Fara í efni

Bæjarstjórn

964. fundur 26. apríl 2023

964. Bæjarstjórnarfundur var haldinn miðvikudaginn 26. apríl kl. 17:00 þegar að bæjarstjórn Seltjarnarness kom saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Fundinn sátu: Þór Sigurgeirsson (ÞS), Ragnhildur Jónsdóttir (RJ), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Svana Helen Björnsdóttir (SHB), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS), Sigurþóra Bergsdóttir (SB) og Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ).

Fundargerð ritaði: Gunnar Lúðvíksson.

Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.

Ragnhildur Jónsdóttir setti fund og stjórnaði.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

1. Fundargerð 138. fundar Skipulags- og umferðarnefnd
Fundargerðin lögð fram.

Eftirfarandi liðir í fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar nr. 138 voru bornir upp til staðfestingar:

2023020196 - Deiliskipulag, Undrabrekka - reitur S-3 í Aðalskipulagi Seltjarnarness

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir reit S-3 í Aðalskipulagi Seltjarnarness 2015-2033.

Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að auglýsa nýtt deiliskipulag reitar S-3 í Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fallið er frá gerð lýsingar þar sem allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í Aðalskipulagi Seltjarnarness 2015-2033. Vísað til staðfestingar í bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða.

2023030040 - Deiliskipulag Bollagarða og Hofgarða - breyting vegna Hofgarða 16

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Bollagarða og Hofgarða vegna Hofgarða 16. Í breytingunni fellst að bæta B-rýmum við nýtingarhlutfallið sem hækkar við það úr 0,41 í 0,48.

Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að grenndarkynna tillöguna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir íbúum Hofgarða 17, 18, 19, 20 og21 og Melabrautar 40 og 42. Vísað til staðfestingar í bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða.

2022110111 - Breyting á deiliskipulagi - Miðbraut 8

Lagðar fram athugasemdir við breytingu á deiliskipulagi Bakkahverfis vegna Miðbrautar 8

Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir uppfærða tillögu og felur skipulagsfulltrúa að svara framkomnum athugasemdum með leiðbeiningum um kærufresti. Vísað til staðfestingar í bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar.

Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar staðfestir afgreiðslu skipulags- og umferðarnefndar með vísan í 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða.

Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina í heild sinni utan liðs síðasta töluliðar, liðar 14, sem er vísað aftur til umræðu í nefndinni.

Til máls tóku: SHB, GAS, ÞS, RJ, BTÁ

2. Fundargerð 319. fundar Umhverfisnefndar
Fundargerðin lögð fram.

3. Fundargerðir 555. og 556. fundar stjórnar SSH
Fundargerðirnar lagðar fram.

4. Fundargerðir 921., 922., 923. og 924. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga
Fundargerðirnar lagðar fram.

Til máls tóku: ÞS, RJ, GAS

Tillögur og erindi:

Samfylking og óháðra leggur fram tillögu um umferð hunda á göngustígum á vestursvæðum fyrir fundinn til afgreiðslu á næsta fundi.

Bæjarstjórn vísar málinu til umhverfisnefndar.

Til máls tóku: SB, GAS, RJ

Fundi slitið kl. 17:26

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?