Fara í efni

Bæjarstjórn

971. fundur 27. september 2023

971. Bæjarstjórnarfundur var haldinn miðvikudaginn 27. September 2023, kl. 17:00 þegar að bæjarstjórn Seltjarnarness kom saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Fundinn sátu: Þór Sigurgeirsson (ÞS), Ragnhildur Jónsdóttir (RJ), Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir (DSO), Örn Viðar Skúlason (ÖSV), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS), Sigurþóra Bergsdóttir (SB), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ).

Fundargerð ritaði: Svava G. Sverrisdóttir.

Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.

Ragnhildur Jónsdóttir setti fund og stjórnaði.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

1. Fundargerð 143. fundar Skipulags- og umferðarnefndar

Fundargerðin lögð fram.

Eftirfarandi liðir í fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar nr. 143 voru bornir upp til staðfestingar:

1. 2023090027 - Valhúsahæð - Breyting á deiliskipulagi Valhúsahæðar og aðliggjandi útivistarsvæðis - Breyting vegna grenndarstöðva.

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Valhúsahæðar og aðliggjandi útivistarsvæðis, dagsett 16. ágúst 2023, þar sem gert er ráð fyrir grenndarstöðvun fyrir úrgangsflokkun við Suðurströnd og Norðurströnd.

Skipulags-og umferðarnefnd samþykkir að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Valhúsahæðar og aðliggjandi útivistarsvæðis skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagsslaga nr. 123/2010. Vísað til staðfestingar í bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða.

2. 2022100054 - Tjarnarból 2-8 - Viðbótarbílastæði og rafhleðslur

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Lambastaðahverfis vegna Tjarnarbóls 2-8. Í breytingunni felst að bæta aðstæður fyrir rafbíla og gera 6 ný rafhleðslustæði á svæði austan við núverandi bílastæði, skilmálar eru óbreyttir.

Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir tillögu að breytingu á deiliskipulagi Lambastaðahverfis. Fallið er frá grenndarkynningu þar sem ekki eru aðrir taldir eiga hagsmuna að gæta en Seltjarnarnesbær og lóðarhafi. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að auglýsa breytinguna í B-deild stjórnartíðinda og senda Skipulagsstofnun til varðveislu í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010. Vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða.

Til máls tóku: GAS, ÞS, ÖVS.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerðina sem er í 8 liðum í heild sinni.

2. Fundargerð 468. fundar Fjölskyldunefndar

Fundargerðin lögð fram.

Til máls tóku: BTÁ, ÞS.

3. Fundargerð 441. fundar Íþrótta- og tómstundanefndar

Fundargerðin lögð fram.

Til máls tóku: GAS, ÖVS, ÞS.

4. Fundargerð 483. stjórnarfundar Sorpu bs.

Fundargerðin lögð fram.

5. Fundargerð 484. stjórnarfundar Sorpu bs.

Fundargerðin lögð fram.

6. Fundargerð 485. stjórnarfundar Sorpu bs.

Fundargerðin lögð fram.

7. Fundargerð 43. eigendafundar Sorpu bs.

Fundargerðin lögð fram.

8. Fundargerð 43. eigendafundar Strætó bs.

Fundargerðin lögð fram.

9. Fundargerð 251. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.

Fundargerðin lögð fram.

10. Fundargerð 252. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.

Fundargerðin lögð fram.

11. Fundargerð 932. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga.

Fundargerðin lögð fram.

12. Fundargerð 933. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga.

Fundargerðin lögð fram.

13. Fundargerð 119. fundar svæðisskipulagsnefndar SSH.

Fundargerðin lögð fram.

14. 2023090247 – Starfsmannamál, ráðning sviðsstjóra Skipulags- og umhverfissviðs.

Bæjarstjóri kynnti ráðningarferlið, svaraði spurningum og lagði fram gögn.

Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkir samhljóða að ráða Gunnlaug Jónasson í starf sviðsstjóra Skipulags- og umhverfissviðs að undangengnu ráðningarferli Intellecta. Gunnlaugur mun hefja störf innan tíðar og býður bæjarstjórn hann hjartanlega velkominn til starfa.

Til máls tóku: ÞS.

Fundi slitið kl. 17.22

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?