Fara í efni

Bæjarstjórn

578. fundur 20. ágúst 2003


Miðvikudaginn 20. ágúst 2003 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:05.

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Árni Einarsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson og Inga Hersteinsdóttir.

Fundi stýrði Ásgerður Halldórsdóttir.
Fundargerð ritaði Lúðvík Hjalti Jónsson.Fulltrúar N-listans óska þó eftir að vegna 8. liðar síðustu fundargerðar þar sem segir: “Lögð var fram tillaga fulltrúa N-listans um varðveislu, merkingar og kynningu á náttúru- og menningarminjum á Seltjarnarnesi”, verði tillagan skráð í fundargerð sem hér með er gert.
Bókun tillögu Neslistans um varðveislu, merkingar og kynningu á náttúru- og menningarminjum á Seltjarnarnesi:
 “Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkir að stofnað verði útisafn um varðveislu, merkingar og kynningu (upplýsingar) á náttúru- og menningarminjum á Seltjarnarnesi.  Bæjarstjórn felur umhverfisnefnd að móta tillögur um þetta í samvinnu við menningarnefnd.  Tillögurnar liggi fyrir í árslok 2003 og verði lagðar til grundvallar stefnumörkun bæjarins í þessum málaflokki.

Greinargerð: Á Seltjarnarnesi eru merkar minjar um sögu, menningu og atvinnuhætti fyrri tíma sem mikilvægt er að varðveita og halda til haga.  Virðing fyrir fortíðinni og þekking á sögu átthaganna styrkir sjálfsmynd íbúanna og ímynd bæjarfélagsins og er þar af leiðandi liður í að ná markmiðum Staðardagskrár 21.
Þessu markmiði mætti vinna að með því að koma á fót sérstöku útisafni náttúru- og menningarminja á Nesinu þar sem áhersla væri lögð á varðveislu á vettvangi (þar sem minjarnar eru í umhverfinu) og búið svo um hnútana að fólk geti notið þeirra með hjálp leiðbeinanda upplýsinga.  Lækningaminjasafn, sem vonandi rís í Nesi mun undirstrika þátt Nesstofu og Ness í lækningasögu, vísinda- og skólasögu og stjórnsýslu- og atvinnusögu landsins, væri m.a. hluti af þessu útisafni.

Fræðasetrið í Gróttu væri ákjósanleg miðstöð varðveislu og fræðslu- og upplýsingastarfs um  náttúru- og menningarminjar á Seltjarnarnesi.  Þar er þegar fyrir hendi grunnur til að sinna slíku verkefni, eins og fram kemur í markmiðum með fræðslustarfi þess.

Umhverfis byggðina á Seltjarnarnesi, meðfram allri strandlengjunni, liggur göngustígur.  Við hann hafa á nokkrum stöðum verið sett upplýsingaskilti um mannvirki, örnefni, dýralíf og náttúruminjar.  Því starfi er mikilvægt að halda áfram á grundvelli heildarsýnar, þar sem markmið og tilgangur eru ljós.  Aðgangur að minjum um útgerð og sjósókn á Seltjarnarnesi er t.d. auðveldur frá göngustígnum en frá honum gætu einnig legið merktar leiðir að ýmsum minjum í bænum.  Að þessu yrði að huga við gerð aðalskipulags sem nú stendur yfir.
Með því að vinna að varðveislu náttúru- og menningarminja á Seltjarnarnesi út frá hugmynd um sérstakt útisafn og með gönguleiðina umhverfis Nesið sem viðmið er stuðlað að því að málin séu tekin fyrir í heild og samhengi og aðstæður á Nesinu nýttar sem best.”

   Árni Einarsson   Sunneva Hafsteinsdóttir Guðrún Helga Brynleifsdóttir
           (sign)                   (sign)                                  (sign)


 Fundargerð síðasta fundar staðfest.


1. Kjör forseta bæjarstjórnar og varamanna sbr. 15. gr. Bæjarmálasamþykktar Seltjarnarness.
Lagt var til að: 
a) Ásgerður Halldórsdóttir verði forseti bæjarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.
b) Inga Hersteinsdóttir verði 1. varaforseti.
Samþykkt samhljóða.
c) Sunneva Hafsteinsdóttir verði 2. varaforseti.
Samþykkt samhljóða.

2. Lögð var fram fundargerð 333. fundar fjárhags- og launanefndar, dags. 14/08/03 og var hún í 17 liðum.
Til máls tóku Jónmundur Guðmarsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.
8. liður samþykktur samhljóða.
16. liður samþykktur samhljóða.
17. liður samþykktur samhljóða.
Fundargerðin gaf að öðru leyti ekki tilefni til samþykktar.

3. Lögð var fram fundargerð 24. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, dags. 09/07/03 og var hún í 8 liðum.
Til máls tóku:  Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Jónmundur Guðmarsson.
Fulltrúar NESLISTANS óska eftir skriflegum svörum við eftirfarandi spurningum:
1. Á hvaða lagagrundvelli er starfshópur um deiliskipulag og hönnun Hrólfsskálamels og Suðurstrandar skipaður og á hvaða lagaheimild byggir sú ákvörðun meirihluta Sjálfstæðismanna að skipa þrjá fulltrúa frá meirihluta og einn frá minnihluta í starfshópinn?
2. Er umræddur starfshópur ólaunaður?
3. Hvað felst formlega og efnislega í því hjá meirihluta nefndarmanna að fella tillögu NESLISTANS um að skipulags- og mannvirkjanefnd vinni faglega að undirbúning aðalskipulags og deiliskipulags samkvæmt þeim tillögum sem lagðar voru fyrir fundinn?

     Guðrún Helga Brynleifsdóttir  Árni Einarsson  Sunneva Hafsteinsdóttir
                  (sign)                                (sign)                     (sign)

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
   
4. Lögð var fram fundargerð 25. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, dags. 15/08/03 og var hún í 9 liðum.
Til máls tóku: Árni Einarsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Inga Hersteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.


5. Lögð var fram fundargerð 158. fundar umhverfisnefndar, dags. 31/07/03 og var hún í 5 liðum.
Til máls tóku: Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Jónmundur Guðmarsson, Árni Einarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir og Inga Hersteinsdóttir.
Fulltrúar NESLISTANS leggja fram eftirfarandi bókun vegna afgreiðslu formanns umhverfisnefndar og meirihluta nefndarmanna á fundi hinn 31. júlí s.l.
“Á fundinum lagði meirihluti Sjálfstæðismanna fram tillögu.  Minnihlutinn var ekki tilbúinn að taka hana til afgreiðslu, enda aldrei séð tillöguna.  Formaður lét þá ganga til atkvæða um hvort taka skyldi tillöguna til afgreiðslu.  Meirihluti Sjálfstæðismanna samþykkti afbrigði frá dagskrá með 3 atkvæðum gegn 2.  Þessi afgreiðsla formanns er tvímælalaust brot á 2. mgr. 20. gr. Samþykktar um stjórn og fundarsköp Seltjarnarnesbæjar, en eins og allir nefndarmenn eiga að vita verða 2/3 hluta nefndarmanna að samþykkja afbrigði frá dagskrá.  Auk þess er ekkert bókað í fundargerð um þessa afgreiðslu!  Afgreiðsla formannsins er dæmi um stórkostlega valdníðslu meirihlutans og draga má í efa að formaður umhverfisnefndar sé starfi sínu vaxinn.”

       Guðrún Helga Brynleifsdóttir  Árni Einarsson  Sunneva Hafsteinsdóttir
                       (sign)                             (sign)                       (sign)

    

5. liður fundargerðarinnar, undir önnur mál, vísað samhljóða aftur til endurupptöku í nefndinni.
Bæjarstjóri f.h. meirihluta Sjálfstæðisflokks lagði fram eftirfarandi bókun:
“Meirihluti sjálfstæðisflokks fagnar frumkvæði formanns og meirihluta umhverfisnefndar í spennandi framfaramáli og vonast til   að málið verði tekið aftur á dagskrá nefndarinnar hið fyrsta.” 

                                                  Jónmundur Guðmarsson
                                                             (sign)

Fundargerðin gaf að öðru leyti ekki tilefni til samþykktar.


6. Lögð var fram fundargerð 5. fundar Starfsmenntasjóðs Starfsmannafélags Seltjarnarness, dags. 11/06/03.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

7. Lögð var fram fundargerð 257. fundar stjórnar SSH, dags. 23/06/03 og var hún í 6 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

8. Lögð var fram fundargerð 258. fundar stjórnar SSH, dags. 11/08/03 og var hún í 9 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

9. Lögð var fram fundargerð 704. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 20/06/03 og var hún í 30 liðum.
Til máls tóku: Árni Einarsson og Jónmundur Guðmarsson.
Vegna 10. liðar a. í fundargerð stjórnar Sambandsins og 15. lið a. frá 577. fundi bæjarstjórnar var samþykkt eftirfarandi ályktun:
“Í tilefni af ályktun frá 63. fundi fulltrúaráðs Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 10. apríl sl. og kynningu sem þar fór fram, vill bæjarstjórn Seltjarnarneskaupstaðar árétta að sameining við önnur sveitarfélög er ekki á dagskrá bæjarstjórnar Seltjarnarneskaupstaðar.  Í þeim efnum verður þó ætíð lögð eindregin áhersla á að vilji íbúa Seltjarnarneskaupstaðar verði látinn ráða, með virkum kosningarétti.  Bæjarstjórn Seltjarnarness telur að ákvörðun um sameiningu við önnur sveitarfélög eða kosningar þar að lútandi verði ekki tekin með réttmætum hætti nema til komi vilji bæjarstjórnar og/eða kjósenda í sveitarfélaginu sjálfu”.

Samþykkt samhljóða.

10. Lögð var fram fundargerð 54. fundar samstarfsnefndar Launanefndar sveitarfélaga og K.Í. vegna grunnskóla, dags. 14/03/03 og var hún í 9 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.


11. Lögð var fram fundargerð 55. fundar samstarfsnefndar Launanefndar sveitarfélaga og K.Í. vegna grunnskóla, dags. 26/06/03 og var hún í 4 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.


12. Lögð var fram fundargerð 14. fundar samstarfsnefndar Launanefndar sveitarfélaga og Kjarna stéttarfélaga, dags. 25/06/03 og var hún í 2 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.


13. Lögð var fram fundargerð 192. fundar stjórnar Sorpu bs., dags. 26/06/03 og var hún í 5 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.


14. Lagður var fram ársreikningur Gjafasjóðs Sigurgeirs Einarssonar fyrir árið 2002.
Reikningarnir voru staðfestir samhljóða.


15. Lagður var fram ársreikningur Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. fyrir árið 2002.
Reikningarnir voru staðfestir samhljóða.


16. Lagður var fram ársreikningur SORPU bs. fyrir árið 2002.
Reikningarnir voru staðfestir samhljóða.


17. Lögð var fram ársskýrsla Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis vegna ársins 2002.
Til máls tók: Sunneva Hafsteinsdóttir.
Fram kom hjá Sunnevu að rangfærslur væru í skýrslunni sem komið hefði verið á framfæri.
Ársreikningurinn verði leiðréttur og sendur aftur.


18. Erindi:
a) Lagt var fram bréf framkvæmdastjóra félagsþjónustusviðs, dags. 07/08/03 ásamt skýrslu starfshóps um málefni aldraðra og fundargerð öldrunarhóps frá 22. maí s.l.
Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Árni Einarsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Ásgerður Halldórsdóttir og Inga Hersteinsdóttir.
Bæjarstjórn þakkar starfshópi góða vinnu við gerð skýrslu um málefni aldraðra.
Lögð var fram svofelld tillaga um afgreiðslu bæjarstjórnar Seltjarnarneskaupstaðar á tillögum í skýrslu starfshóps um málefni aldraðra.
1. Aukning í heimaþjónustu. “Bæjarstjórn samþykktir að fela félagsmálaráði Seltjarnarness að útfæra tillögur sínar með það fyrir augum að gert verði ráð fyrir aukinni heimaþjónustu við aldraða í fjárhagsáætlun fyrir árið 2004.”
2. Dagvist fyrir aldraða: “Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra að undirbúa framkvæmd tillögunnar og ganga til viðræða við heilbrigðisyfirvöld um þátttöku í kostnaði.”
3. Fjölgun íbúða fyrir aldraða á Seltjarnarnesi: “Bæjarstjórn samþykkir að vísa tillögunni til meðferðar skipulags- og mannvirkjanefndar í yfirstandandi aðal- og deiliskipulagsvinnu.”
4. Bygging og staðsetning hjúkrunarheimilis: “Bæjarstjórn fagnar tillögu nefndarinnar um stærð og staðsetningu hjúkrunarheimilis og samþykkir að vísa tillögunni til meðferðar skipulags- og mannvirkjanefndar í yfirstandandi aðal- og deiliskipulagsvinnu.

                     Samþykkt samhljóða.


b) Lagt var fram bréf samtaka hótel- og veitingarmanna, dags. 20/06/03 vegna reksturs í opinberu húsnæði.

c) Lagðar voru fram tillögur um áherslur og fyrirkomulag um norrænt vinabæjarsamstarf Seltjarnarness.
Til máls tóku: Bjarni Torfi Álfþórsson, Árni Einarsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.
Tillögunni vísað til menningarnefndar.

 

 

Fundi slitið kl. 18:40Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?