Fara í efni

Bæjarstjórn

576. fundur 11. júní 2003

Miðvikudaginn 11. júní 2003 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Árni Einarsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson og Inga Hersteinsdóttir.

 

Fundi stýrði Ásgerður Halldórsdóttir.

Fundargerð ritaði Stefán Bjarnason.

 

Vegna liðs 2 í  fundargerð 575. fundar bæjarstjórnar lögðu fulltrúar Neslistans fram eftirfarandi bókun:

 

Bæjarfulltrúar Neslistans átelja hvernig staðið hefur verið að kynningu á samþykkt bæjarstjórnar 28. maí 2003 á tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar um gerð deiliskipulags og hönnun Hrólfskálamelar. Samþykktin hefur verið oftúlkuð gróflega í meðförum bæjarstjóra bæði í fréttatilkynningu sem send var fjölmiðlum og í kynningarriti sem borið var í öll hús á Seltjarnarnesi.

 

Hvergi er að finna í samþykktum skipulags- og mannvirkjanefndar, né samþykktum bæjarstjórnar, formlegar tillögur um íbúðastærð á fyrirhuguðu byggingasvæði, en haldið fram í kynningu að ákvarðanir og samkomulag um slíkt liggi fyrir. Að samþykkja endanlegan fjölda íbúða á grundvelli hinna takmörkuðu upplýsinga í minnisblaði Alta sem fylgdi tillögu nefndarinnar og með tilliti til þeirra fyrirvara sem þar eru tilgreindir og án þess að fyrir liggi ákvarðanir um aðrar framkvæmdir á reitunum tveimur væri ábyrgðarleysi sem bæjarfulltrúar Neslistans og fulltrúar í skipulags- og mannvirkjanefnd vilja ekki standa að. Ekki er heldur að finna í samþykktum skipulags- og mannvirkjanefndar, æskulýðs- og íþróttaráðs eða bæjarstjórnar tillögu um tiltekna stærð knattspyrnuvallar, en hún engu að síður tilgreind í umræddri kynningu af samþykkt bæjarstjórnar.

 

Bæjarfulltrúar Neslistans ítreka að ákvörðun um staðsetningu knattspyrnuvallar, sem samstaða er um  og liggur nú fyrir, er nauðsynleg forsenda frekari vinnu við deiliskipulag Hrólfskálamelar. Í þeirri vinnu þarf að taka ákvarðanir um fjölmarga aðra þætti og álitamál, eins og fulltrúar Neslistans í umhverfisnefnd og skipulags- og mannvirkjanefnd hafa lagt áherslu á í nefndinni og lagt fram tillögu þar um og bæjarfulltrúar Neslistans bentu á í umræðum á vettvangi bæjarstjórnar 28. maí síðastliðinn.

 

Fulltrúar Neslistans átelja einnig harðlega þau vinnubrögð bæjarstjóra og/eða meirihluta bæjarstjórnar að slá upp umfangsmikilli kynningu á “samhljóma stefnumörkun bæjarstjórnar” eins og segir í margumræddum kynningarbæklingi og fréttatilkynningu án nokkurs samráðs við fulltrúa Neslistans.

 

Árni Einarsson       Sunneva Hafsteinsdóttir   Guðrún Helga Brynleifsdóttir

          (sign)                    (sign)                                        (sign)

 

 

Bæjarstjóri lagði fram eftirfarandi bókun:

Enginn vafi leikur á ákvörðun bæjarstjórnar fólst í að samþykkja tillögu 1A samkvæmt ráðleggingum skipulags- og mannvirkjanefndar bæjarins. Enginn vafi leikur heldur á því hvað í tillögunni fólst. Fréttatilkynning og dreifibréf var liður í að koma upplýsingum skjótt og vel til bæjarbúa um þetta mikilvæga mál. Samþykkt bæjarstjórnar hefur vakið jákvæð viðbrögð bæjarbúa sem beðið hafa lengi eftir framtíðarsýn á uppbyggingu miðbæjarsvæðisins. Viðbrögð minnihlutans og tilraunir til að endurtúlka eigin ákvarðanir vekja því vissa furðu.

Jónmundur Guðmarsson

(sign)

 

 

Fundargerð síðasta fundar staðfest.

 

1.           Lögð var fram fundargerð 123. (18.) fundar Skólanefndar Seltjarnarness dagsett 21. maí 2003 og var hún í 6 liðum.

Til máls tóku:  Bjarni Torfi Álfþórsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.

Fundargerðin gaf  ekki tilefni til samþykktar.

 

2.           Lögð var fram fundargerð 22. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness dagsett 28. maí 2003 og var hún í 3 liðum.

Til máls tóku: Inga Hersteinsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir og Jónmundur Guðmarsson.

Fundargerðin gaf  ekki tilefni til samþykktar.

 

3.           Lögð var fram fundargerð 33. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. SHS, dagsett  2. júní 2003 og var hún í 7 liðum.

Fundargerðin gaf  ekki tilefni til samþykktar.

 

4.           Lagt var fram bréf, í framhaldi af  13. lið a í fundargerð 568. fundar bæjarstjórnar 26. febrúar 2003, frá Hrafnhildi Sigurðardóttur og Pálínu Magnúsdóttur dagsett 26. maí 2003 með tillögum í 9 liðum að áframhaldandi vinabæjarsamstarfi. 

Til máls tóku: Árni Einarsson, Jónmundur Guðmarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir og Inga Hersteinsdóttir.

Tillögurnar lagðar fram.

   

5.           Lagðar voru fram tillögur fjármála- og stjórnsýslusviðs dagsett 22. maí 2003 um vinnuferla Seltjarnarnesbæjar vegna útgáfu vínveitingaleyfa og umsagna um veitingaleyfi.

Til máls tóku:  Jónmundur Guðmarsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Inga Hersteinsdóttir.

Tillögurnar samþykktar samhljóða.

 

6.           Lögð var fram umsagnarbeiðni frá Lögreglustjóranum í Reykjavík vegna veitingaleyfis fyrir veitingaverslun að Austurströnd 8 á tilbúnum mat fyrir Gullborg ehf.

Bæjarstjórn gerir ekki athugasemd við fyrirhugað veitingaleyfi.

 

7.           Lögð var fram  umsagnarbeiðni frá Lögreglustjóranum í Reykjavík vegna veitingaleyfis fyrir veitingastofu/greiðasölu í Félagsheimilinu við Suðurströnd, fyrir Veisluna- veitingaeldhús ehf.

Bæjarstjórn gerir ekki athugasemd við fyrirhugað veitingaleyfi.

 

8.           Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fresta fundi bæjarstjórnar sem fyrirhugaður var þann 16. júlí 2003. Síðasti fundur bæjarstjórnar fyrir sumarfrí verður því haldinn 25. júní 2003.  

 

Fundi var slitið kl. 17:43



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?