1013. Bæjarstjórnarfundur var haldinn miðvikudaginn 1. október 2025, kl. 17:00 þegar að bæjarstjórn Seltjarnarness kom saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2.
Fundinn sátu: Ragnhildur Jónsdóttir (RJ), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Þór Sigurgeirsson (ÞS), Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir (DSO), Sigurþóra Bergsdóttir (SB), Karen María Jónsdóttir (KMJ) og Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ).
Fundargerð ritaði: María Björk Óskarsdóttir
Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.
Ragnhildur Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar setti fund og stjórnaði.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
1. Fundargerð 181. fundar bæjarráðs
Fundargerðin lögð fram til samþykktar.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina, sem er í 7 liðum, samhljóða.
Til máls tóku: SB, ÞS, BTÁ, MÖG, RJ
2. Fundargerð 165. fundar menningarnefndar
Fundargerðin lögð fram.
3. Fundargerð 171. fundar Veitustjórnar Seltjarnarness
Fundargerðin lögð fram.
4. Fundargerð 451. (18.). fundar íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tók: KMJ, RJ
5. Fundargerð 429. fundur samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins
Fundargerðin lögð fram.
6. Fundargerð 140. fundur svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins
Fundargerðin lögð fram.
Eftirfarandi liðir í fundargerðinni eru bornir upp til samþykktar:
6. Fjárhagsáætlun svæðisskipulagsnefndar 2026 - 1510002
Fyrirliggjandi til samþykktar er tillaga að fjárhagsáætlun svæðisskipulagsnefndar fyrir árið 2026.
Svæðisskipulagsstjóri kynnti tillöguna.
Samþykkt að senda fjárhagsáætlun svæðisskipulagsnefndar til aðildarsveitarfélaga SSH vegna fjárhagsáætlunargerðar þeirra fyrir árið 2026.
Bæjarstjórn samþykkir fjárhagsáætlun svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins, samhljóða.
7. Starfsáætlun svæðisskipulagsnefndar 2026 - 2003003
Fyrirliggjandi til samþykktar er tillaga að starfsáætlun til júní 2026.
Bæjarstjórn samþykkir starfsáætlun svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins, samhljóða.
7. Fundargerð 984. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga
Fundargerðin lögð fram.
8. Fundargerð 613. fundar stjórnar SSH
Fundargerðin lögð fram.
Eftirfarandi liðir í fundargerðinni er borinn upp til samþykktar:
Farsældarráð höfuðborgarsvæðisins 2502003
Fyrirliggjandi eru drög að samningi milli Reykjavíkur, Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnesbæjar um svæðisbundið farsældarráð í samræmi við 5. gr. laga nr. 86/2021 um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Einnig eru fyrirliggjandi drög að skipuriti ráðsins og starfsreglum þess. Er gerð tillaga um að stjórn samþykki drög að samningnum og drög að starfsreglum ráðsins fyrir sitt leyti og að þau verði send til umræðu og afgreiðslu á vettvangi sveitarfélaganna.
Tillaga að samsetningu farsældarráðs, verklagi og tímalínu var til kynningar á 608. fundi. Var þá ákveðið að stjórn ásamt sviðsstjórum fræðslu- og velferðarsviða fundaði sérstaklega málið. Framangreind gögn voru til umræðu á þeim fundi, 20. ágúst sl. Engar athugasemdir bárust varðandi gögnin og eru þau því efnislega óbreytt.
Niðurstaða fundar:
Stjórn samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi um svæðisbundið farsældarráð og drög að starfsreglum ráðsins fyrir sitt leyti og er skrifstofu SSH falið að senda þau til afgreiðslu á vettvangi sveitarfélaganna.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða drög að samningi um svæðisbundið farsældarráð og drög að starfsreglum ráðsins og veitir bæjarstjóra fullt umboð til að undirrita þau.
9. Fundargerð 614. fundar stjórnar SSH
Fundargerðin lögð fram.
10. Fundargerð 410. fundar stjórnar Strætó bs.
Fundargerðin lögð fram.
11. Fundargerð 55. eigendafundar Sorpu bs.
Fundargerðin lögð fram.
12. Fundargerð 274. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins
Fundargerðin lögð fram.
Tillögur og erindi:
13. Fjárhagsáætlun SHS 2026 - 2030 - 2508002
Forseti bæjarstjórnar tók málið af dagskrá og vísaði inn í bæjarráð.
14. Gjaldskrá SHS 2026 - 2509002
Gjaldskrá SHS fyrir árið 2026 lögð fram til samþykktar
Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisin fyrir árið 2026, samhljóða.
15. Brunavarnaáætlun SHS 2026 - 2030 - 2405006
Brunavarnaáætlun SHS 2026 – 2030, sem staðfest hefur verið af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, lögð fram til samþykktar.
Bæjarstjórn samþykkir brunavarnaáætlun Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins 2026 - 2030 samhljóða.
Fundi slitið kl. 17:29