Fara í efni

Bæjarstjórn

979. fundur 07. febrúar 2024 kl. 17:00

979. Bæjarstjórnarfundur var haldinn miðvikudaginn 7. febrúar, 2024, kl. 17:00 þegar að bæjarstjórn Seltjarnarness kom saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2.

Fundinn sátu: Ragnhildur Jónsdóttir (RJ), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Þór Sigurgeirsson (ÞS), Svana Helen Björnsdóttir (SHB), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS), Sigurþóra Bergsdóttir (SB) og Karen María Jónsdóttir (KMJ).

Fundargerð ritaði: Svava G. Sverrisdóttir.

Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.

Ragnhildur Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar setti fund og stjórnaði.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

1. Fundargerð 155. fundar bæjarráðs.

Eftirfarandi liðir í fundargerð bæjarráðs nr. 155 voru bornir upp til staðfestingar:

1. 2023080222 – Reglur um stuðning við börn og fjölskyldur þeirra

Á 470. fundi fjölskyldunefndar, var eftirfarandi fært í fundargerð undir 3. dagskrárlið: 2024010229 - Reglur um stuðning við börn og fjölskyldur þeirra.

Fjölskyldunefnd staðfestir endurskoðaðar reglur um stuðning við börn og fjölskyldur þeirra og vísar til bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu Fjölskyldunefndar og vísar til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.

4. 2024010386 – Verklagsreglur um viðauka hjá Seltjarnarnesbæ

Fjármálastjóri leggur fram drög að verklagsreglum og vinnuferli við framlagningu og vinnslu viðauka hjá Seltjarnarnesbæ.

Bæjarráð samþykkir verklagsreglurnar og vísar málinu til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.

5. 2024010402 – Viðauki 1 - stuðningsþjónusta

Beiðni frá sviðsstjóra Fjölskyldusviðs um viðauka vegna aukinnar stuðningsþjónustu í leikskólum lögð fram.

Bæjarráð samþykkir viðaukann og vísar til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarstjórn samþykkir fundargerð bæjarráðs, sem er í 12. liðum í heild sinni.

Til máls tóku: GAS, RJ, SB, ÞS, SHB

2. Fundargerð 470. fundar Fjölskyldunefndar.

Fundargerðin lögð fram.

Til máls tók: SB

3. Fundargerð 331. fundar Skólanefndar.

Fundargerðin lögð fram.

Til máls tók: GAS

4. Fundargerð 323. fundar Umhverfisnefndar.

Fundargerðin lögð fram.

Til máls tóku: RJ, KMJ, GAS, SHB, ÞS, MÖG

5. Fundargerð 443. fundar Íþrótta- og tómstundanefndar.

Fundargerðin lögð fram.

Til máls tók: RJ

6. Fundargerð 144. fundar Skipulags- og umferðarnefndar – 3. dagskrárliður

Eftirfarandi liður í fundargerð 144. fundi Skipulags- og umferðarnefndar er borinn upp til staðfestingar:

3. 2023080141 – Selbraut 36 - Byggingarleyfisumsókn

Sótt er um byggingarleyfi, dagsett 17. ágúst 2023, þar sem sótt er um heimild til að reisa sólskála ofan á svalir við Selbraut 36. Nefndin frestaði málinu á fundi í ágúst. Þá var eftirfarandi bókað: Skipulags- og umferðarnefnd frestar erindinu, samræmist ekki deiliskipulagi.

Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagfulltrúa verið falið að grenndarkynna áformin í samræmi við 2. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan verði grenndarkynnt fyrir eigendum eignanna Selbraut 20, 22, 24, 26, 28 og 30 auk eignanna í sömu lengju sem eru Selbraut 32, 34, 38, 40 og 42.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umferðarnefndar á lið 3.

Fundargerðin sem er í 8 liðum var samþykkt í heild sinni á 973. fundi Bæjarstjórnar.

7. Fundargerð 145. fundar Skipulags- og umferðarnefndar - 10. dagskrárliður

Eftirfarandi liður í fundargerð 145. fundi Skipulags- og umferðarnefndar er borinn upp til staðfestingar:

10. 2023030040 – Hofgarðar 16, breyting á deiliskipulagi, aukið nýtingarhlutfall

Deiliskipulagi er breytt til að taka með B- rými inn í nýtingarhlutfall. Fram komu mótmæli frá eigendum á nágrannalóð og komu tvö mismunandi mótmælabréf frá fulltrúum þeirra.

Er þetta í annað sinn sem deiliskipulaginu er breytt vegna umræddrar lóðar en í fyrra skiptið komu ekki mótmæli. Þá var húsið sem fyrirhugað er að komi á lóðina fært fjær lóð þeirra sem nú mótmæla.

Tekið er fram í deiliskipulagsbreytingunni sem kynnt var að nýtingarhlutfall A-rýma skuli vera óbreytt en að nýtingarhlutfall þegar rými sem eru opin að útilofti eru tekin með verði hækkað úr 0,41 í 0,48.

Ekki er verið að stækka birt flatarmál hússins sem fyrirhugað er að komi á lóðina.

Í viðhengi er tillaga að svarbréfi nefndarinnar til þeirra sem mótmæltu þar sem þeim er svarað í samræmi við það sem kemur fram hér að ofan.

Skipulagsfulltrúi hélt fund með málsaðilunum í september þar sem fyrirhugaðar framkvæmdir á lóðinni voru kynntar

Afgreiðsla: Nefndin vill árétta að B-rými eru ekki hluti af brúttó-flatarmáli hússins sem verður óbreytt þrátt fyrir þessa breytingu. Nefndin hefur fullan skilning á því að óheppilegt sé að útsýni íbúa við Melabraut 40 skerðist en það er þó óhjákvæmilegt og í fullu samræmi við gildandi skipulagsáætlanir sem voru í fullu gildi þegar þeirra hús var byggt. Nefndin telur rétt taka tillit til mótmælanna með því að leyfa einungis 0,46 í nýtingu á lóðinni í stað 0,48 sem voru kynnt. Ekki er talin ástæða til að endurtaka grenndarkynninguna enda er breytingin minna íþyngjandi en upphaflega tillagan. Einnig vill nefndin árétta að hún telur að þau gögn sem voru kynnt með bréfi til nágranna og auglýst hafi verði fullnægjandi.

Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að svara nágrönnunum í samræmi við þessar forsendur og ganga frá málinu í samræmi við 2. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umferðarnefndar á lið 10.

Fundargerðin sem er í 12 liðum var samþykkt í heild sinni á 978. fundi Bæjarstjórnar.

8. Fundargerð 123. fundar Svæðisskipulagsnefndar SSH.

Fundargerðin lögð fram.

9. Fundargerð 68. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga.

Fundargerðin lögð fram.

10. Fundargerð 572. fundar stjórnar SSH.

Fundargerðin lögð fram.

Til máls tók: RJ

11. Fundargerð 20. fundar 7. Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness.

Fundargerðin lögð fram.

Til máls tók: RJ, KMJ, ÞS, SHB, GAS

 

Fundi slitið kl. 17:48

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?