Fara í efni

Bæjarstjórn

1012. fundur 17. september 2025 kl. 17:00 - 17:17 fundarsal bæjarstjórnar að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi

1012. Bæjarstjórnarfundur var haldinn miðvikudaginn 17. september 2025, kl. 17:00 þegar að bæjarstjórn Seltjarnarness kom saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2.

Fundinn sátu: Ragnhildur Jónsdóttir (RJ), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Þór Sigurgeirsson (ÞS), Svana Helen Björnsdóttir (SHB), Sigurþóra Bergsdóttir (SB), Karen María Jónsdóttir (KMJ) og Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ).

Fundargerð ritaði: Svava G. Sverrisdóttir

Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.

Ragnhildur Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar setti fund og stjórnaði.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

1. Fundargerð 167. fundar skipulags- og umferðarnefndar

Fundargerðin lögð fram til samþykktar.

Eftirfarandi liðir í fundargerðinni eru bornir upp til staðfestingar:

1. 2022040160 – Víkurströnd 2, byggingarleyfi fyrir bílskúr

Sótt er um að byggja um 72 fermetra bílskúr innan byggingarreits á lóðinni Víkurströnd 2. Nefndin fjallaði um fyrirspurn um málið á maífundi sínum í ár og hafnaði erindinu þá, þar sem tillagan sem var lögð fram líktist íbúð frekar en bílskúr. Núna eru lagðir fram endurskoðaðir uppdrættir um sama mál, þar sem bætt hefur verið úr þessu.

Eldri skúr sem er 14,5 fm. verður rifinn. Nýtingarhlutfall lóðar að nýjum skúr meðtöldum verður 0,4 en er í um 0,34 í dag. Gildandi deiliskipulag heimilar hámarks nýtingarhlutfall 0,4 en þar segir: „ Nýtingarhlutfall einstakra lóða er að jafnaði 0,3-0,4.“

Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að samþykkja byggingaráform bílskúrs í samræmi við 1. málsgrein greinar 2.1.2 í byggingarreglugerð og greinar nr. 2.3.7 a., 2.3.7 b. og 2.3.8 í sömu reglugerð. Byggingarleyfi verður gefið út þegar umsækjandi hefur skilað inn öllum tilskyldum gögnum í samræmi við byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilið er samþykki nágranna fyrir veggjum og öðrum framkvæmdum nærri lóðarmörkum.

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulags- og umferðarnefndar, á 1. lið, samhljóða.

2. 2025090142 – Byggingarleyfisumsókn frístund í Valhúsaskóla - Suðurströnd 14

Hornsteinar arkitektar sækja um byggingarleyfi fyrir innréttingum vegna frístundamiðstöðvar í kjallara Valhúsaskóla þar sem áður var smíðastofa, í samræmi við framlagðar teikningar. Skráning hússins breytist ekki við framkvæmdina.

Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að samþykkja byggingaráform í samræmi við 1. málsgrein greinar 2.1.2 í byggingarreglugerð og greinar nr. 2.3.7 a., 2.3.7 b. og 2.3.8 í sömu reglugerð. Byggingarleyfi verður gefið út þegar umsækjandi hefur skilað inn öllum tilskyldum gögnum í samræmi við byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulags- og umferðarnefndar, á 2. lið, samhljóða.

3. 2025090145 – Óveruleg breyting á deiliskipulagi

Sótt er um að breyta deiliskipulagi vegna lóðarinnar Unnarbrautar 14. Hluti byggingarreits er færður til svo unnt verði að byggja við bílskúr sem stendur í dag við hlið hússins. Hámarks nýtingarhlutfall lóðarinnar helst óbreytt.

Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að grenndarkynna erindið í samræmi við 2. málsgrein 43.og 44. greinar skipulagslaga. nr. 123/2010. Tillagan verði grenndarkynnt með bréfi til lóðarrétthafa eftirfarandi lóða: Unnarbraut 9, 12 og 16. Einnig Melabraut 3 og 5 og enn fremur Bakkavör 11.

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulags- og umferðarnefndar, á 3. lið, samhljóða.

Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina, sem er í 7 liðum, samhljóða.

Til máls tóku: SHB, ÞS og RJ

2. Fundargerð 28. fundar öldungaráðs Seltjarnarnesbæjar

Fundargerðin lögð fram.

Til máls tók: ÞS

3. Fundargerð 273. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins

Fundargerðin lögð fram.

4. Fundargerð 53. eigendafundar Sorpu bs.

Fundargerðin lögð fram.

Til máls tók: SHB

 

Fundi slitið kl. 17:17

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?