Fara í efni

Bæjarstjórn

969. fundur 23. ágúst 2023

969. Bæjarstjórnarfundur var haldinn miðvikudaginn 23. ágúst kl. 17:00 þegar að bæjarstjórn Seltjarnarness kom saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Fundinn sátu: Þór Sigurgeirsson (ÞS), Ragnhildur Jónsdóttir (RJ), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Svana Helen Björnsdóttir (SHB), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS), Sigurþóra Bergsdóttir (SB), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ).

Fundargerð ritaði: Ari Eyberg Sævarsson.

Fundurinn var tekinn upp og vistaður á heimasíðu bæjarins.

Ragnhildur Jónsdóttir setti fund og stjórnaði.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

1. Fundargerð 144. fundar Bæjarráðs

Fundargerðin lögð fram.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerðina sem er í 5 liðum í heild sinni.

2. Fundargerð 145. fundar Bæjarráðs.

Fundargerðin lögð fram.

Bókun:

8. Rekstrar- og málaflokkayfirlit janúar til júní 2023

Hálfs árs uppgjör bæjarsjóðs Seltjarnarness sýnir grafalvarlega stöðu þar sem vaxandi hallarekstur er milli ára þrátt fyrir 200 milljón króna hækkun á skatttekjum. Rekstrarniðurstaða á fyrri hluta ársins 2023 er neikvæð um 231,7 milljónir en var neikvæð um 208,5 milljónir fyrstu sjö mánuði ársins 2022. Það blasir því við áframhaldandi rekstrarvandi sveitarfélagsins þrátt fyrir að við séum ekki byrjuð á byggingu nýs leikskóla sem lofað var á kjörtímabilinu. Mikilvægt er að bregðast við hallanum strax á þessu ári samhliða því að bæjarráð hefji vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2024.

Guðmundur Ari Sigurjónsson, Sigurþóra Bergsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson bæjarfulltrúar Samfylkingar og óháðra

Til máls tóku: GAS, ÞS, MÖG

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerðina sem er í 8 liðum í heild sinni.

3. Fundargerð 146. fundar Bæjarráðs

Fundargerðin lögð fram.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerðina sem er í 5 liðum í heild sinni.

Til máls tóku: BTÁ, ÞS, SB, RJ, SHB

4. Fundargerð 147. fundar Bæjarráðs.

Fundargerðin lögð fram.

Eftirfarandi liðir í fundargerð Bæjarráðs nr. 147 voru bornir upp til staðfestingar:

1. 2023080137 – Viðhalds- og endurbótaverkefni í Valhúsaskóla og Mýrarhúsaskóla

Bæjarráð samþykkir að veita bæjarstjóra umboð til að gera þjónustusamning við Ístak hf.vegna viðgerða á rakaskemmdum í skólahúsnæði Grunnskóla Seltjarnarness. Bæjarstjóri skal hafa samráð við lögmann bæjarins auk sviðsstjóra Skipulags- og umhverfisssviðs varðandi útfærslu þjónustusamningsins. Í ljósi þeirra niðurstaðna sem koma fram í skýrslu Eflu um rakaskemmdir í skólahúsnæði Grunnskóla Seltjarnarness metur bæjarráð málið þannig að um neyð sé að ræða og að hefja þurfi verkið þegar í stað og án neins dráttar. Stuðst er við heimild í 3. mgr. 11. greinar í Innkaupareglum Seltjarnarness og 39. gr. lið c Í lögum um opinber innkaup nr. 120/2016.

Bæjarráð vísar til staðfestingar Bæjarstjórnar Seltjarnarnesbæjar.

Bókun:

Nú liggur fyrir samningur við Ístak sem farið var í án útboðs. Á fundi bæjarráðs voru færð rök fyrir því að slíkt væri heimilt vegna neyðar. Eftir að hafa kynnt sér málið betur eftir fund bæjarráðs er alveg ljóst að hægt hefði verið að fara í hraðútboð sem hafði ekki hægt á málinu enda 6 vikur frá því að skýrslan kom út og þangað til að ákveðið var að ganga að þessum samningi. Fulltrúar Samfylkingar og óháðra sitja því hjá við afgreiðslu samningsins. Við viljum ekki tefja málið en hefðum kosið betri stjórnsýslu við gerð hans.

Guðmundur Ari Sigurjónsson, Sigurþóra Bergsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson bæjarfulltrúar Samfylkingar og óháðra

Bæjarstjórn samþykkir með fjórum atkvæðum. Þrír sátu hjá.

Til máls tók: GAS

2. 2023060171 – Samningur um framleiðslu/reiðslu á mat fyrir leik- og grunnskóla 2023-2024.

Samningsviðauki við Skólamat til eins árs lagður fram til staðfestingar.

Bæjarráð samþykkir samningsviðaukann og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn.

Guðmundur Ari Sigurjónsson situr hjá við afgreiðslu málsins.

Bókun: 

Nú liggur fyrir að samningur við Skólamat ehf hækkar um rúm 20% þrátt fyrir að fyrri samningur hafi verið vísitölutryggður. Það þýðir rúmlega 20% hækkun umfram hækkunum á vöruverði hjá fyrirtækinu. Samningurinn er lagður fyrir bæjarráð viku áður en að skólinn byrjar og því lítið svigrúm til að gera annað en að samþykkja framlenginguna.

Fulltrúar Samfylkingar og óháðra skora á Seltjarnarnesbæ að nýta árið sem framundan er til að undirbúa útboð fyrir næsta næsta skólaár til að tryggja hagkvæmi í rekstri og lágmarka gjaldtöku á íbúa.

Samkvæmt heimasíðu Skólamatar er Seltjarnarnesbær er það sveitarfélag sem niðurgreiðir skólamat minnst allra sveitarfélaga og því finna foreldrar vel hækkunum á samningi bæjarins.

Sem dæmi má nefna þá kostar 78% meira að kaupa Skólamat á Seltjarnarnesi en hjá Suðurnesjabæ og 33-48% dýrara að kaupa Skólamat hér heldur en í Garðabæ, Hafnarfirði og Kópavogi.

Samkvæmt nýrri gjaldskrá borga foreldrar Skólamat:

25.320 kr fyrir 1 barn

50.640 kr fyrir 2 börn

75.960 kr fyrir 3 börn

Er vilji hjá Sjálfstæðismönnum á Seltjarnarnesi til að taka upp systkinaafslátt?

Er vilji hjá Sjálfstæðismönnum á Seltjarnarnesi til að hækka niðurgreiðslu á Skólamat svo hann hækki ekki umfram verðbólgu?

Guðmundur Ari Sigurjónsson, Sigurþóra Bergsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson bæjarfulltrúar Samfylkingar og óháðra

Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina í heild sinni sem er í 2 töluliðum

Til máls tóku: GAS, ÞS, SHB, SB og MÖG

 5. Fundargerð 327. (150.) fundar Skólanefndar

Fundargerðin lögð fram.

Tillöga um að vísa 3. tölulið til Fjölskyldunefndar.

Til máls tóku: SB, GAS, ÞS

6. Fundargerð 141. fundar Skipulags- og umferðarnefndar

Fundargerðin lögð fram.

Eftirfarandi liður í fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar var borinn upp til staðfestingar:

1. 2023020196 – Deiliskipulag, Undrabrekka – reitur S-3 í Aðalskipulagi Seltjarnarness

Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir tillöguna óbreytta og felur skipulagsfulltrúa að svara framkomnum athugasemdum í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Að lokinni umfjöllun bæjarstjórnar felur skipulags- og umferðarnefnd skipulagsfulltrúa að senda tillöguna til yfirferðar og staðfestingar hjá Skipulagsstofnun í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til staðfestingar í bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar á lið 1.

Til máls tóku: BTÁ, RJ, SHB

Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina í heild sinni sem er í 11 töluliðum.

7. Fundargerð 15. fundar Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness

Fundargerðin lögð fram.

8. Fundargerð 372. fundar stjórnar Strætó bs.

Fundargerðin lögð fram.

Til máls tóku: BTÁ, GAS, MÖG, SHB

9. Fundargerð 42. eigendafundar Strætó bs.

Fundargerðin lögð fram.

10. Fundargerð 931. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Fundargerðin lögð fram.

11. Fundargerð 560. fundar stjórnar SSH

Fundargerðin lögð fram.

Til máls tók: MÖG

12. Fundargerð 561. fundar stjórnar SSH

Fundargerðin lögð fram.

13. 2023080205 - Starfsmannamál - Ráðning sviðsstjóra fjármálasviðs Seltjarnarnesbæjar

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að bæta þessum dagskrárlið um ráðningu sviðsstjóra fjármálasviðs við áður auglýsta dagskrá.

Bæjarstjóri kynnti ráðningarferlið, svaraði spurningum og lagði fram gögn.

Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkir samhljóða að ráða Svövu G. Sverrisdóttur í starf sviðsstjóra fjármálasviðs að undangengnu ráðningarferli Intellecta. Svava mun hefja störf innan tíðar og býður bæjarstjórn hana hjartanlega velkomna til starfa.

Til máls tók: GAS

 

Fundi slitið kl. 18:34

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?