1010. Bæjarstjórnarfundur var haldinn miðvikudaginn 20. ágúst 2025, kl. 17:00 þegar að bæjarstjórn Seltjarnarness kom saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2.
Fundinn sátu: Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Ragnhildur Jónsdóttir (RJ), Þór Sigurgeirsson (ÞS), Svana Helen Björnsdóttir (SHB), Björg Þorsteinsdóttir (BÞ) og Karen María Jónsdóttir (KMJ). Bjarni Torfi Álfþórsson var fjarverandi.
Fundargerð ritaði: Svava G. Sverrisdóttir
Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.
Ragnhildur Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar setti fund og stjórnaði.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
1. Fundargerð 178. fundar bæjarráðs
Fundargerðin lögð fram til samþykktar.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina, sem er í 7 liðum, samhljóða.
2. Fundargerð 179. fundar bæjarráðs
Fundargerðin lögð fram til samþykktar.
Eftirfarandi liður í fundargerðinni er borinn upp til staðfestingar:
3. 2025070027 – Lántaka – Lánasjóður sveitarfélaga – félagslegt húsnæði 2025
Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins:
Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar samþykkir hér með á bæjarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 52.000.000,- á árinu 2025 með þeim lánaskilmálum sem býðst á þeim tíma sem lántaka fer fram. Lántakan getur verið í formi skammtímaláns, sem forvera langtímaláns, sem og langtímalán í þeim skuldabréfaflokkum sem Lánasjóðurinn býður sveitarfélögum upp á hverju sinni og hefur bæjarstjórnin kynnt sér skilmála skuldabréfaflokkanna eins og þeir koma fyrir á heimasíðu Lánasjóðsins.
Bæjarstjórn samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til fjármögnunar á félagslegu húsnæði fyrir sveitarfélagið sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Þór Sigurgeirssyni, bæjarstjóra, kt. 070467-8369, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Seltjarnarnesbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs á tölulið 3, samhljóða.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina, sem er í 3 liðum, samhljóða.
Til máls tóku: ÞS, KMJ og SHB
3. Fundargerð 166. fundar Skipulags- og umferðarnefndar
Fundargerðin lögð fram til samþykktar.
Eftirfarandi liðir í fundargerðinni eru bornir upp til staðfestingar:
1. 2025040099 – Melabraut 15, grenndarkynning - nýjar svalir og hurðir
Sótt er um að setja svalir á 2. og 3. hæð hússins Melabraut 15 og gera gönguhurð á 1. hæð á vesturhlið hússins. Jafnframt er sótt um að gera nýtt handrið á aðkomutröppur á austurhlið hússins. Samþykki allra eiganda hússins liggur fyrir. Nefndin fjallaði um fyrirspurn um málið á fundi 22. apríl 2025 en þá bókaði nefndin:
Spurt er hvort heimilað verði að gera svalir á 2. og 3. hæð hússins Melabraut 15 í samræmi við uppdrátt sem Atrium arkitektar hafa unnið. Rétt er að geta þess að byggingareglugerð gerir kröfur um svalir á íbúðum af öryggisástæðum en litið er á þær sem mikilvæga undankomuleið við bruna.
Afgreiðsla aprílfundar: Nefndin tekur jákvætt í erindið og óskar eftir uppdráttum svo hægt sé að grenndarkynna áformin í samræmi við 2. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að grenndarkynna erindið í samræmi við 2. málsgrein 43.og 44. greinar skipulagslaga. nr. 123/2010. Tillagan verði grenndarkynnt með bréfi til lóðarrétthafa eftirfarandi lóða: Melabraut 13, 14, 16 og 17 og Miðbraut 16 og 18.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulags- og umferðarnefndar á lið 1, samhljóða.
2. 2025070062 – Valhúsabraut 35 – byggingarleyfi fyrir áður útfærðum breytingum
Sótt er um byggingarleyfi fyrir áður útfærðum breytingu á húsinu Valhúsabraut 35. Fyrir allmörgum árum hafa „skotum“ á fjórum stöðum í húsinu verið lokað, meðal annars milli bílskúrs og íbúðar. Einnig hefur þakformi verið breytt lítillega til að losa regnvatn út fyrir útveggi. Við það eykst rúmmál hússins lítillega. Húsið var 291,9 fermetrar samkvæmt fasteignaskrá en verður 310,3 fermetrar.
Nýtingarhlutfall lóðar er 0,26 samkvæmt núgildandi samþykktum uppdráttum af húsinu en verður 0,28 við breytinguna. Hámarks nýtingarhlutfall lóðarinnar skv. deiliskipulagi er 0,4.
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Byggingarfulltrúa falið að leiðrétta skráningu hússins að því tilskildu að öllum gögnum, þar á meðal þeim sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun krefst, hafi verið skilað.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og umferðarnefndar á lið 2, í samræmi við 1. málsgrein greinar 2.1.2 í byggingarreglugerð og greinar nr. 2.3.7 a., 2.3.7 b. og 2.3.8 í sömu reglugerðar, samhljóða.
3. 2024030060 – Hofgarðar 16, breyting á áður samþykktum uppdráttum
Sótt er um breytingu á áður samþykktum uppdráttum fyrir húsið Hofgarðar 16 en bygging hússins hófst nýverið. Húsið er lækkað í landi um 24 sentímetra og fært til vesturs innan byggingarreits um 35 sentímetra.
Óánægja er meðal nágranna hvað varðar umfang hússins og voru skrifleg mótmæli þeirra kynnt fyrir nefndinni á fundi hennar 16. janúar 2025. Lögmaður hefur sent byggingarfulltrúa bréf fyrir hönd mótmælanda með áskorun um að fella byggingarleyfið úr gildi. Eru breytingarnar viðleitni lóðareigandans til að koma til móts við mótmælin.
Afgreiðsla: Framlögð breyting á byggingaráformum samþykkt.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og umferðarnefndar á lið 3, í samræmi við 1. málsgrein greinar 2.1.2 í byggingarreglugerð og greinar sömu reglugerðar nr. 2.3.7 a., 2.3.7 b. og 2.3.8, samhljóða.
4. 2024040061 – Unnarbraut 6 – Óveruleg breyting á deiliskipulagi
Sótt er um að stækka byggingarreit til suðurs á lóðinni Unnarbraut 6 með óverulegri breytingu á deiliskipulagi. Byggingarreitur og fótspor hússins stækkar um 21 m2 við breytinguna. Fyrirspurn um málið fékk jákvæð afgreiðslu á júnífundi nefndarinnar. Þá var bókað:
Húseigandi spyr hvort heimilað verði að byggja við húsið Unnarbraut 6. samkvæmt deiliskipulagi er heimilað að byggja hæð ofan á húsið en gert er ráð fyrir að viðbyggingin komi í stað hennar ef hún verður heimiluð. Viðbyggingin er utan byggingarreits samkvæmt gildandi deiliskipulagi
Afgreiðsla júnífundar nefndarinnar: Nefndin er jákvæð gagnvart erindinu. Umsækjandi er bent á að virða byggingarlínu og götumynd. Umsækjandi þarf að láta vinna óverulega deiliskipulagsbreytingu sem verði lögð fyrir nefndin til samþykktar.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að grenndarkynna erindið í samræmi við 2. málsgrein 43.og 44. greinar skipulagslaga. nr. 123/2010. Tillagan verði grenndarkynnt með bréfi til lóðarrétthafa eftirfarandi lóða: Unnarbraut 3, 4, 5 og 8. Einnig Bakkavör 3 og 5.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og umferðarnefndar, á lið 4, samhljóða.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina, sem er í 9 liðum, samhljóða.
4. Fundargerð 332. fundar Umhverfisnefndar
Fundargerðin lögð fram.
5. Fundargerð 609. fundar stjórnar SSH
Fundargerðin lögð fram.
6. Fundargerð 610. fundar stjórnar SSH
Fundargerðin lögð fram.
7. Fundargerð 35. fundar Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness
Fundargerðin lögð fram.
8. Fundargerð 53. eigendafundar Strætó bs.
Fundargerðin lögð fram.
9. Fundargerð 408. stjórnar Strætó bs.
Fundargerðin lögð fram.
Tillögur og erindi:
10. Bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi breytingar á stofnskjölum Almenningssamgangna ohf., dags. 8. ágúst 2025.
Lagt er fram erindi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 8. ágúst 2025 varðandi stofnun félags til reksturs almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu.
Hinn 9. apríl 2025 samþykkti bæjarstjórn Seltjarnarness stofnskjöl félagsins. Frá framangreindu tímamarki hefur verið unnið að stofnun félags í eigu ríkis og sveitarfélaga sem annast mun þróun, rekstur og skipulag almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Við þá vinnu hefur m.a. verið leitað lögfræðiálita. Í ljósi fyrirliggjandi gagna telur stýrihópur um verkefnið nauðsynlegt að gera smávægilegar breytingar á stofnskjölum félagsins.
Eftirfarandi bókun er borin upp til samþykktar:
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða þær breytingar sem fram koma í erindi SSH og veitir bæjarstjóra umboð fyrir hönd Seltjarnarness að undirrita og samþykkja stofnsamning, samþykktir og hluthafasamkomulag Almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins ohf.
Fundi slitið kl. 17:24