Fara í efni

Bæjarstjórn

974. fundur 08. nóvember 2023

974. Bæjarstjórnarfundur var haldinn miðvikudaginn 8. nóvember 2023, kl. 17:00 þegar að bæjarstjórn Seltjarnarness kom saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2.

Fundinn sátu: Þór Sigurgeirsson (ÞS), Ragnhildur Jónsdóttir (RJ), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Svana Helen Björnsdóttir (SHB), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS), Sigurþóra Bergsdóttir (SB) og Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ).

Fundargerð ritaði: Svava G. Sverrisdóttir.

Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.

Ragnhildur Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar setti fund og stjórnaði.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

1. Fundargerð 150. fundar Bæjarráðs.

Fundargerðin lögð fram til samþykktar.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerðina sem er í 7 liðum í heild sinni.

2. Fundargerð 151. fundar Bæjarráðs.

Fundargerðin lögð fram til samþykktar.

Til máls tóku: BTÁ, ÞS, GAS.

Bókun minnihluta:

 Nú í dag, 8. Nóvember ætti bæjarstjórn að vera að fjalla um fjárhagsáætlun næsta árs og áætlun næstu þriggja ára, en eins og sveitarstjórnarlög kveða á um skal fjárhagsáætlun vera lögð fyrir bæjarstjórn til fyrri umræðu, samkvæmt 3. Mgr. 62. Gr. Sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, fyrir 1. Nóvember ár hvert.

Það er dapurt í meira lagi að meirihluti Sjálfstæðismanna uppfylli ekki þetta skilyrði sveitarstjórnarlaga.

Guðmundur Ari Sigurjónsson – Bæjarfulltrúi Samfylkingar og óháðra
Sigurþóra Bergsdóttir – Bæjarfulltrúi Samfylkingar og óháðra
Bjarni Torfi Álfþórsson – Bæjarfulltrúi Samfylkingar og óháðra

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerðina sem er í 3 liðum í heild sinni.

3. Fundargerð 329. (152). fundar stjórnar Skólanefndar.

Fundargerðin lögð fram.

Til máls tóku: RJ, GAS, ÞS, SHB, SB.

Bókun minnihluta:
Samfylkingin og óháðir lögðu fram tillögu í upphafi árs þess efnis að ástandskoðun yrði framkvæmd af óháðum aðila á byggingum sem hýsa leik- og grunnskóla, frístund, félagsmiðstöð og tónlistarskóla Seltjarnarness. Búið er að framkvæma úttekt á húsnæði grunnskólans sem leiddi í ljós umfangsmiklar rakaskemmdir og myglu. Enn á eftir að framkvæma úttekt á öðru húsnæði sveitarfélagsins.

Frá því að skýrsla Eflu var kynnt fyrir bæjarráði í haust hafa fulltrúar Samfylkingar og óháðra lagt áherslu á að nemendum og starfsfólki séu tryggðar heilnæmar starfsaðstæður og að óásættanlegt væri að kenna í kennslustofum sem við vitum að eru myglaðar.

Okkur var sagt að hreinsun og loftun ætti að tryggja öryggi og heilsu starfsfólks og nemenda en dæmin sýna okkur nú að nemendur eru að veikjast og kennarar líka. Það er frumskylda sveitarfélagsins að tryggja öryggi og heilsu starfsfólks og nemenda og viljum við því skora á bæjarstjóra og skólayfirvöld að endurskoða áætlanir sýnir um að nýta áfram myglaðar kennslustofur.

Guðmundur Ari Sigurjónsson - Bæjarfulltrúi Samfylkingar og óháðra
Sigurþóra Bergsdóttir - Bæjarfulltrúi Samfylkingar og óháðra
Bjarni Torfi Álfþórsson - Bæjarfulltrúi Samfylkingar og óháðra

4. Fundargerð 154. fundar Veitustjórnar.

Fundargerðin lögð fram.

Til máls tóku: SB, ÞS, BTÁ, SHB, GAS.

Bókun:
Fundir stjórnar Veitustofnunar Seltjarnarness hafa verið fáir og fáar fundagerðir birtar eða samþykktar af bæjarstjórn. Gögn birtast ekki í gagnagátt og erfitt að rekja ákvarðanir.

Stjórn Veitustofnana samþykkti á fundi þann 14. des 2022 að hækka gjaldskrá um 15% árið 2023. Sú fundargerð hefur ekki verið lögð fyrir bæjarstjórn, né birt á vef Seltjarnarnesbæjar. Auglýsi ég hér með henni.

Það virðist vera óvissa um hvort þessari ákvörðun hafi verið framfylgt. Þar sem upplýsingar hafa ekki verið uppfærðar á vef bæjarins, né virðist hún hafa verið auglýst í stjórnartíðindum.

Á vef Seltjarnarnesbæjar er birt gjaldskrá veitna sem birt er í stjórnartíðindum. Nýjasta gjaldskrá þar er frá ágúst 2021.

Við leit í stjórnartíðindum fannst ekki auglýsing sem sýndi þessa hækkun gjaldskrár.

Því er spyrjum við:

1. Hver er gjaldskrá hitaveitu Seltjarnarness árið 2023?
2. Hver er þróun á verði á heitu vatni síðustu 6 ár - það er 2018 til og með 2023

Samfylking og óháðir óska eftir sérstakri umræðu um þau svör sem berast og um stöðu Veitna á Seltjarnarnesi á næsta bæjarstjórnarfundi, þann 22. nóvember næstkomandi.

Sigurþóra Bergsdóttir - Bæjarfulltrúi Samfylkingar og óháðra

5. Fundargerð 253. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.

Fundargerðin lögð fram.

6. Fundargerð 935. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga.

Fundargerðin lögð fram.

Til máls tók: RJ.

7. Fundargerð 936. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga.

Fundargerðin lögð fram.

8. Fundargerð 9. fundar Stefnuráðs byggðasamlaga.

Fundargerðin lögð fram.

Til máls tóku: GAS, SHB.

9. Fundargerð 18. fundar Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnafjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness.

Fundargerðin lögð fram.

Til máls tóku: RJ, ÞS, GAS, SHB.

Bókun meirihluta við 1. lið fundargerðarinnar:
Starfshópur ráðuneytisins skoðaði ekki hvernig hægt er að efla núverandi kerfi samhliða einföldun regluverks. Við vekjum athygli á að ekkert samráð var haft við sveitarfélagið við vinnslu skýrslunnar. Við teljum að samráð við sveitarfélagið sé lykilatriði máls áður en lengra er haldið.

Þór Sigurgeirsson
Ragnhildur Jónsdóttir
Magnús Örn Guðmundsson
Svana Helen Björnsdóttir

10. Fundargerð 558. fundar stjórnar SSH.

Fundargerðin lögð fram.

11. Fundargerð 120. fundar svæðisskipulagsnefndar SSH

Fundargerðin lögð fram.

12. Fundargerð 119. fundar svæðisskipulagsnefndar SSH

Fundargerðin lögð fram.

13. Starfs- og fjárhagsáætlun svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins.

Starfs- og fjárhagsáætlun svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins 2024 lögð fram

 

Bæjarstjóri svaraði fyrirspurnum Guðmundar Ara Sigurjónssonar frá síðasta fundi bæjarstjórnar.

 

Fundi slitið kl. 17:40

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?