Mættir voru: Sigurgeir Sigurðsson, Erna Nielsen, Jónmundur Guðmarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Högni Óskarsson, Jens Pétur Hjaltested og Inga Hersteinsdóttir.
Fundi stýrði Erna Nielsen.
Fundargerð ritaði Álfþór B. Jóhannsson.
- Lögð var fram til fyrri umræðu 3ja ára fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árin 2000-2002.
Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri gerði grein fyrir áætluninni.
Til máls um áætlunina tóku Högni Óskarsson, Sigurgeir Sigurðsson, Jónmundur Guðmarsson, Inga Hersteinsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir.
Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi bókun vegna 3ja ára áætlunar Seltjarnarnessbæjar sem lögð er fram til fyrri umræðu.
,,Í 63. gr. sveitarstjórnarlaga er ákvæði um að þriggja ára áætlun skuli vera rammi um árlega fjárhagsáætlun sveitarfélagsins og hún skuli unnin og afgreidd innan eins mánaðar frá afgreiðslu árlegrar fjárhagsáætlunar.
Ákvæðið skyldar sveitarstjórnir til að setja umsvifum sveitarfélagsins markmið til lengri tíma og þá er nauðsynlegt að skyggnast mun lengra fram í tímann en 3 ár. Þetta á við um ýmsar stofnanir á vegum sveitar-félagsins s.s. skólahúsnæði, leikskóla, uppbyggingu íþróttasvæða, þjónustu við aldraða o.s.frv.
Tilgangur 3ja ára áætlunar er að sveitarstjórnir setji skipulega fram stefnu og framtíðarsýn sína til næstu ára. Þriggja ára áætlun bindur þó á engan hátt hendur sveitarstjórnarmanna og hún er að sjálfsögðu sett fram miðað við þær aðstæður sem eru fyrir hendi þegar hún er gerð.
Nýmæli í núgildandi sveitarstjórnarlögum er að nú verða sveitarfélög að senda ráðuneytinu bæði fjárhagsáætlanir og þriggja ára áætlanir.
Sú þriggja ára áætlun sem nú liggur fyrir er skipulagslaus upptalning á ýmsum verkefnum sem er ýmist lokið, í vinnslu eða eru í undirbúningi. Hún er metnaðarlaus og sýnir glöggt stefnuleysi meirihlutans í stjórnun bæjarins.
Eðlilegt hefði verið í upphafi kjörtímabils að bæjarstjórn setti sér markmið að minnsta kosti til loka þess, og leitað hefði verið eftir sjónarmiðum hinna ýmsu fagnefnda sem starfa innan stjórnkerfis bæjarins.
Þetta plagg sem liggur fyrir er augljóslega eingöngu gert til að uppfylla þessa lagaskyldu sveitarstjórna.
Tilgangur laganna var að hvetja sveitarfélög til markvissrar stjórnunar en þetta plagg ber það ekki með sér.
Fulltrúar Neslistans hvetja bæjarstjórn til að fara fram á frest til Félagsmálaráðuneytis og vinna nýja vandaða þriggja ára áætlun sem tekur mið af þörfum bæjarfélagsins í dag."
Sunneva Hafsteinsdóttir (sign) Högni Óskarsson (sign).
Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:
„3ja ára áætlun er lögð fram með framsýni og í henni er horft til framtíðar án þess að ofbjóða greiðsluþoli Seltirninga."
Áætluninni var vísað samhljóða til síðari umræðu.
2. Lagðar voru fram 261. og 262. fundargerðir Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness dagsettar 26. janúar og 2. febrúar 1999 og var hvor fundar-gerðin í 3 liðum.
Til máls um fundargerðirnar tóku Sigurgeir Sigurðsson, Högni Óskars-son, Jónmundur Guðmarsson, Inga Hersteinsdóttir.
3. liður 262. fundargerðarinnar var samþykkt samhljóða aðrir liðir fundar-gerðanna gáfu ekki tilefni til samþykkta.
3. Lagðar voru fram 19., 20. og 21. fundargerðir Skólanefndar Seltjarnar-ness dagsettar 11. og 25. janúar og 1. febrúar 1999 og voru þær í 4, 6 og 6 liðum.
Jafnframt var lögð fram greinargerð Skólanefndar um viðhald Valhúsa-skóla 1999.
Til máls um fundargerðirnar tóku Jónmundur Guðmarsson, Inga Hersteinsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Högni Óskarsson, Jens Pétur Hjaltested.
Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykkta.
4. Lögð var fram 241. fundargerð Félagsmálaráðs Seltjarnarness dagsett 27. janúar 1999 og var hún í 9 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
5. Lögð var fram 7. (224) fundargerð Æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness dagsett 1. febrúar 1999.
Til máls um fundargerðina tók Högni Óskarsson.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
6. Lögð var fram 237. fundargerð Skipulags- umferðar- og hafnarnefndar Seltjarnarness dagsett 4. febrúar 1999 og var hún í 5 liðum.
Til máls um fundargerðina tóku Högni Óskarsson, Jens Pétur Hjaltested, Erna Nielsen, Sunneva Hafsteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson, Inga Hersteinsdóttir.
Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi tillögu:
„ Fulltrúar Neslistans leggja til að úthlutun lóðar nr. 5 við Austurströnd verði frestað og ákvörðun tekin um nýtingu lóðarinnar þegar skipulag Hrólfskálamels verður tekið til afgreiðslu.
Greinargerð:
Byggingarsvæði á Seltjarnarnesi er nánast fullnýtt. Er því mikilvægt að þau svæði sem óbyggð eru verði skipulögð eftir að könnun hefur farið fram á því hvaða þjónustu vantar inn í bæjarfélagið. Það sama gildir um einstakar lóðir s.s. Austurströnd 5. Ekkert mælir með því að afgreiðslu þessa máls verði hraðað, engin þarfagreining hefur farið fram, engin forgangsröð sett upp, og ekkert sem bendir til að knýjandi þörf sé fyrir
nýja matvælaverslun á Nesinu. Er þó með þessu ekki verið að leggja neikvæðan dóm á þá mikilvægu uppbyggingu í verslunarrekstri, sem eigendur 10-11 verslana hafa staðið að.
Málsmeðferð milli funda í skipulagsnefnd bendir einnig til að annarleg sjónarmið séu ráðandi í máli þessu hjá meirihlutanum, sem taki frekar tillit til hagsmuna örfárra flokksgæðinga en Seltirninga almennt. Því fer best á að fresta málinu og standa við ákvörðun frá fyrra kjörtímabili um að taka ákvörðun um nýtingu lóðarinnar þegar skipulag Hrólfskálamels verður tekið til afgreiðslu. "
Högni Óskarsson (sign) Sunneva Hafsteinsdóttir (sign).
Til máls um tillöguna tóku: Jónmundur Guðmarsson, Inga Hersteinsdóttir, Högni Óskarsson, Sigurgeir Sigurðsson, Sunneva Hafsteinsdóttir og Erna Nielsen.
Tillagan var felld með 5 atkvæðum gegn 2 og gerðu fulltrúar meirihlutans eftirfarandi grein fyrir afstöðu sinni.
„Úthlutun til Vöruveltunnar h/f fyrir 10-11 verslun er gerð til að þjóna neytendum á Seltjarnarnesi.
10-11 verslanir bjóða verð sem liggur milli afsláttarmarkaða og dýrari verslana.
Umferð að 10-11 búðum er jöfn yfir daginn og viðskiptavinir stoppa stutt, þannig að bifreiðastæði eru talin næg.
Dylgjum í greinargerð um pólitíska úthlutun er vísað á bug.
Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi tillögu:
„Áður en tekin verður ákvörðun um úthlutun lóðarinnar Austurströnd 5 þá ber að gera úttekt á umferðarþunga sem mun skapast við það að reisa hús undir matvöruverslun á lóðinni, sem yrði opin til kl.23 á kvöldin. Kanna ber áhrif umferðar á nærliggjandi íbúðarhús og um nærliggjandi gatnamót og umferðaræðar, áhrif á öryggi vegfarenda auk þess sem meta þarf aukningu á mengun.
Greinargerð:
Fyrir liggja upplýsingar um að stefnt sé að því að opna 10-11 verslun í því húsi sem sótt er um að byggja. Ekkert bendir til þess að brýn þörf sé á nýrri matvöruverslun á þessum stað, sérstaklega þegar haft er í huga að tvær stórar matvöruverslanir eru í næsta nágrenni. Ljóst er að umferðar-þungi verður verulegur, enda má búast við 1.000-1.200 heimsóknum í verslun sem þessa á hverjum degi, mest seinni part dags og á kvöldin.
Þetta mun skapa ónæði fyrir íbúa í nærliggjandi húsum, aukna mengun auk þess sem margt bendir til þess að umferðarkerfi svæðisins þoli slíka aukningu illa.
Ekkert knýr á að afgreiða málið fljótt og því skynsamlegt að bíða niður-staðna úttektar þeirra sem hér er lögð til."
Högni Óskarsson (sign) Sunneva Hafsteinsdóttir (sign).
Til máls um tillöguna tóku Inga Hersteinsdóttir, Högni Óskarsson, Sigurgeir Sigurðsson, Jónmundur Guðmarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir og Erna Nielsen.
Tillagan var felld með 5 atkvæðum gegn 2.
Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi tillögu:
„Áður en endanleg ákvörðun verður tekin um að heimila byggingu húss undir matvöruverslun við Austurströnd 5, sem dregur að sér fjölda viðskiptavina fram undir miðnætti á hverjum sólarhring þá ber að framkvæma grenndarkynningu til að gefa íbúum nærliggjandi húsa kost á að koma á framfæri umsögn sinni, en sannanlegt er að umferð mun aukast mjög um þrönga götu framan við hús við Austurströnd og Eiðistorg.
Greinargerð:
Þó svo að gildandi skipulag geri ráð fyrir skrifstofu- og verslunar-húsnæði á umræddri lóð, þá er í tillögu meirihlutans gert ráð fyrir verslun með miklu meiri umsvif en búast hefði mátt við. Það hlýtur því að vera lýðræðisleg og eðlileg krafa að íbúar nærliggjandi húsa fái tækifæri til að kynna sér hver áhrif verða af byggingu ofangreinds húss á daglegt líf þeirra, hvaða kostir kunni að hljótast af og hver áhætta þeirra sé.
Högni Óskarsson (sign) Sunneva Hafsteinsdóttir (sign). "
Til máls um tillöguna tóku Inga Hersteinsdóttir, Högni Óskarsson, Jens Pétur Hjaltested, Erna Nielsen.
Inga Hersteinsdóttir lagði fram eftirfarandi breytingartillögu:
„Áður en endanleg ákvörðun verður tekin um að heimila byggingu húss undir matvöruverslun við Austurströnd 5, sem dregur að sér fjölda viðskiptavina fram undir miðnætti á hverjum sólarhring þá ber að framkvæma grenndarkynningu til að gefa íbúum nærliggjandi húsa kost á að koma á framfæri umsögn sinni."
Breytingartillagan var felld með 4 atkvæðum gegn 3.
Tillaga Neslistans var felld með 4 atkvæðum gegn 2, Inga Hersteinsdóttir sat hjá og gerðu 4 fulltrúar meirihlutans eftirfarandi grein fyrir afstöðu sinni.
„Nýlegt deiliskipulag er til af Austurstrandarsvæðinu þar sem gert er ráð fyrir verslun og þjónustu við götuna.
Tillagan hlaut lagalega meðferð og var samþykkt án athugasemda.
Grenndarkynning er framkvæmd ef um frávik er að ræða frá samþykktu deiliskipulagi, breytt starfsemi eða nýting aukin.
Umferð fylgir allri starfsemi.
Sigurgeir Sigurðsson (sign) Jónmundur Guðmarsson (sign)
Jens Pétur Hjaltested (sign) Erna Nielsen (sign)."
Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi bókun:
„Fulltrúar Neslistans harma að meirihluti Sjálfstæðismanna hafi hafnað beitingu faglegra vinnubragða við að afgreiða úthlutun lóðar við Austurströnd 5 og hafi sömuleiðis hafnað því að gefa íbúum nær-liggjandi húsa tækifæri til að kynna sér málið og veita umsögn sína."
Högni Óskarsson (sign) Sunneva Hafsteinsdóttir (sign).
Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:
„Vinnubrögðin eru vissulega fagleg þar sem nýtt skipulag er til af svæðinu. "
Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn varðandi 5. lið fundargerðarinnar.
„Er það rétt skilið að framkvæmdir við gerð sjósetningarbrautar á hafnarsvæði hafi hafist áður en bæjarstjórn hafi samþykkt fram-kvæmdina ?
Bæjarstjóri er beðinn um svör á næsta fundi. "
Högni Óskarsson (sign) Sunneva Hafsteinsdóttir (sign).
3. liður fundar Skipulags- umferðar og hafnarnefndar var samþykktur með 4 atkvæðum gegn 2, Inga Hersteinsdóttir sat hjá og gerði eftirfarandi grein fyrir afstöðu sinni.
„Ég tel sjálfsagt að kynna íbúum framkvæmdina jafnvel þó þess sé ekki krafist samkvæmt skipulagslögum.
Ég hef því ákveðið að sitja hjá."
Inga Hersteinsdóttir (sign).
Aðrir liðir fundargerðarinnar voru samþykktir samhljóða.
- Lögð var fram 133 fundargerð Launanefndar sveitarfélaga dagsett 15. janúar 1999 og var hún í 18 liðum.
Til máls um fundargerðina tóku Sunneva Hafsteinsdóttir og Sigurgeir Sigurðsson..
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
8. Lögð var fram 203. fundargerð stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu dagsett 15. janúar 1999 og var hún í 6 liðum.
Jafnframt var lagt fram bréf um framkvæmdaáætlun vegna höfuðborgar-girðingar árin 1999 og 2000.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
- Lögð var fram 1. fundargerð Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis árið 1999 dagsett 22. janúar og var hún í 5 liðum.
Jafnframt var lögð fram greinargerð heilbrigðisfulltrúa um fimleiksal Gróttu dagsett 14. janúar 1999 og bréf dagsett 26. janúar um starfsleyfi verktaka.
Til máls um fundargerðina og greinargerðina tóku Sunneva Hafsteins-dóttir, Sigurgeir Sigurðsson.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
- Lögð var fram fundargerð aðgerðastjórnar KMRS dagsett 15. janúar 1999 og var hún í 3 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
- Erindi:
a. Lagt var fram bréf Paamiut kommune dagsett 18. janúar 1999.
Bréfinu var vísað til fjárhags- og launanefndar.
- Lagt var fram bréf LSR um stofnun séreignardeildar.
- Lagt var fram bréf Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands dagsett 20. janúar 1999 og afrit af bréfi sama dags 20. janúar til Ásgerðar Halldórsdóttur, Harðar Felixsonar og Þráins Viggósonar.
- Lagt var fram bréf Lánasjóðs sveitarfélaga dagsett 8. janúar 1999 varðandi umsóknarfrest lánsumsókna 1999.
- Tekin var til afgreiðslu tillaga Neslistans sbr. 17. lið síðustu fundargerðar um skipan afmælisnefndar.
Í nefndina voru kjörnir:
Sigurgeir Sigurðsson,
Jens Pétur Hjaltested,
Sunneva Hafsteinsdóttir.
2. Erna Nielsen forseti bæjarstjórnar tilkynnti að laugardaginn 20. febrúar 1999 yrði haldinn fundur í fundarsal bæjarstjórnar kl.10-12 með dönskum ráðgjöfum og fleiri aðilum sem starfa að Svæðisskipulagi höfuðborgar-svæðisins.
- Jens Pétur Hjaltested lagði fram eftirfarandi tillögu:
„Lagt er til að bæjarstjórn Seltjarnarness skipi sérstaka undirbúnings-nefnd sem undirbúi og skipuleggi nýtingu og starfsemi í Fræðasetri Gróttu.
Á næsta ári mun byggingu fræðaseturs í Gróttu ljúka. Í nýbyggingu og kjallara vitavarðarhúss mun verða afstaða til kennslu og uppfræðslu í m.a. náttúru og umhverfisfræðum. Auk þess verður íbúð í vitavarðar-húsi er nýta má til útleigu eða hús til fræðimanna í skemmri eða lengri tíma. Á fyrstu hæð í sama húsi verður aðstaða fyrir ýmsar sérhæfðar sýningar.
Hlutverk undirbúningsnefndar er að gera tillögur um:
- Starfsemi og rekstur fræðaseturs í Gróttu .
- Úthlutunarreglur.
- Hússtjórn og verkefni hennar.
Nefndina skulu skipa fimm menn. Einn frá skólanefnd, einn frá umhverfisnefnd, einn frá æskulýðs- og íþróttaráði, einn frá Mýrarhúsaskóla og einn frá Valhúsaskóla.
Nefndin skal ljúka tillögugerð sinni eigi síðar en 1. maí l999."
Jens Pétur Hjaltested (sign).
Tillagan verður tekin til afgreiðslu á næsta fundi.
Fundi var slitið kl: 19:30. Álfþór B. Jóhannsson (sign).
Sigurgeir Sigurðsson (sign) Erna Nielsen (sign)
Jónmundur Guðmarsson (sign) Sunneva Hafsteinsdóttir (sign
Högni Óskarsson (sign) Jens Pétur Hjaltested (sign)
Inga Hersteinsdóttir (sign)