Fara í efni

Bæjarstjórn

968. fundur 28. júní 2023

968. bæjarstjórnarfundur var haldinn miðvikudaginn 28. júní 2023 kl. 17:00 þegar að bæjarstjórn Seltjarnarness kom saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Fundinn sátu: Þór Sigurgeirsson (ÞS), Ragnhildur Jónsdóttir (RJ), Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir (DSO), Svana Helen Björnsdóttir (SHB), Karen María Jónsdóttir (KMJ), Sigurþóra Bergsdóttir (SB) og Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ).

Fundargerð ritaði: Ari Eyberg Sævarsson.

Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.

Ragnhildur Jónsdóttir setti fund og stjórnaði.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

1. Fundargerð 440. fundar Íþrótta- og tómstundanefndar.

Fundargerðin lögð fram.

2. Fundargerð 482. fundar stjórnar Sorpu bs.

Fundargerðin lögð fram.

Til máls tóku: BTÁ, ÞS, SHB

3. Fundargerð 42. eigendafundar Sorpu bs.

Fundargerðin lögð fram.

Til máls tóku: SHB

4. Fundargerð 371. fundar stjórnar Strætó bs.

Fundargerðin lögð fram.

5. Fundargerðir 412., 413. og 414. funda Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.

Fundargerðirnar lagðar fram.

6. Fundargerðir 929. og 930. funda stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fundargerðirnar lagðar fram.

7. Fundargerð 8. fundar Stefnuráðs byggðasamlaga.

Fundargerðin lögð fram.

8. Tillögur og erindi:

a) Tillaga um sumarleyfi bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir með vísan til 14. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 svo og 8. gr. samþykktar um stjórn Seltjarnarnesbæjar, sumarleyfi í júlí og til 23. ágúst, 2023. Fyrsti fundur bæjarstjórnar eftir sumarleyfi verður boðaður með dagskrá sem send verður bæjarfulltrúum 18. ágúst, 2023. Bæjarstjórn samþykkir að veita bæjarráði fullt umboð til afgreiðslu mála meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur, svo sem mælt er fyrir um í 5. mgr. 35. gr. sveitarstjórnarlaga.

Samþykkt samhljóða af bæjarstjórn.

 

Fundi slitið kl. 17:09

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?