Fara í efni

Bæjarstjórn

982. fundur 20. mars 2024

982. Bæjarstjórnarfundur var haldinn miðvikudaginn 20. mars, 2024, kl. 17:00 þegar að bæjarstjórn Seltjarnarness kom saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2.

Fundinn sátu: Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Þór Sigurgeirsson (ÞS), Svana Helen Björnsdóttir (SHB), Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir (DSO), Sigurþóra Bergsdóttir (SB) og Karen María Jónsdóttir (KMJ).

Gestur fundarins er Árni Ármann Árnason (ÁÁÁ), lögmaður frá Libra lögmönnum.

Fundargerð ritaði: Ari Eyberg

Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.

Magnús Örn Guðmundsson setti fund og stjórnaði.

 Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

Magnús Örn Guðmundsson víkur af fundi. Svana Helen Björnsdóttir, 2. varaforseti, tekur við fundarstjórn og býður Árna Ármanni Árnasyni að taka til máls.

1. Sala á fasteigninni Safnatröð 1

Árni Ármann Árnason frá Libra lögmönnum kynnir kaupsamning Seltjarnarnesbæjar og Safnatraðar slhf. Forseti ber kaupsamninginn upp til samþykktar.

Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar samþykkir sölu á fasteigninni Safnatröð 1 á Seltjarnarnesi, samkvæmt fyrirliggjandi kaupsamningi frá 15. febrúar 2024 við Safnatröð slhf.

Til máls tóku: SHB, SB, ÁÁÁ, ÞS

Magnús Örn Guðmundsson kemur aftur og tekur við fundarstjórn. Árni Ármann víkur af fundi.

2. Fundargerð 159. fundar stjórnar Veitustofnana Seltjarnarness

Fundargerðin lögð fram.

3. Fundargerð 324. fundar Umhverfisnefndar

Fundargerðin lögð fram.

Eftirfarandi liður í fundargerðinni var borinn upp til staðfestingar.

2. 2024020208 – Stjórn Reykjanesfólkvangs – Fundargerðir 2024

Fundargerð frá fyrsta fundi stjórnar Reykjanesfólkvangs árið 2024, þann 22. janúar.

Til máls tóku: KMJ, ÞS, SHB, SB

4. Fundargerð 149. fundar Skipulags- og umferðarnefndar

Fundargerðin lögð fram.

Eftirfarandi liðir í fundargerðinni voru bornir upp til staðfestingar.

2. 2023040100 – Lindarbraut 29 deiliskipulagsbreyting
Eigandi óskar eftir að grenndarkynnt verði breyting á deiliskipulaginu Vestursvæði að Lindarbraut svo leyfilegt verði að byggja um 70 fermetra garðskála í samræmi við skissur hans í viðhengi. Núverandi byggingarmmagn á lóð er 210,5 fermetrar og lóðin er 1200 fermetrar skv. Fasteignaskrá. Nýtingarhlutfall lóðar er 0,33 og verður byggingarmagn á lóð eftir breytinguna innan marka þess. Nefndin fjallaði um málið og tók jákvætt í erindið á desemberfundi sínum á síðasta ári.

Nefndin samþykkir að grenndarkynna tillögu um garðskála og beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að kynna hana í samræmi við 2. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr 123/2010. Tillaga verði grenndarkynnt fyrir húseigendum að Lindarbraut 27, 30 og 31 auk Nesbala 3, 5 og 7.

Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun skipulags- og umferðarnefndar

4. 2023060137 – Melabraut 20 – Grenndarkynningu lokið
Á nóvemberfundi nefndarinnar var samþykkt að grenndarkynna breytingu á deiliskipulagi eignarinnar Melabraut 20. Breytingin fólst í því að hámarks mænishæð var hækkuð til samræmis við það sem er í gildi fyrir lóðirnar Melabraut 14, 16 og 18.

Athugasemdir bárust nýlega frá eigendum eignarinnar Melabraut 18, í fjórum liðum. Nágrannarnir gera athugasemd við framsetningu gagna og hæð hússins sem þau telja að verði ekki í samræmi við næstu hús og að ekki séu fordæmi fyrir bílakjallara í hverfinu.

Þau telja einnig til ýmis atriði eins og afstöðu hússins, umhverfisþætti og misræmi í stærð lóðarinnar sem gefi óeðlilega mikið byggingarmagn skv deiliskipulagi. Þetta eru allt þættir sem ekki er verið að breyta að með þeirri grenndarkynningu sem hér er fjallað um og eru í samræmi við það deiliskipulag sem er í gildi fyrir lóðina.

Nefndin telur að sú breyting á hæðarkóta sem hér um ræðir muni ekki rýra lífsgæði eða verðgildi eignarinnar Melabraut 18 líkt og gefið er í skyn í athugasemd. Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 2. málgrein 4. og 44. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 og honum verði falið að svara nágrönnunum í samræmi tillögu að svarbréfi sem er í viðhengi.

Nefndin vill árétta að ekki er verið að samþykkja hámarkshæð á lóðinni umfram það sem heimilt er að byggja á lóðunum Melabraut 14, 16 og 18 þar sem þau sem gera athugasemd búa.

Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun skipulags- og umferðarnefndar

Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina í heild sinni sem er í 9 liðum.

5. Fundargerð fundar Menningarnefndar

Fundargerðin lögð fram.

Til máls tóku: KMJ, ÞS, SHB

6. Fundargerð fundar Íþrótta- og tómstundanefndar

Fundargerðin lögð fram.

7. Fundargerð 574. fundar Stjórn SSH

Fundargerðin lögð fram.

8. Fundargerð 125. fundar Svæðisskipulagsnefndar SSH

Fundargerðin lögð fram.

9. Fundargerð 258. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins

Fundargerðin lögð fram.

10. Fundargerð 945. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Fundargerðin lögð fram.

Tillögur og erindi:

11. Áskorun til sveitarfélaga vegna yfirlýsingar ríkisstjórnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna kjarasamninga 2024

Erindi frá formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga lagt fram.

Bæjarstjórn samþykkir að vísa til Bæjarráðs.

Til máls tóku: ÞS, SB


Fundi slitið kl. 17:45

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?