Fara í efni

Bæjarstjórn

1007. fundur 28. maí 2025 kl. 17:00 - 17:26 fundarsal bæjarstjórnar að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi

1007. Bæjarstjórnarfundur var haldinn miðvikudaginn 28. maí 2025, kl. 17:00 þegar að bæjarstjórn Seltjarnarness kom saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2.

Fundinn sátu: Ragnhildur Jónsdóttir (RJ), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Þór Sigurgeirsson (ÞS), Svana Helen Björnsdóttir (SHB), Sigurþóra Bergsdóttir (SB), Karen María Jónsdóttir (KMJ) og Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ).

Fundargerð ritaði: Svava G. Sverrisdóttir

Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.

Ragnhildur Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar setti fund og stjórnaði.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

1. Fundargerð 176. fundar bæjarráðs

Fundargerðin lögð fram til samþykktar.

Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina, sem er í 6 töluliðum, samhljóða.

Bókun Karenar Maríu Jónsdóttur, fulltrúa Samfylkingar

Leikskóli
Mótun fjárhagsáætlunar og ákvarðanir um niðurskurð felur í sér ákvörðun um bæði félagslega og efnahagslega forgangsröðun bæjarstjórnar. Vegna mismunandi stöðu ólíkra þjóðfélagshópa, sem birtist með margvíslegum hætti, hefur tekjuöflun og ráðstöfun opinbers fjár mismunandi áhrif á þessa hópa.

Til grundvallar þessum tillögum liggur Kópavogsmódelið svokallaða, en engar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum þessa nýja fyrirkomulags. Bent hefur til að mynda verið á að knappari opnunartími bitni á börnum og foreldrum þeirra sem vinna í framlínuþjónustu sem bundin er við 8 klukkustunda vinnudag, en hér er oft um lálaunastörf að ræða. Þessir foreldrar eru í allt annarri stöðu en börn foreldra sem vinna störf sem bjóða upp á sveigjanleika. Þá eru einstæðir foreldrar og foreldrar af erlendum uppruna í sérstaklega viðkvæmri stöðu.

Þar sem ekki er lagt fram mat á því hvort tillagan hafi jákvæð eða neikvæð jafnréttisáhrif, í hverju þau þá felast og séu þau neikvæð hvaða mótvægisaðgerðir séu ráðgerðar þá leggjast Samfylking og óháðir gegn niðurskurðartillögunum sem í styttri opnunartíma felast þangað til að slíkt mat hefur farið fram. Með greiningu á þessum áhrifum tryggjum við að fjárhagsáætlun eða niðurskurður á henni komi ekki niður á jafnrétti sem og réttlátri dreifingu fjármuna í þjónustu við útsvarsgreiðendur.


Grunnskóli
Mótun fjárhagsáætlunar og ákvarðanir um niðurskurð felur í sér ákvörðun um bæði félagslega og efnahagslega forgangsröðun bæjarstjórnar. Vegna mismunandi stöðu ólíkra þjóðfélagshópa, sem birtist með margvíslegum hætti, hefur tekjuöflun og ráðstöfun opinbers fjár mismunandi áhrif á þessa hópa.

Bent hefur verið á að stærð bekkjar sé síður en svo aðeins hausatalning. Litið sé til samsetningar hvers og eins nemendahóps, þeirra áskoranna sem innan hans eru og þeirra auðlinda sem til staðar eru innan skólans í starfsfólki til að takast á við aðstæður á sama tíma og sinna þarf kennslu og námi barnanna. Þá hefur verið bent á að skólastarfið sé komið að ákveðnum þolmörkum og að hætta sé á að sú ráðstöfun sem sé verið er að boða með stækkun bekkjardeilda leiði til kostnaðar á öðrum stöðum innan kerfisins svo sem vegna aukinnar þarfar á sérfræði- eða sálfræðiþjónustu við börn og/eða veikinda starfsmanna.

Ekki er lagt fram mat á því hvort tillagan hafi jákvæð eða neikvæð jafnréttisáhrif, í hverju þau þá felast og séu þau neikvæð hvaða mótvægisaðgerðir séu ráðgerðar. Samfylking og óháðir leggjast því gegn niðurskurðartillögunni þangað til að slíkt mat hefur farið fram og tryggt er að fjárhagsáætlun eða niðurskurður á henni komi ekki niður á jafnrétti og réttlátri dreifingu fjármuna í lögbundna þjónustu við börn bæjarins.

Tónlistarskóli og listdanskennsla

Það er sárt að þurfa að sjá eftir Forskóla II þar sem öll börn höfðu tækifæri til þess að ganga í tónlistarskóla, óháð fjárhagslegri og félagslegri stöðu. Þar sem um viðbótarþjónustu er að ræða leggst Samfylking og óháðir ekki gegn þeirri tillögu svo framarlega sem að tryggðir séu fjármunir til tónmenntakennslu í Mýrarhúsaskóla þannig að hæfniviðmið fyrir tónmennt, eins og þau eru tilgreind í aðalnámskrá, séu uppfyllt.

Það er sárt að sjá eftir því góða samstarfi sem verið hefur við listdansskólann Óskandi um listdanskennslu. Samfylking og óháðir leggjast þó ekki gegn þeitri tillögu svo framarlega sem að fjármunir séu tryggðir til danskennslu í Mýrarhúsaskóla þannig að hæfniviðmið fyrir sviðslistir - dans, eins og þau eru tilgreind í aðalnámskrá, séu uppfyllt.

Til máls tóku: BTÁ, ÞS, KMJ, SB

2. Fundargerð 5. fundar notendaráðs Seltjarnarnesbæjar

Fundargerðin lögð fram.

3. Fundargerð 6. fundar notendaráðs Seltjarnarnesbæjar

Fundargerðin lögð fram.

4. Fundargerð 168. Veitustjórnar Seltjarnarnesbæjar

Fundargerðin lögð fram.

Til máls tók: SHB

5. Fundargerð 163. Skipulags- og umferðarnefndar

Fundargerðin lögð fram til samþykktar.

Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina, sem er í 7 töluliðum, samhljóða.

Til máls tók: SHB

6. Fundargerð 606. fundar stjórnar SSH

Fundargerðin lögð fram.

7. Fundargerð 607. fundar stjórnar SSH

Fundargerðin lögð fram.

8. Fundargerð 979. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga

Fundargerðin lögð fram.

9. Fundargerð 52. eigendafundar Strætó bs

Fundargerðin lögð fram.

10. Beiðni Sorpu bs. um afgreiðslu á endurfjármögnun lána.

Beiðni Sorpu bs. um að Seltjarnarnesbær gangist undir einfalda ábyrgð, og samþykki veðsetningu í tekjum, til tryggingar lánssamningi Sorpu bs. við Lánasjóð sveitarfélaga sem og að bærinn gangist undir aðrar skuldbindingar sem kveðið er á um í lánsamningnum.

Bæj­ar­stjórn Seltjarnarnesbæjar sam­þykk­ir með 7 at­kvæð­um að veita ein­falda ábyrgð og veð­setja til trygg­ing­ar ábyrgð­inni tekj­ur Seltjarnarnes­bæj­ar í sam­ræmi við hlut­fall eign­ar­halds, sbr. heim­ild í 2. mgr. 68. gr. og 2. mgr. 69. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga nr. 138/2011, til trygg­ing­ar láns Sorpu bs. hjá Lána­sjóði sveit­ar­fé­laga að höf­uð­stól allt að kr. 639.000.000-, með loka­gjald­daga þann 20. fe­brú­ar 2039, í sam­ræmi við skil­mála að lána­samn­ingi sem liggja fyr­ir á fund­in­um og sem bæj­ar­stjórn hef­ur kynnt sér. Ábyrgð­in tek­ur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostn­að­ar sem hlýst af van­skil­um. Nær sam­þykki bæj­ar­stjórnar jafn­framt til und­ir­rit­un­ar lána­samn­ings og að sveit­ar­fé­lag­ið beri þær skyld­ur sem þar grein­ir.

Lán­ið er tek­ið til að end­ur­fjármagna for­vinnslu­línu fyr­ir bland­að­an úr­g­ang frá heim­il­um sem telst vera verk­efni sem hafi al­menna efna­hags­lega þýð­ingu, sbr. 3. gr. laga um stofn­un op­in­bers hluta­fé­lags um Lána­sjóð sveit­ar­fé­laga nr. 150/2006.

Þá skuld­bind­ur sveit­ar­fé­lag­ið sig til þess, sem eig­andi hlut­ar í fé­lag­inu, að breyta ekki því ákvæði sam­þykkta fé­lags­ins sem kveð­ur á um að fé­lag­ið megi ekki að neinu leyti vera í eigu einka­að­ila.
Fari svo að sveit­ar­fé­lag selji eign­ar­hlut í fé­lag­inu til ann­arra op­in­berra að­ila, skuld­bind­ur sveit­ar­fé­lag­ið sig til að sjá til þess að nýr eig­andi yf­ir­taki jafn­framt ábyrgð á lán­inu í sam­ræmi við eign­ar­hluta.

Jafn­framt er Þór Sigurgeirssyni, bæj­ar­stjóra, veitt fullt og ótak­markað um­boð til þess f.h. Seltjarnarnesbæj­ar að und­ir­rita láns­samn­ing við Lána­sjóð sveit­ar­fé­laga sbr. fram­an­greint, sem og til þess að móttaka, und­ir­rita og gefa út, og af­henda hvers kyns skjöl, fyr­ir­mæli og til­kynn­ing­ar, sem tengjast lán­töku þess­ari, þ.m.t. beiðni um út­borg­un láns.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða.

11. Beiðni Sorpu bs. um samþykki fyrir lántöku vegna uppbyggingar við Lambhagaveg

Beiðni Sorpu bs. um að Seltjarnarnesbær gangist undir einfalda ábyrgð, og samþykki veðsetningu í tekjum, til tryggingar lánssamningi Sorpu bs. við Lánasjóð sveitarfélaga sem og að bærinn gangist undir aðrar skuldbindingar sem kveðið er á um í lánsamningnum.

Bæj­ar­stjórn Seltjarnarnesbæj­ar sam­þykk­ir með 7 at­kvæð­um að veita ein­falda ábyrgð og veð­setja til trygg­ing­ar ábyrgð­inni tekj­ur Seltjarnarnes­bæj­ar í sam­ræmi við hlut­fall eign­ar­halds, sbr. heim­ild í 2. mgr. 68. gr. og 2. mgr. 69. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga nr. 138/2011, til trygg­ing­ar láns Sorpu bs. hjá Lána­sjóði sveit­ar­fé­laga að höf­uð­stól allt að kr. 1.345.000.000-, með loka­gjald­daga þann 20. fe­brú­ar 2039, í sam­ræmi við skil­mála að lána­samn­ingi sem liggja fyr­ir á fund­in­um og sem bæjarstjórn­ hef­ur kynnt sér. Ábyrgð­in tek­ur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostn­að­ar sem hlýst af van­skil­um. Nær sam­þykki bæj­ar­stjórnar jafn­framt til und­ir­rit­un­ar lána­samn­ings og að sveit­ar­fé­lag­ið beri þær skyld­ur sem þar grein­ir.

Lán­ið er tek­ið til að fjár­magna upp­bygg­ingu end­ur­vinnslu­stöðv­ar að Lambhaga­vegi sem telst vera verk­efni sem hafi al­menna efna­hags­lega þýð­ingu, sbr. 3. gr. laga um stofn­un op­in­bers hluta­fé­lags um Lána­sjóð sveit­ar­fé­laga nr. 150/2006.

Þá skuld­bind­ur sveit­ar­fé­lag­ið sig til þess, sem eig­andi hlut­ar í fé­lag­inu, að breyta ekki því ákvæði sam­þykkta fé­lags­ins sem kveð­ur á um að fé­lag­ið megi ekki að neinu leyti vera í eigu einka­að­ila.

Fari svo að sveit­ar­fé­lag selji eign­ar­hlut í fé­lag­inu til ann­arra op­in­berra að­ila, skuld­bind­ur sveit­ar­fé­lag­ið sig til að sjá til þess að nýr eig­andi yf­ir­taki jafn­framt ábyrgð á lán­inu í sam­ræmi við stærð eign­ar­hlut­ans.

Jafn­framt er Þór Sigurgeirssyni, bæj­ar­stjóra, veitt fullt og ótak­markað um­boð til þess f.h. Seltjarnarnesbæj­ar að und­ir­rita láns­samn­ing við Lána­sjóð sveit­ar­fé­laga sbr. fram­an­greint, sem og til þess að móttaka, und­ir­rita og gefa út, og af­henda hvers kyns skjöl, fyr­ir­mæli og til­kynn­ing­ar, sem tengjast lán­töku þess­ari, þ.m.t. beiðni um út­borg­un láns.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða.

Til máls tók: SHB

Tillögur og erindi:

Umsagnarbeiðni – veitingaleyfi í landi Ness 1- 20025033714

Bæjarstjóra er falið að veita Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu jákvæða umsögn um umsókn til veitingaleyfis í landi Ness 1.

 

Fundi slitið kl. 17:26

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?