Fara í efni

Bæjarstjórn

1011. fundur 10. september 2025 kl. 17:00 - 17:29 fundarsal bæjarstjórnar að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi

1011. Bæjarstjórnarfundur var haldinn miðvikudaginn 10. september 2025, kl. 17:00 þegar að bæjarstjórn Seltjarnarness kom saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2.

Fundinn sátu: Ragnhildur Jónsdóttir (RJ), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Þór Sigurgeirsson (ÞS), Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir (DSO), Sigurþóra Bergsdóttir (SB), Karen María Jónsdóttir (KMJ) og Björg Þorsteinsdóttir (BÞ).

Fundargerð ritaði: Svava G. Sverrisdóttir

Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.

Ragnhildur Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar setti fund og stjórnaði.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

1. Fundargerð 180. fundar bæjarráðs

Fundargerðin lögð fram til samþykktar.

Eftirfarandi liður í fundargerðinni er borinn upp til staðfestingar:

2. 2025010140 – Niðurstöður útboðs nýs leikskóla

Bæjarstjóri leggur fram niðurstöður úr útboði á byggingu nýs leikskóla. Aðalvík ehf. átti lægsta tilboð í verkið eða fyrir 87,2% af kostnaðaráætlun. Lægstbjóðandi, Aðalvík ehf. hefur skilað tilskildum gögnum sem staðfesta það að hann stenst kröfur útboðsgagna um tæknilegt og fjárhagslegt hæfi. Bæjarstjóri leggur til að tilboði Aðalvíkur ehf. í verkið verði tekið og að honum verði veitt umboð til að ganga til samningsgerðar á grundvelli tilboðsins.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Aðalvíkur ehf. og veitir bæjarstjóra umboð til að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Aðalvík ehf.

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs, á 2. lið, samhljóða.

Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina, sem er í 10 liðum, samhljóða.

Til máls tóku: ÞS og SB

2. Fundargerð 167. fundar skipulags- og umferðarnefndar

Fundargerðin lögð fram til samþykktar.

Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina, sem er í 6 liðum, samhljóða.

3. Fundargerð 480. fundar fjölskyldunefndar

Fundargerðin lögð fram.

Til máls tóku: SB og DSO

4. Fundargerð 342. fundar skólanefndar

Fundargerðin lögð fram.

Til máls tóku: DSO, KMJ, SB og ÞS

5. Fundargerð 170. fundar Veitustjórnar Seltjarnarness

Fundargerðin lögð fram.

6. Fundargerð 428. fundar samstarfsnefndar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins

Fundargerðin lögð fram.

7. Fundargerð 983. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Fundargerðin lögð fram.

8. Fundargerð 611. fundar stjórnar SSH

Fundargerðin lögð fram.

9. Fundargerð 612. fundar stjórnar SSH

Fundargerðin lögð fram.

Eftirfarandi liður í fundargerðinni var tekinn fyrir:

3. Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins - 2409009

Erindi barst í framhaldinu frá SSH, dags. 01.09.2025, þar sem lögð eru fram drög að sameiginlegum samningi sveitarfélaganna og höfuðborgarsvæðisins vegna áranna 2026-2028 og en skrifstofu SSH var falið að senda þau til afgreiðslu á vettvangi sveitarfélaganna.

Bæjarstjórn samþykkir framlögð drög að sameiginlegum samningi sveitarfélaganna og Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins vegna áranna 2026-2028 og veitir bæjarstjóra fullt umboð til undirritunar þeirra, með fyrirvara um samþykki bæjarráðs.

Til máls tóku: SB og ÞS

10. Fundargerð 84. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga

Fundargerðin lögð fram.

11. Fundargerð 85. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga

Fundargerðin lögð fram.

12. Fundargerð 86. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga

Fundargerðin lögð fram.

13. Fundargerð 87. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga

Fundargerðin lögð fram.

14. Fundargerð 36. fundar Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness

Fundargerðin lögð fram.

15. Fundargerð 272. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins

Fundargerðin lögð fram.

16. Fundargerð 409. stjórnar Strætó bs.

Fundargerðin lögð fram.

17. Fundargerð 517. stjórnar Sorpu bs.

Fundargerðin lögð fram.

18. Fundargerð 518. stjórnar Sorpu bs.

Fundargerðin lögð fram.

 

Fundi slitið kl. 17:29

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?