1015. Bæjarstjórnarfundur var haldinn miðvikudaginn 5. nóvember 2025, kl. 17:00 þegar að bæjarstjórn Seltjarnarness kom saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2.
Fundinn sátu: Ragnhildur Jónsdóttir (RJ), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Þór Sigurgeirsson (ÞS), Svana Helen Björnsdóttir (SHB), Sigurþóra Bergsdóttir (SB), Björg Þorsteinsdóttir (BÞ) og Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ).
Fundargerð ritaði: Svava G. Sverrisdóttir
Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.
Ragnhildur Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar setti fund og stjórnaði.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
1. Fundargerð 182. fundar bæjarráðs
Fundargerðin lögð fram til samþykktar.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina, sem er í 10 liðum, samhljóða.
2. Fundargerð 183. fundar bæjarráðs
Fundargerðin lögð fram til samþykktar.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina, sem er í 6 liðum, samhljóða.
Til máls tók: SB, MÖG og BTÁ
Bókun Samfylkingar og óháðra:
Nú hefur Eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga (EFS) sent Seltjarnesbæ, enn eitt árið, bréf til að minna á fjárhagsleg viðmið sveitarfélaga. Í bréfinu kemur fram að EFS hefur sett sér vinnureglur um útreikning lykiltala við mat á rekstri og fjárhagsstöðu sveitarfélaga. Við yfirferð á ársreikningi Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2024 er staðan sú að bæjarfélagið stenst ekki 6 af 7 viðmiðum sem EFS setur fram. Viðmiðin eru þessi:
• Rekstarniðurstaða A-hluta (mkr) skal vera jákvæð en var hjá Seltjarnesbæ neikvæð um kr. 464.000.000.
• Rekstrarniðurstaða A- og B- luta (mkr) skal vera jákvæð, en var hjá Seltjarnarnesbæ neikvæð um kr. 107.000.000.
• Framlegð í hlutfalli af rekstrartekjum A-hluta skal vera 9%, en var hjá Seltjarnarnesbæ 3.4%
• Framlegð í hlutfalli af rekstrartekjum A- og B- hluta skal vera 8,1% en var hjá Seltjarnarnesbæ 7,2%.
• Veltufé frá rekstri í hlutfalli við rekstrartekjur A-hluta skal vera 4,5% en var hjá Seltjarnarnesbæ 3%.
• Jafnvægisregla A-hluta (mkr), en þar er gert ráð fyrir að sveitarfélagið eigi að vera með jákvæða niðurstöðu innan þriggja ára tímabils, en var hjá Seltjarnesbæ neikvæð um kr 1.327.000.000 í lok árs 2024.
Við þetta má bæta að ekki er ástæða til bjartsýni fyrir árið 2025 en uppgjör fyrstu 8 mánaða sýnir neikvæða stöðu upp á hundruð milljóna.
Bæjarfulltrúar Samfylkingar og óháðra,
Sigurþóra Bergsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson og Björg Þorsteinsdóttir.
3. Fundargerð 343. fundar skólanefndar
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tóku: RJ, BTÁ, ÞS, SB og SHB
4. Fundargerð 332. fundar umhverfisnefndar
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tóku: SB og SHB
5. Fundargerð 172. fundar veitustjórnar Seltjarnarness
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tóku: SHB, BTÁ og MÖG
6. Fundargerð 431. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tók: MÖG
7. Fundargerð 616. fundar stjórnar SSH
Fundargerðin lögð fram.
8. Fundargerð 987. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga
Fundargerðin lögð fram.
9. Fundargerð 38. fundar Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness
Fundargerðin lögð fram.
10. Fundargerð 519. fundar stjórnar Sorpu bs.
Fundargerðin lögð fram.
11. Fundargerð 520. fundar stjórnar Sorpu bs.
Fundargerðin lögð fram.
12. Fundargerð 521. fundar stjórnar Sorpu bs.
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tók: SHB
Fundi slitið kl. 17:41