Fara í efni

Bæjarstjórn

1009. fundur 25. júní 2025 kl. 17:00 - 17:20 fundarsal bæjarstjórnar að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi

1009. Bæjarstjórnarfundur var haldinn miðvikudaginn 25. júní 2025, kl. 17:00 þegar að bæjarstjórn Seltjarnarness kom saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2.

Fundinn sátu: Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Ragnhildur Jónsdóttir (RJ), Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir (DSO), Örn Viðar Skúlason (ÖVS), , Sigurþóra Bergsdóttir (SB), og Karen María Jónsdóttir (KMJ). Bjarni Torfi Álfþórsson boðaði forföll.

Fundargerð ritaði: Svava G. Sverrisdóttir

Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.

Ragnhildur Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar setti fund og stjórnaði.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

1. Fundargerð 165. Skipulags- og umferðarnefndar

Fundargerðin lögð fram til samþykktar.

Eftirfarandi liður í fundargerðinni er borinn upp til staðfestingar:

9. 2025060122 – Húsnæðisáætlun 2025

Afgreiðsla: Nefndin beinir áætluninni til bæjarstjórnar til samþykktar.

Bæjarstjórn samþykkir Húsnæðisáætlun 2025 fyrir Seltjarnarnesbæ, samhljóða.

Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina, sem er í 12 liðum, samhljóða.

Til máls tóku: SB, DSO, MÖG, KMJ og RJ

2. Fundargerð 341. fundar Skólanefndar

Fundargerðin lögð fram.

3. Fundargerð 450. fundar Íþrótta- og tómstundanefndar

Fundargerðin lögð fram.

4. Fundargerð 169. Veitustjórnar

Fundargerðin lögð fram.

5. Fundargerð 981. stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Fundargerðin lögð fram.

6. Fundargerð 982. stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Fundargerðin lögð fram.

7. Fundargerð 608. stjórnar SSH

Fundargerðin lögð fram.

8. Fundargerð 139. fundar Svæðisskipulagsnefndar

Fundargerðin lögð fram.

9. Fundargerð 271. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins

Fundargerðin lögð fram.

10. Fundargerð 516. stjórnar Sorpu bs.

Fundargerðin lögð fram.

Tillögur og erindi:

a) Tillaga um sumarleyfi bæjarstjórnar.

Tillaga um sumarleyfi bæjarstjórnar 2025.

Bæjarstjórn samþykkir með vísan til 14. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 svo og 8. gr. samþykktar um stjórn Seltjarnarnesbæjar, sumarleyfi í júlí og til 20. ágúst 2025. Fyrsti fundur bæjarstjórnar eftir sumarleyfi verður boðaður með dagskrá sem send verður bæjarfulltrúum 15. ágúst 2025. Bæjarstjórn samþykkir að veita bæjarráði fullt umboð til afgreiðslu mála meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur, svo sem mælt er fyrir um í 5. mgr. 35. gr. sveitarstjórnarlaga.

Samþykkt samhljóða.

 

Fundi slitið kl. 17:20

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?