturhverfis vegna Miðbrautar 33. Í breytingunni felst að stækka byggingarreit og hækka nýtingarhlutfall úr 0,3 í 0,4. Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Vesturhverfis skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkur samhljóða afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar.


Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina í heild sinni sem er í 7 liðum.


2. Fundargerð 312. fundar Umhverfisnefndar. Fundargerðin lögð fram.

Til máls tóku: GAS, ÁH


3. Fundargerð 400. fundar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins. Fundargerðin lögð fram.


4. Fundargerð 537. fundar stjórnar SSH. Fundargerðin lögð fram.


5. Fundargerð 238. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. Fundargerðin lögð fram.


6. Fundargerð 352. fundar stjórnar Strætó bs. Fundagerðin lög fram.

Til máls tóku: GAS, SEJ


Fundi slitið kl. 17:10

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?