1017. Bæjarstjórnarfundur var haldinn miðvikudaginn 26. nóvember 2025, kl. 17:00 þegar að bæjarstjórn Seltjarnarness kom saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2.
Fundinn sátu: Ragnhildur Jónsdóttir (RJ), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Þór Sigurgeirsson (ÞS), Svana Helen Björnsdóttir (SHB), Sigurþóra Bergsdóttir (SB), Karen María Jónsdóttir (KMJ) og Björg Þorsteinsdóttir (BÞ).
Fundargerð ritaði: Svava G. Sverrisdóttir
Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.
Ragnhildur Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar setti fund og stjórnaði.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
1. Fundargerð 185. fundar bæjarráðs
Fundargerðin lögð fram til samþykktar.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina, sem er í 2 liðum, samhljóða.
Til máls tók: ÞS
2. Fjárhagsáætlun 2026 (2026-2029) – fyrri umræða
Fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 – fyrri umræða – lögð fram.
Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóri fylgdi úr hlaði frumvarpi að fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2026 og þriggja ára áætlun 2026-2029. Bæjarstjóri lagði fram greinargerð og fór yfir forsendur þar sem helstu markmið og niðurstöður eru raktar nánar.
Forsendur við gerð fjárhagsáætlunar:
Verðbólga:
Meðaltal birtra verðbólguspáa frá greiningaraðilum, eða 3,8%
Tekjur:
Útsvar: Álagningarhlutfall 14,54%
Gert er ráð fyrir 5,8% hækkun á útsvari milli ára
Fasteignagjöld eru óbreytt milli ára:
- Fasteignaskattur, A-hluti – íbúðarhúsnæði: álagningarhlutfall 0,166%, af fasteignamati
– Fasteignaskattur, B-hluti – opinbert húsnæði: álagningarhlutfall 1,32% af fasteignamati
– Fasteignaskattur, C-hluti – atvinnuhúsnæði og óbyggt land: álagningarhl.1,154% af fasteignamati
– Lóðarleiga: A-hluta: verður 0,40% og B-hluta 1,75% af fasteignamati lóðar
– Vatnsgjald: Álagningarhlutfall 0,0855% af fasteignamati
– Sorphirða: Kr. 75.000,- á hverja eign
– Fráveitugjald: 0,1425% af fasteignamati
Gjalddagar fasteignagjalda: 10
Elli- og örorkulífeyrisþegar fá afslátt af fasteignagjöldum íbúðarhúsnæðis til eigin nota, skv. samþykktum reglum þar um
Íbúafjöldi: Ekki er gert ráð fyrir fjölgun íbúa
Gjaldskrár: Gjaldskrár hækka um 3,8 - 4,1% með frávikum.
Gjöld:
Ekki er gert ráð fyrir að annar rekstarkostnaður hækki að krónutölu á árinu 2026 nema þar sem sveitarfélagið er bundið af samningum.
Gert er ráð fyrir launahækkunum á bilinu 3,5% - 4% og tekur það mið af þeim samningum sem skifað var undir á árinu 2025
Fundarfjöldi nefnda óbreyttur frá fjárhagsáætlun 2025
Gert er ráð fyrir 730 m.kr. í lántöku á árinu 2026
Fjárhagsáætlun ársins 2026 sýnir ábyrgð og þann árangur sem náðst hefur í að koma jafnvægi á grunnrekstur bæjarins.
Samkvæmt frumvarpinu eru niðurstöður A- og B-hluta þessar á árinu 2026:
Tekjur: 8.269 m.kr.
Gjöld: 8.013 m.kr.
Niðurstaða án fjármagnsliða: 256 m.kr.
Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld): 217 m.kr. fjármagnsgjöld
Rekstrarniðurstaða 39 m.kr.
Bæjarstjóri lagði til að vísa frumvarpinu til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa frumvarpi að fjárhagsáætlun Selttjarnarnesbæjar fyrir árið 2026 til síðari umræðu í bæjarstjórn þann 10. desember nk. og til frekari vinnu í bæjarráði.
Til máls tóku: ÞS, SB, RJ, MÖG, KMJ, BÞ og SHB
Þriggja ára áætlun árin 2027 – 2029 lögð fram – fyrri umræða
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa frumvarpi að fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árin 2027-2029 til síðari umræðu í bæjarstjórn þann 10. desember nk. og til frekari vinnslu í bæjarráði.
Til máls tók: SB, RJ
3. Fundargerð 7. fundar notendaráðs Seltjarnarnesbæjar
Fundargerðin lögð fram.
4. Fundargerð 170. fundar skipulags- og umferðarnefndar
Fundargerðin lögð fram til samþykktar.
5. 2025100079 – Steinavör 8 – óveruleg breyting á deiliskipulagi.
Óskað er eftir óverulegri breytingu á deiliskipulagi Melhúsatúns fyrir lóðina Steinavör 8. Um er að ræða tilfærslu á bílastæði og aukið byggingarmagn á lóðinni en nefndin tók jákvætt í fyrirspurn um málið á fundi sínum í mars á þessu ári. Þá var bókað: „Spurt er hvort heimilað verði að lóðareigandi láti gera deiliskipulagsbreytingu sem eykur byggingarmagn á lóðinni að Steinavör 8, úr nýtingarhlutfalli 0,4 samkvæmt núgildandi deiliskipulagi og upp í 0,48. Um er að ræða 20 % hækkun nýtingarhlutfalls.
Afgreiðsla nefndarinnar í mars: „Samþykkt. Lóðarhafi þarf að láta vinna óverulega deiliskipulagsbreytingu á sinn kostnað.“
Nú er lögð fram tillaga að deiliskipulagsbreytingu í samræmi við þetta. Einnig er óskað eftir að hækka hámarks hæðarkóta hússins en í deiliskipulaginu er hámarks „húshæð er 5,0 m og er gefin upp sem hámarkshæð byggingar yfir aðkomukóta“. Samkvæmt tillögunni er þessi hæð hækkuð um 20% í 5,8 m til að auðvelda frágang vegna flóðahættu við sjávarflóð.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að grenndarkynna tillöguna í samræmi við 2. málsgrein 43.og 44. greinar skipulagslaga. nr. 123/2010. Tillagan verði grenndarkynnt með bréfi til lóðarrétthafa eftirfarandi lóða: Steinavör 3, 4, 6, 10 og 12.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu nefndarinnar á 5. tölulið fundargerðarinnar samhljóða.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerðina, sem er í 9 töluliðum, í heild sinni.
Til máls tóku: RJ, SHB, KMJ og ÞS
5. Fundargerð 141. fundar svæðisskipulagsnefndar
Fundargerðin lögð fram.
Tillögur og erindi:
Umsagnarbeiðni vegna lyfsöluleyfis.
Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Lyfjastofnun vegna umsóknar um nýtt lyfsöluleyfi að Eiðistorgi 17.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að fela bæjarstjóra að veita jákvæða umsögn við beiðni vegna lyfsöluleyfis að Eiðistorgi 17.
Til máls tók: ÞS
Fundi slitið kl. 18:04