Fara í efni

Bæjarstjórn

14. september 2022

Miðvikudaginn 14. september ágúst 2022 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Fundinn sátu: Þór Sigurgeirsson (ÞS), Ragnhildur Jónsdóttir (RJ), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Svana Helen Björnsdóttir (SHB), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS), Sigurþóra Bergsdóttir (SB) og Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ).

Fundargerð ritaði: Gunnar Lúðvíksson.

Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.

Ragnhildur Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar setti fund og stjórnaði.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:


1. Fundargerð 133. fundar Bæjarráðs.

Eftirfarandi liðir í fundargerð Bæjarráðs nr. 133 voru bornir upp til staðfestingar:

1. Viðaukar við fjárhagsáætlun 2022

Fjármálastjóri lagði fram viðauka 2 og 3 við fjárhagsáætlun 2022.

Bæjarstjórn samþykkir, 6. tl. fundargerðar 133, viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun 2022 samkvæmt 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, tekjur að upphæð kr. 2.762.520,- vegna hlutdeildar Seltjarnarnesbæjar í byggðasamlögunum, Strætó, Sorpu og Slökkviliðinu. Tekjuauka skal mæta með hækkun á handbæru fé um sömu fjárhæð.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða lið 6 í fundargerð, viðauka 2.


Bæjarstjórn samþykkir, 6. tl. fundargerðar 133, viðauka nr. 3 við fjárhagsáætlun 2022 samkvæmt 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, kostnað að upphæð kr. 18.000.000,- vegna uppbyggingu á golfaðstöðu golfklúbbsins Ness. Kostnaður þessi skal greiddur af Bæjarsjóði Seltjarnarness og kostnaðarauka skal mæta með lækkun á handbæru fé um sömu fjárhæð. Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 3 og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða lið 6 í fundargerð, viðauka 3.

Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina í heild sinni sem er í 6 liðum.

Til máls tóku: GAS, MÖG, SB, RJ

Bókun Samfylkingar:

Nú liggur fyrir að rekstur bæjarins er neikvæður um 216 milljónir við 6 mánaða uppgjöri bæjarins, þrátt fyrir útsvarshækkun á fjárhagsárinu sem Sjálfstæðismenn töldu óþarfa síðastliðið haust. Í nýafstaðinni kosningabaráttu lögðu Sjálfstæðismenn mikla áherslu á að lækka ætti útsvar og fasteignaskatta á sama tíma og bæta ætti þjónustu á nýju kjörtímabili. Mikið var talað um sterka fjárhagsstöðu bæjarins og að svigrúm væri til að lækka skatta og sækja fram. Maður spyr sig því nú, hvað breyttist? Hvernig stendur á því að t.d. formaður bæjarráðs sem einnig var formaður á bæjarráðs á síðasta kjörtímabili hafi svona takmarkaða innsýn eða skilning á rekstri sveitarfélagsins? Hvernig ætlar meirihlutinn að koma í veg fyrir að vandinn aukist eða endurtaki sig á næsta ári? Er ennþá lögð áhersla á skattalækkanir í fjárhagsáætlunargerðinni framundan? Hvernig á að mæta þeim skattalækkunum þegar halli á rekstri bæjarins er kominn yfir 200 milljónir á sex mánuðum með núverandi útsvarsprósentu?

Við teljum gríðarlega mikilvægt að fagnefndir bæjarins greini stöðuna ítarlega í samráði við bæjarráð og leggi fram útkomuspá sem leggur mat á hvernig næstu mánuðir muni þróast í rekstri bæjarins og hvort þörf sé á að grípa til aðgerða. Mikilvægt er að birta 6 mánaða uppgjör á heimasíðu bæjarins og að halda starfsfólki og íbúum upplýstum um stöðuna á rekstri bæjarins. Það er einnig nauðsynlegt að leggja fram viðauka við fjárhagsáætlun þar sem kemur fram hvernig við ætlum okkur að mæta þessu uppsafnaða tapi.

Guðmundur Ari Sigurjónsson, Sigurþóra Bergsdóttir og Bjarni Torfi Álfþórsson bæjarfulltrúar Samfylkingar og óháðra.

Tillaga við lið nr 5. Samfylking og óháðir leggja til að farið verði þegar í stað í þá vinnu að samræma styrkúthlutanir. Þetta hefur ótal sinnum verið rætt í bæjarstjórn og hafa allir aðilar verið sammála um mikilvægi þess að samræma vinnubrögð þegar kemur að umsóknum um styrki til bæjarsjóðs. Eins og staðan er núna eru þessar umsóknir afgreiddar annað hvort í bæjarráði eða í fagnefndum og engin ein lína þegar kemur að ákvörðunum um styrki. Þetta leiðir til þess að jafnræði milli aðila er ekki gætt. Legg til að það verði sent til vinnslu í Bæjarráði.

Guðmundur Ari Sigurjónsson, Sigurþóra Bergsdóttir og Bjarni Torfi Álfþórsson bæjarfulltrúar Samfylkingar og óháðra.

2. Fundargerð 128. fundar Skipulags- og umferðarnefndar.

Eftirfarandi liður í fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar nr. 128 var borinn upp til staðfestingar:

2022050350 - Deiliskipulag Valhúsahæðar og aðliggjandi útivistarsvæðis - breyting vegna Skólabrautar 12

Lögð fram umsókn Helgu G. Vilmundardóttur, dagsett 30. maí 2022, um breytingu á deiliskipulagi Valhúsahæðar og aðliggjandi útivistarsvæðis, samþykkt í bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar 24. maí 2017. Í breytingunni felst að auka nýtingarhlutfall úr 0,42 í 0,47. Málið var áður á dagskrá 126. fundar skipulags- og umferðarnefndar, 21. júní 2022, þar sem málinu var frestað.

Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að grenndarkynna tillöguna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir íbúum Skólabrautar 3-5, 10 og 14 og Kirkjubrautar 9, 11 og 13. Vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða lið 2 í fundargerð.

Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina í heild sinni sem er 7 liðum.

Til máls tóku: GAS, SHB, ÞS

3. Fundargerð 321. fundar Skólanefndar.

Fundargerðin lögð fram.

4. Fundargerð 435. fundar Íþrótta- og tómstundanefndar.

Fundargerðin lögð fram.

Til máls tóku: BTÁ, ÞS

Fyrirspurn frá Samfylkingu:

Á 435 fundi Íþrótta- og tómstundanefndar kemur fram að nefndin hafi skoðað nýja

fundaraðstöðu ÍTS. Að því tilefni leggjum við fram eftirfarandi fyrirspurn:

Hvað kostaði að búa til fundaraðstöðu ÍTS.

Hvernig var sú framkvæmd fjármögnuð?

Var unnin þarfagreining á því hvernig þessi aðstaða myndi nýtast og hver þörfin væri?

Hverjir hafa aðgang að þessari fundaraðstöðu?

5. Fundargerð 460. fundar Fjölskyldunefndar.

Fundargerðin lögð fram.

Til máls tóku: SB


6. Fundargerð 155. fundar Menningarnefndar.

Fundargerðin lögð fram.


7. Fundargerð 6. fundar Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness.

Fundargerðin lögð fram.


8. Fundargerð 242. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.

Fundargerðin lögð fram.


9. Fundargerð 468. fundar stjórnar SORPU bs.

Fundargerðin lögð fram.


10. Fundargerð 38. fundar Eigendafundar SORPU bs.

Fundargerðin lögð fram.


11. Fundargerðir 357., 358. og 359. fundar stjórnar Strætó bs.

Fundargerðirnar lagðar fram.

Til máls tóku: GAS, RJ


12. Fundargerð 37. fundar Eigendafundar Strætó bs.

 Fundargerðin lögð fram.


13. Fundargerðir 542. og 543. Fundar stjórnar SSH.

Fundargerðirnar lagðar fram.


14. Fundargerð 108. fundar Svæðisskipulagsnefndar.

Fundargerðin lögð fram.


15. Fundargerð 912. fundar stjórnar Sambands ísl. Sveitarfélaga.

Fundargerðin lögð fram.


Tillögur og erindi:

16. a) Sameiginleg svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2021-2033 á Suðvesturlandi lögð fram.

Bæjarstjórn staðfestir tillöguna samhljóða.


Fundi slitið kl. 17:36


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?