Fara í efni

Bæjarstjórn

497. fundur 23. júní 1999

Mættir voru Sigurgeir Sigurðsson, Erna Nielsen, Jens Pétur Hjaltested, Sunneva Hafsteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson, Inga Hersteinsdóttir og Högni Óskarsson.

Fundi stýrði Erna Nielsen.

Fundargerð ritaði Álfþór B. Jóhannsson.

1.            Lögð var fram 35 fundargerð Skólanefndar Seltjarnarness  dagsett 7. júní 1999 og var hún í 2 liðum.  

Til máls tók Jónmundur Guðmarsson.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

2.            Málefni Mýrarhúsaskóla.

Lagt var fram bréf Jónmundar Guðmarssonar, formanns Skólanefndar Seltjarnarness ásamt skýrslu ráðgjafafyrirtækisins Skref fyrir skref um stjórnun og samskipti í Mýrarhúsaskóla:

Lögð var fram eftirfarandi tillaga að samþykkt bæjarstjórnar um bætt samskipti og stjórnun í Mýrarhúsaskóla,

„ Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkir að standa að 12 mánaða verkefni um uppbyggingu skólastarfs í Mýrarhúsaskóla frá og með næsta hausti sem miðar að því að efla stjórnun skólans, skipulag og samskipti.  Tilgangurinn er að bæta þjónustu við nemendur og starfsskilyrði starfsfólks.  Ákvörðun bæjarstjórnar tekur mið af skýrslu ráðgjafafyrirtækisins Skref fyrir skref ehf. um stjórnun og samskipti innan skólans

Skólastjóra og aðstoðarskólastjóra og öðrum starfsmönnum skólans er treyst til að vinna af því uppbyggingarstarfi sem við blasir.  Skólanefnd er falið að vinna að málinu í ljósi ákvörðunar bæjarstjórnar.”

Tillagan var samþykkt samhljóða. 

 

 

3.            Lögð var fram 340. fundargerð Skipulags-,umferðar- og hafnarnefndar Seltjarnarness dagsett 10. júní 1999 og var hún í 10 liðum.

Til máls um fundargerðina tóku Högni Óskarsson, Erna Nielsen, Sigurgeir Sigurðsson, Jens Pétur Hjaltested, Jónmundur Guðmarsson.

Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi tillögu varðandi 4 lið  fundargerðarinnar.

„Fulltrúar Neslistans leggja til að  frestað verði erindi varðandi staðsetningu söluturnsins og samþykkt 15 ára lóðarsamnings með vísan til fyrri ákvarðana Skipulagsnefndar um skipulagningu Hrólfsskálalands og endurskoðunar skipulags nærliggjandi svæða.”

 Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)              Högni Óskarsson (sign)

Tillagan var felld með 5 atkvæðum gegn 2.

4 liður fundargerðarinnar var samþykktur með 4 atkvæðum gegn 2, Jónmundur Guðmarsson sat hjá.

Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi bókun vegna 5 liðar fundargerðarinnar.

„Fulltrúar Neslistans fagna því að úthlutun lóðar við Austurströnd 5 hefur verið dregin til baka.

Með því er fallist á megin sjónarmið Neslistans eins og þau komu fram í tillögum um málið og bókanir á bæjarstjórnarfundi þ. 10. febrúar s.l.   Vonandi verður þeirri stefnu fylgt að ákvarðanir um ráðstöfun lóðarinnar verði teknar í tengslum  við skipulag Hrólfsskálamels.”

Sunneva Hafsteinsdóttir sign)           Högni Óskarsson (sign)

 

Forseti bæjarstjórnar, Erna Nielsen, óskaði eftir að 5 lið fundargerðarinnar væri vísað til Skipulags-,umferðar-og hafnarnefndar  til frekari umfjöllunar og var það samþykkt með 5 atkvæðum gegn 2.

 

Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi bókun:

„Fulltrúar Neslistans átelja harðlega þann hringlandahátt sem einkennir störf formanns Skipulagsnefndar við afgreiðslu liðar 5.”

Sunneva Hafsteinsdóttir (sign) Högni Óskarsson (sign)

            7 liður fundargerðarinnar var samþykktur samhljóða aðrir liðir fundargerðarinnar gáfu ekki tilefni til samþykktar

 

 

4.            Lögð var fram 139 fundargerð Launanefndar sveitarfélaga  dagsett 21. maí 1999 og var hún í 10 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

5.     Erindi:

a    Lögð var fram umsókn Vesturbæjarveitinga dagsett 10. júní 1999 um        

      leyfi til sölu veitinga að Eiðistorgi 13, Seltjarnarnesi.

      Umsóknin var samþykkt samhljóða.

 

b          .   Lagt var fram erindi  Kristnihátíðarnefndar dagsett 1. júní 1999

      ásamt skrá um helstu viðburði Kristnihátíðar.

c.    Lagt var fram bréf Félags íslenskra leikskóla kennara dagsett 21.

maí 1999 ásamt ályktunum sem samþykktar voru á 11. fulltrúa- ráðsfundi félagsins.

 

d.    Lagt var fram fundarboð Svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins 

vegna kynningarfundar á júní tillögum.

 

e.  Samþykkt var samhljóða að heimila bæjarstjóra að bjóða út skuldabréfalán að upphæð kr. 40.000,000,- til 10 ára og verður upphæðin endurlánuð Hrólfsskálamel ehf.

 

Fundi slitið 17:40  Álfþór B. Jóhannsson.

         

          Sigurgeir Sigurðsson   (sign)      Erna Nilsen  (sign)

          Jens Pétur Hjaltested   (sign)      Sunneva Hafsteinsdóttir  (sign)

          Jónmundur Guðmarsson (sign) Inga Hersteinsdóttir  (sign)

          Högni Óskarsson   (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?