987. Bæjarstjórnarfundur var haldinn miðvikudaginn 22. maí, 2024, kl. 17:00 þegar að bæjarstjórn Seltjarnarness kom saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2.
Fundinn sátu: Ragnhildur Jónsdóttir (RJ), Þór Sigurgeirsson (ÞS), Svana Helen Björnsdóttir (SHB), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Guðmundur Ari Sigursjónsson (GAS), Sigurþóra Bergsdóttir (SB) og Bjarni Torfi Álfþórsso (BTÁ).
Fundargerð ritaði: Svava G. Sverrisdóttir.
Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.
Ragnhildur Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar setti fund og stjórnaði.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
1. Fundargerð 151. fundar Skipulags- og umferðarnefndar.
Fundargerðin lögð fram til staðfestingar.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina sem er í 12 liðum, samhljóða.
Til máls tóku: GAS, SHB
2. Fundargerð 393. fundar stjórnar Strætó.
Fundargerðin lögð fram.
3. Fundargerð 578. fundar stjórnar SSH.
Fundargerðin lögð fram
4.Fundargerð 127. fundar Svæðisskipulagsnefndar SSH.
Fundargerðin lögð fram
5. Fundargerð 72. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga
Fundargerðin lögð fram.
6. Fundargerð 255. fundar stjórnar SHS.
Fundargerðin lögð fram til samþykktar.
Eftirfarandi liður í fundargerðinni er borinn upp til staðfestingar:
3. Starfsstöðvar SHS til framtíðar - 2301008
Greinargerð starfshóps um húsnæðismál lögð fram til bókunar og samþykktar.
Niðurstaða:
Stjórn SHS samþykkir tillögur starfshópsins og vísar þeim til umfjöllunar í aðildarsveitarfélögunum. Ekki er gert ráð fyrir að tillögurnar hafi áhrif á fjárhagsáætlanir sveitarfélaganna til næstu ára. Fjármálastjórum sveitarfélaganna verði falið að stilla upp tillögu að fjármögnun.
Þór Sigurgeirsson óskar eftir að skoðað verði hvort mögulegt sé að staðsetja tímabundið útkallseiningu/sjúkrabíl nær byggðinni þar á meðan beðið er síðari áfanga framkvæmdaáætlunar sem áætlað er að bæti viðbragðstíma í vestustu hluta höfuðborgarsvæðisins.
Afgreiðslu bæjarstjórnar er frestað uns svar berst við bókun bæjarstjóra.
Til máls tóku: ÞS, RJ, GAS
7. Forsetakosningar 2024 – starfsmenn undirkjördeilda
Listi yfir starfsmenn undirkjördeilda í forsetakosningum 2024 lagður fram til samþykktar.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðan lista samhljóða.
8. Önnur mál
Fulltrúi Samfylkingar leggur fram tillögu að skipun fulltrúa minnihluta í skólanefnd og öldungaráð.
Tillagan er eftirfarandi:
Skólanefnd
Karen María Jónsdóttir – 101275-5319 – Miðbraut 1
Guðmundur Ari Sigurjónsson – 1209882479 – Miðbraut 18
Vara
Sigurþóra Bergsdóttir – 210372-5399 – Nesvegi 123
Guðmundur Gunnlaugsson – 100886-2949 – Kirkjubraut 19
Öldungaráð
Árni Emil Bjarnason – 260548-2639 – Skólabraut 7
Vara
Guðmundur Ari Sigurjónsson – 1209882479 – Miðbraut 18
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna.
Fundi slitið kl. 17:11