Fara í efni

Bæjarstjórn

493. fundur 28. apríl 1999

Mættir voru Sigurgeir Sigurðsson, Erna Nielsen, Jónmundur Guðmarsson, Jens Pétur Hjaltested, Sunneva Hafsteinsdóttir, Högni Óskarsson, Inga Hersteinsdóttir.

Fundi stýrði Erna Nielsen.

Fundargerð ritaði Álfþór B. Jóhannsson.

1.   Lagðir voru fram til fyrri umræðu ársreikningar Seltjarnarnesbæjar og fyrirtækja fyrir árið 1998.

Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri gerði grein fyrir reikningunum.

Til máls um reikningana tóku Jónmundur Guðmarsson, og Sigurgeir Sigurðsson.

Reikningunum var vísað samhljóða til síðari umræðu.

 

2.    Kosning undirkjörstjórnar v/alþingiskosninga.

Kosnir voru sem aðalmenn:

Ægir Ólafsson, Tjarnarbóli 15.

Þór Sigurgeirsson, Tjarnarmýri 9.

Einar Sveinbjörnsson, Eiðistorgi 7.

Kristján Guðlaugsson, Bollagörðum 1.

Sigmundur Rikarðsson, Melabraut 52.

Hildur Guðlaugsdóttir, Sólbraut 16.

Guðný H. Gunnarsdóttir, Tjarnarbóli 4.

Ingólfur Friðjónsson, Sólbraut 13.

Svava Stefánsdóttir, Tjarnarbóli 4.

Og sem varamenn voru kjörnir:

Hjörtur Hjartarson, Miðbraut 2.

Ómar V. Gunnarsson, Skólabraut 8.

Soffía Guðmundsdóttir, Bollagörðum 55.

Hafdís Jóna Gunnarsdóttir, Tjarnarbóli 4.

Laila Björnsdóttir Nielsen, Barðaströnd 11.

Lárus Brynjar Lárusson, Lindarbraut 8.

Ósk Magnúsdóttir, Nesvegi 121.

Unnur Ágústsdóttir, Unnarbraut 10.

Guðrún Þorbjarnardóttir, Hrólfskálavör 11.

 

3.    Lögð var fram 239. fundargerð Skipulags- umferðar- og hafnarnefndar Seltjarnarness dagsett 15. apríl 1999 og var hún í 3 liðum.

Til máls um fundargerðina tóku Högni Óskarsson, Erna Nielsen, Inga Hersteinsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

4.    Lögð var fram 244. fundargerð Félagsmálaráðs Seltjarnarness dagsett 20. apríl 1999 og var hún í 9 liðum.

       Til máls um fundargerðina tóku Jónmundur Guðmarsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.

 

5.    Lögð var fram 1. fundargerð nefndar um Gróttu dagsett 15. apríl 1999 og var hún í 3 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

6.    Lögð var fram 136. fundargerð Launanefndar sveitarfélaga dagsett 19. mars 1999 og var hún í 14 liðum.

       Til máls um fundargerðina tóku Jónmundur Guðmarsson og Sigurgeir Sigurðsson.

       Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

  1. Lögð var fram 56. fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs dagsett 19. mars 1999 og var hún í 5 liðum.

Jafnframt var lagt fram reikningsuppgjör fyrir árið 1998.

       Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

8.    Lögð var fram 145. fundargerð stjórnar Sorpu dagsett 15. apríl 1999 og var hún í 7 liðum.

       Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

9.    Lögð var fram 205. fundargerð stjórnar SSH. dagsett 9. apríl 1999 og var hún í 7 liðum.

Til máls um fundargerðina tóku Sunneva Hafsteinsdóttir og Erna Nielsen.

       Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

10. Erindi:

a.    Lagt var fram bréf Árna Sigurjónssonar talsmanns Starfsmanna-félags Seltjarnarness dagsett 11. apríl 1999 um launamál.

Erindinu var vísað til fjárhags- og launanefndar.

b.    Lagt var fram bréf Höganäs Kommun dagsett 9. apríl 1999 þar sem boðið er til vinabæjamóts í Höganäs dagana 3. og 4. júní 1999.

Ákveðið var að senda fimm fulltrúa á vinabæjamótið og verða þeir tilnefndir á næsta fundi.

c.    Lagt var fram bréf Brunavarðafélags Reykjavíkur dagsett 15. apríl 1999 vegna námsdaga í Gautaborg.

Erindinu var vísað til fjárhags- og launanefndar.

 

Fundi var slitið kl.18:05 Álfþór B. Jóhannsson.

Sigurgeir Sigurðsson (sign)

Erna Nielsen (sign)

Jónmundur Guðmarsson (sign)

Jens Pétur Hjaltested (sign)

Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)  

Högni Óskarsson (sign)

Inga Hersteinsdóttir (sign)

 Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?