1005. Bæjarstjórnarfundur var haldinn fimmtudaginn 23. apríl 2025, kl. 17:00 þegar að bæjarstjórn Seltjarnarness kom saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2.
Fundinn sátu: Ragnhildur Jónsdóttir (RJ), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Þór Sigurgeirsson (ÞS), Svana Helen Björnsdóttir (SHB), Sigurþóra Bergsdóttir (SB), Karen María Jónsdóttir (KMJ) og Björg Þorsteinsdóttir.
Fundargerð ritaði: Svava G. Sverrisdóttir.
Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.
Ragnhildur Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar setti fund og stjórnaði.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
1. Fundargerð 175. fundar bæjarráðs
Fundargerðin lögð fram til samþykktar.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina, sem er í 1 tölulið, samhljóða.
Til máls tóku: SB, ÞS, SHB, KMJ og RJ
2. Fundargerð 331. fundar umhverfisnefndar
Fundargerðin lögð fram.
Eftirfarandi liður í fundargerðinni er borinn upp til kynningar:
1. 2024010300 - Endurskoðun friðlýsingar Gróttu
Á 925. bæjarstjórnarfundi þann 10. mars 2021 fól bæjarstjórn fulltrúum í umhverfisnefnd að taka sæti í starfshópi Umhverfisstofnunar um endurskoðun á friðlýsingarskilmálum Gróttu og mögulegri stækkun friðlandsins. Starfshópurinn hefur lokið störfum.
Starfshópurinn telur mikilvægt að Seltjörn verði hluti af friðlandi Gróttu en undir öðrum friðlýsingarskilmálum sem ná aðeins til truflandi umferðar farartækja á varptíma en sjósund, kajakar, árabátar og sambærileg faratæki verða samkvæmt tillögunni áfram leyfð. Umferð fólks árið um kring verður áfram heimil um Seltjörn, hvort tveggja í fjörunni og í sjónum, en Grótta sjálf er lokuð á varptíma eins og verið hefur síðan árið 1974.
Seltjörn er varin úthafsöldu af rifi og er afar mikilvæg fuglalífi á Seltjarnarnesi og víðar. Hún er umlukin fjölbreyttum fjörum, þangfjörum, fjörupollum, sandfjörum, leirum og setmyndunum, fjörumó og jökulseti. Seltjörn er grunn, lífrík sjávarvík og mikil fæðuuppspretta fyrir unga jafnt sem fullvaxta fugla og þar eru hagstæð skilyrði fyrir uppeldi ungviðis. Seltjörn er í C-hluta náttúruminjaskrár skv. 3. tl. 2. mgr. 33. gr. náttúruverndarlaga nr. 60/2013 ásamt fjörum kringum nesið frá Bakka að mörkum byggðar við Bygggarða. Innan svæðisins er Suðurnes allt, Kotagrandi, Bakkagrandi og Bakkatjörn en Bakkatjörn var friðlýst 30. nóvember 2000 en Seltjörn hefur verið á náttúruminjaskrá síðan 1981.
Jafnframt er nauðsynlegt að uppfæra friðlýsingarskilmála Gróttu en núgildandi skilmálar eru frá 1974. Samkvæmt drögum að nýjum skilmálum verður m.a. heimilt að fara út í eyna til að sinna viðhaldi mannvirkja og meindýravörnum en núgildandi skilmálar taka fyrir slíkt nema að fenginni undanþágu. Starfsmenn bæjarins hafa lent í vandræðum við nauðsynlega umsýslu í Gróttu en munu að samþykktum nýjum skilmálum geta sinnt slíkum verkefnum án tafar.
Afgreiðsla: Umhverfisnefnd samþykkir að beina tillögu starfshópsins að nýjum friðlýsingarskilmálum til bæjarstjórnar til kynningar og eftir atvikum samþykktar.
Bæjarstjórn samþykkir að tillaga starfshóps að nýjum friðlýsingarskilmálum verði kynnt og málinu verði komið í lögbundinn farveg í samræmi við lög um náttúruvernd nr. 60/2013, samhljóða.
3. Fundargerð 24. fundar Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins
Fundargerðin lögð fram.
4. Fundargerð 25. fundar Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins
Fundargerðin lögð fram.
5. Fundargerð 26. fundar Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins
Fundargerðin lögð fram.
6. Fundargerð 270. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins
Fundargerðin lögð fram.
7. Fundargerð 973. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga
Fundargerðin lögð fram.
8. Fundargerð 974. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga
Fundargerðin lögð fram.
9. Fundargerð 975. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga
Fundargerðin lögð fram.
10. Fundargerð 976. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga
Fundargerðin lögð fram.
11. Fundargerð 82. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga
Fundargerðin lögð fram.
12. Fundargerð 83. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga
Fundargerðin lögð fram.
13. Fundargerð 603. fundar stjórnar SSH
Fundargerðin lögð fram.
14. Fundargerð 604. fundar stjórnar SSH
Fundargerðin lögð fram.
15. Fundargerð 51. eigendafundar Strætó bs.
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tók: SHB og MÖG
Tillögur og erindi:
Meirihlutinn í bæjarstjórn leggur fram eftirfarandi tillögu:
Lagt er til að opnuð verði önnur deild við Ungbarnaleikskóla Seltjarnarness skólaárið 2025-2026 til að hægt sé að taka inn fleiri börn en síðustu ár.
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins,
Ragnhildur Jónsdóttir
Magnús Örn Guðmundsson
Þór Sigurgeirsson
Svana Helen Björnsdóttir
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu samhljóða.
Til máls tóku: MÖG, KMJ, ÞS og SB
Fundi slitið kl. 17:38