Fara í efni

Bæjarstjórn

489. fundur 25. febrúar 1999

Mættir voru: Sigurgeir Sigurðsson, Erna Nielsen, Sunneva Hafsteinsdóttir, Arnþór Helgason, Inga Hersteinsdóttir, Jens Pétur Hjaltested og Jónmundur Guðmarsson.

Fundi stýrði Erna Nielsen.

Fundargerð ritaði Álfþór B. Jóhannsson.

1.    Tekin var til síðari umræðu 3ja ára áætlun bæjarsjóðs.

Til máls tók Sunneva Hafsteinsdóttir.

Áætlunin var samþykkt með 5 atkvæðum gegn 2 og gerðu fulltrúar Neslistans eftirfarandi grein fyrir afstöðu sinni.

„Fulltrúar Neslistans í bæjarstjórn bera enga ábyrgð á þessari 3ja ára áætlun. Við vinnslu hennar var minnihluti bæjarstjórnar ekki hafður með í ráðum og ekki var leitað álits fagnefnda sem starfa í stjórnkerfi bæjarins. Undirrituð vísa einnig til bókunar Neslistans í bæjarstjórn 10. febrúar 1999."

              Sunneva Hafsteinsdóttir (sign) Arnþór Helgason (sign).

 

2.    Lögð var fram 742. fundargerð Byggingarnefndar Seltjarnarness dagsett 24. febrúar 1999 og var hún í 3 liðum.

Til máls um fundargerðina tóku Sigurgeir Sigurðsson, Sunneva Hafsteinsdóttir.

Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

 

3.    Lögð var fram 263. fundargerð Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness dagsett 16. febrúar 1999.

Til máls tóku Inga Hersteinsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson, Sigurgeir Sigurðsson, Arnþór Helgason.

Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

 

4.    Lögð var fram 123. fundargerð Umhverfisnefndar Seltjarnarness dagsett 11. febrúar 1999 og var hún í 6 liðum.

Til máls um fundargerðina tóku Jens Pétur Hjaltested, Sunneva Hafsteinsdóttir, Sigurgeir Sigurðsson, Inga Hersteinsdóttir.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

5.    Lögð var fram 22. fundargerð Skólanefndar Seltjarnarness dagsett 11. febrúar 1999 og var hún í 8 liðum.

Til máls um fundargerðina tók Jónmundur Guðmarsson.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

6.    Lögð var fram 242. fundargerð Félagsmálaráðs Seltjarnarness dagsett 17. febrúar 1999 og var hún í 12 liðum.

Jafnframt var lögð fram fundargerð samráðshóps um áfengis- og vímuvarnir dagsett 15. febrúar 1999 ásamt Vímuvarnaáætlun Seltjarnarness 1998-2002 til síðari umræðu.

Til máls tóku Arnþór Helgason, Sigurgeir Sigurðsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson, Inga Hersteinsdóttir.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða sem stefnu Seltjarnarnesbæjar í vímuvörnum 1998-2002 þau atriði sem fram koma í markmiðum samstarfshópsins.

Fundargerð Félagsmálaráðs gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

7.    Lögð var fram 142. fundargerð stjórnar Sorpu dagsett 4. febrúar 1999 og var hún í 5 liðum.

         Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

8.    Lögð var fram 134. fundargerð Launanefndar sveitarfélaga dagsett 5. febrúar 1999 og var hún í 10 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

9.    Erindi:

  1. Lagt var fram bréf Slysavarnarnefndar Kvenna dagsett 5. febrúar 1999
    Bréfnu var vísað til skipulagsnefndar.
  2. Lagt var fram bréf Félags íslenskra leikskólakennara dagsett 4. febrúar 1999.
    Bréfnu var vísað til skólanefndar.

c.    Lagt var fram bréf Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélags Íslands dagsett 15. febrúar 1999 ásamt afritum af bréfum til Ásgerðar Halldórsdóttur, Harðar Felixsonar og Þráins Viggóssonar.

a.    Lagt var fram bréf Hjúkrunarheimilisins Eir dagsett 16. febrúar 1999 þar sem fram kemur að Seltjarnarneskaupstaður þurfi að tilnefna 3 aðalfulltrúa og tvo til vara í fultrúaráð Eirar til fjögurra ára.

Samþykkt var samhljóða að tilnefna Petreu I Jónsdóttur, Þóru Einarsdóttur og Þorvald K. Árnason sem aðalmenn í fulltrúaráðið og Ernu Nielsen og Högna Óskarsson sem varamenn.

 

9.    Lögð var fram 22 fundargerð samstarfsnefndar um fráveitu dagsett 5. febrúar 1999 og var hún í 6 liðum.

Til máls tók Sigurgeir Sigurðsson.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

10. Lagt var fram eftirfarandi svar Sigurgeirs Sigurðssonar, bæjarstjóra við fyrirspurn Neslistans sbr. 2. lið síðustu bæjarstjórnarfundargerðar.

„Á fundi bæjarstjórnar 10. febrúar s.l. spurðu fulltrúar Neslistans hvort framkvæmdir hefðu hafist við gerð sjósetningarbrautar áður en bæjarstjórn hefði samþykkt framkvæmdina.

Svar bæjarstjóra:

Framkvæmdin var samþykkt við gerð fjárhagsáætlunar 1999 þegar 6 m.kr. var varið til framkvæmda við höfnina.

Skipulags- umferðar- og hafnarnefnd samþykkti tilboð í verkið á fundi sínum 4. febrúar s.l. og var það hafið í beinu framhaldi."

                                                  Bæjarstjóri.

  

11. Tekin var til afgreiðslu tillaga Jens Péturs Hjaltested sbr. 14. lið síðustu bæjarstjórnarfundargerðar.

Til máls tóku Sigurgeir Sigurðsson, Jens Pétur Hjaltested og Sunneva Hafsteinsdóttir.

Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi breytingatillögu við tillögu Jens Péturs Hjaltested:

„Lagt er til að bæjarstjórn Seltjarnarness skipi sérstaka undirbúningsnefnd sem udirbúi og skipuleggi nýtingu og starfsemi í Fræðasetri Gróttu.

Hlutverk undirbúningsnefndar er að gera tillögur um:

1.    Starfsemi og rekstur fræðaseturs í Gróttu.

  1. Hvernig best verður staðið að gerð kennsluverkefna sem tengjast náttúru og umhverfi Gróttu. (í eðlisfræði, jarðvísindum þ.e. veður, haf- og jarðfræði, líffræði og umhverfisfræði).
  2. Hvernig best verður staðið að því að móta hugmyndir, undirbúa og setja upp sýningar í vitavarðarhúsi.
  3. Hvernig best verður staðið að því að safna saman efni um náttúrufar og sögu Gróttu og Seltjarnarness.
  4. Úthlutunarreglur.
  5. Hússtjórn og verkefni hennar.
  6. Hvernig staðið verði að gerð korts og fræðslustíga með leiðbeiningum fyrir nemendur og almenning.

Nefndina skulu skipa fimm menn. Einn frá skólanefnd, einn frá umhverfisnefnd, einn frá æskulýðs- og íþróttaráði, einn frá Mýrarhúsaskóla og einn frá Valhúsaskóla.

Nefndin skal ljúka tillögu sinni fyrir 1. júní.

Greinargerð:

Á næsta ári mun byggingu fræðsluseturs í Gróttu ljúka. Í nýbyggingu og kjallara vitavarðarhúss mun verða aðstaða til kennslu og uppfærslu. Tímabært er að undirbúa Fræðasetrið fyrir þá starfsemi sem þar mun fara fram. Huga þarf bæði að fyrirkomulagi reksturs og því kennslu- og upplýsingahlutverki sem því er ætlað. Nefndinni er ætlað að yfirfara tillögur fyrri Gróttunefndar og gera tillögur um framkvæmd einstakra þátta,

bæta við hugmyndum og koma með tillögu að hugsanlegum samstarfs-aðilum".

              Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)   Arnþór Helgason (sign)

 

Til máls um breytingartillöguna tóku Sigurgeir Sigurðsson, Jens Pétur Hjaltested, Sunneva Hafsteinsdóttir, Arnþór Helgason, Inga Hersteinsdóttir.

Breytingartillagan var felld með 5 atkvæðum gegn 2 og gerðu fulltrúar meirihutans grein fyrir afstöðu sinni með eftirfarandi bókun:

„Þar sem tillaga Neslistans er aðeins útfærsla á tillögu Jens Péturs Hjaltested sem lögö var fram á síðassta fundi, teljum við tillöguna gott innlegg í umræðuna."

Tillaga Jens Péturs Hjaltested var samþykkt samhljóða.

        

Fundi var slitið kl: 18:15. Álfþór B. Jóhannsson (sign).

Sigurgeir Sigurðsson (sign)              Arnþór Helgason (sign)   

Erna Nielsen (sign)                Inga Hersteinsdóttir (sign)      

Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)          Jens Pétur Hjaltested (sign)

Jónmundur Guðmarsson (sign)    



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?