Fara í efni

Bæjarstjórn

575. fundur 28. maí 2003

Miðvikudaginn 28. maí 2003 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Árni Einarsson, Stefán Bergmann, Sunneva Hafsteinsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson og Inga Hersteinsdóttir.

Fundi stýrði Ásgerður Halldórsdóttir.
Fundargerð ritaði Stefán Bjarnason.


Fundargerð síðasta fundar staðfest.

1. Lögð var fram fundargerð 331. fundar Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarnesbæjar dagsett 15. maí 2003 og var hún í 13 liðum.
Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Stefán Bergmann.
Liðir 1 og 3 í fundargerðinni samþykktir samhljóða
Fundargerðin gaf að öðru leyti ekki tilefni til samþykktar.

2. Lögð var fram fundargerð 21. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarnesbæjar dagsett 16. maí 2003 og var hún í 6 liðum.
Til máls tóku: Árni Einarsson, Inga Hersteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir og Stefán Bergmann.

Vegna 2. liðs fundargerðarinnar var lögð fram eftirfarandi tillaga:
Bæjarstjórn fellst á tillögu Skipulags- og mannvirkjanefndar nr A1 og felur nefndinni að hefja gerð deiliskipulags og hönnun Hrólfskálamelar og   Suðurstrandar á forsendum tillögunnar og á grundvelli skipulagslaga.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
Fundargerðin gaf að öðru leyti ekki tilefni til samþykktar.

3. Lögð var fram fundargerð 288. fundar Félagsmálaráðs Seltjarnarness dags. 9. maí 2003 og var hún í 18 liðum, ásamt starfsreglum fyrir veitingu viðbótarlána frá Íbúðalánasjóði.
Til máls tóku:   Sunneva Hafsteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson, Árni Einarsson, Inga Hersteinsdóttir og Stefán Bergmann.
Liðir 12 og 13 í fundargerðinni voru samþykktir samhljóða
Fundargerðin gaf að öðru leyti ekki tilefni til samþykktar.

4. Lögð var fram fundargerð 156. fundar Umhverfisnefndar Seltjarnarness dagsett 15. maí 2003 og var hún í 7 liðum.
Til máls tóku:  Stefán Bergmann, Sunneva Hafsteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Árni Einarsson.
Liður 4 í fundargerðinni var samþykktur samhljóða
Fundargerðin gaf að öðru leyti ekki tilefni til samþykktar.
   
5. Lögð var fram fundargerð 46. (12.) fundar Menningarnefndar Seltjarnarness dagsett 8. maí 2003 og var hún í 4 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

6. Lögð var fram fundargerð 256. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, SSH,  dagsett 12. maí 2003 og var hún í 4 liðum.
Til máls tóku:  Árni Einarsson og Jónmundur Guðmarsson
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

7. Lögð var fram fundargerð 191. fundar stjórnar SORPU dagsett 15. maí 2003 og var hún í 4 liðum.
Til máls tók Jónmundur Guðmarsson
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

8. Lögð var fram fundargerð 187. fundar Launanefndar sveitarfélaga dagsett 14. maí 2003 og var hún í 10 liðum.
Til máls tók Jónmundur Guðmarsson
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.


9. Lagður var fram ársreikningur  ársins 2002 fyrir Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs 
Ársreikningurinn samþykktur samhljóða.
 
10. Nýr fulltrúi Seltjarnarnesbæjar í Bláfjallanefnd var tilnefndur Ingimar Sigurðsson sem kemur í stað Hildar Jónsdóttur.

11. Í fulltrúaráð Málræktarsjóðs var Jón Jónsson tilnefndur sem fulltrúi Seltjarnarnesbæjar.

12. Umræður urðu um flutning Bókasafns Seltjarnarness niður á Eiðistorg.

13. Bæjarstjóri lagði fram drög að ársskýrslu Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2002. 
 
Fundi var slitið kl. 18:09Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?