Fara í efni

Bæjarstjórn

957. fundur 28. desember 2022

Miðvikudaginn 28. desember 2022 kl. 12:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Fundinn sátu: Þór Sigurgeirsson (ÞS), Svana Helen Björnsdóttir (SHB), Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir (DSO), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS), Sigurþóra Bergsdóttir (SB).

Fundargerð ritaði: Gunnar Lúðvíksson.

Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.

Svana Helen Björnsdóttir setti fund og stjórnaði.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

1. Hækkun útsvarsálagningar vegna fjármögnunar þjónustu við fatlað fólk.

Með vísan til ákvæða varðandi breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk í fyrirliggjandi samkomulagi á milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 16.12.2022, er byggir á breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem samþykkt var á Alþingi 16.12.2022, samþykkir bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar að álagningarhlutfall útsvars fyrir árið 2023 hækki um 0,22% og verði 14,31%.

Bæjarstjórn Seltjarnaress hvetur ríkisvaldið til að fjármagna þessa mikilvægu þjónustu að fullu til frambúðar. Áhrif þessarar breytingar útsvars eru engar fyrir útsvarsgreiðendur þar sem tekjuskattur lækkar á móti þessari breytingu sem er beint að málflokki fatlaðra í gegn um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða

Til máls tóku: ÞS, GAS, DSO.

 

Fundi slitið kl.12:07

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?