Fara í efni

Bæjarstjórn

965. fundur 10. maí 2023

965. Bæjarstjórnarfundur var haldinn miðvikudaginn 10. maí kl. 17:00 þegar að bæjarstjórn Seltjarnarness kom saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Fundinn sátu: Ragnhildur Jónsdóttir (RJ), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Svana Helen Björnsdóttir (SHB), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS), Sigurþóra Bergsdóttir (SB), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ) og Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir (DSO).

Fundargerð ritaði: Ari Eyberg Sævarsson.

Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.

Ragnhildur Jónsdóttir setti fund og stjórnaði.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

1. Fundargerð 141. fundar Bæjarráðs

Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina í heild sinni sem er 11 liðum.

Til máls tóku: GAS.

2. Fundargerð 466. fundar Fjölskyldunefndar
Fundargerðin lögð fram.

Til máls tóku: SB.

3. Fundargerð 23. fundar Öldungaráðs
Fundargerðin lögð fram.

Til máls tóku: GAS.

4. Fundargerð 13. fundar Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness
Fundargerðin lögð fram.

5. Fundargerð 369. fundar stjórnar Strætó bs.
Fundargerðin lögð fram.

Til máls tóku: GAS, MÖG.

6. Fundargerð 479. fundar stjórnar Sorpu bs.
Fundargerðin lögð fram.

Til máls tóku: BTÁ, SHB.

7. Fundargerð 925. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga
Fundargerðin lögð fram.

8. Fundargerð 116. fundar Svæðisskipulagsnefndar
Fundargerðin lögð fram.

Fyrirspurn GAS til bæjarstjóra á 964. fundi bæjarstjórnar.

Fyrirspurn var svarað af RJ í fjarveru bæjarstjóra.

Í rúmlega áratug hefur stefna Seltjarnarnesbæjar verið að tryggja öllum námsmönnum sumarstörf á vegum bæjarins í fjölbreyttum verkefnum og afleysingum. Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 voru sumarstörf skorin hressilega niður en gefin út þau skilaboð að það væri vegna þess að áætlað væri að eftirspurn myndi minnka. Ef eftirspurn yrði umfram áætlun yrði samþykktur viðauki og öllum tryggð störf.

Fyrir árið 2023 var fjárhagsáætlun fyrir sumarstörf aftur lækkuð ef miðað er við raunkostnað. Við gerum ráð fyrir því að engin stefnubreyting hafi orðið hjá bænum enda hefur hún hvergi verið rædd eða samþykkt í bæjarstjórn og nefndum bæjarins.

Til öryggis berum við þó upp fyrirspurn til bæjarstjóra:
Mun öllum námsmönnum sem sækja um vinnu hjá Seltjarnarnesbæ vera tryggð sumarstörf líkt og hefur verið fyrri ár?

Svar bæjarstjóra:

Í fyrra gekk sérlega illa að manna ungmennastörf hjá Seltjarnarnesbæ og svipað er uppi á teningnum þetta vorið. Við erum til að mynda ekki enn komin með komin með starfhæft sláttu-teymi en þar þurfa einstaklingar að vera 18 ára gamlir.

Enn sem komið er - eru umsóknir innan ramma áætlunar en svo virðist sem næga atvinnu sé að hafa fyrir námsmenn og því umsóknir til okkar starfa oft á tíðum til vara við umsókn í annað starf.

Svarið er því nánast hið sama og árið 2022 og við metum stöðuna eftir eftirspurn.

 

Fundi slitið kl. 17:20

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?