1019. Bæjarstjórnarfundur var haldinn miðvikudaginn 21. janúar 2026, kl. 17:00 þegar að bæjarstjórn Seltjarnarness kom saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2.
Fundinn sátu: Ragnhildur Jónsdóttir (RJ), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Þór Sigurgeirsson (ÞS), Svana Helen Björnsdóttir (SHB), Sigurþóra Bergsdóttir (SB), Karen María Jónsdóttir (KMJ) og Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ).
Fundargerð ritaði: Svava G. Sverrisdóttir.
Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.
Ragnhildur Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar setti fund og stjórnaði.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
1. Fundargerð 166. fundar menningarnefndar
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tók: ÞS
2. Fundargerð 171. fundar skipulags- og umferðarnefndar
Fundargerðin lögð fram til samþykktar.
Eftirfarandi liður í fundargerðinni er lagður fram til samþykktar:
1. 2025100188 – Steinavör 6 – óveruleg breyting á deiliskipulagi
Lagðar fram teikningar Jóns Davíðs Ásgeirssonar arkitekts af viðbygginu við húsið Steinavör 6. Einnig er lögð fram tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi þar sem hámarks byggingarmagn lóðarinnar er aukið úr 0,4 í 0,5.
Um er að ræða 10,4 fermetra viðbyggingu við anddyri sem kemur undir núverandi þak hússins, þar sem fyrir er svokallað B-rými. Húsið er 524 fermetrar fyrir breytinguna samkvæmt skráningu hjá Landskrá en er í raun 537,9 fermetrar og verður 548,3 fermetrar. Nemur stækkunin 4,6 % miðað við skráða fermetra. Nýtingarhlutfall er 0,44 samkvæmt gildandi deiliskipulagi en verður 0,46 við breytinguna.
Afgreiðsla: Nefndin samþykkir að grenndarkynna erindið. Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að grenndarkynna erindið í samræmi við 2. málsgrein 43.og 44. greinar skipulagslaga. nr. 123/2010. Tillagan verði grenndarkynnt með bréfi til lóðarrétthafa eftirfarandi lóða: Steinavör 4, 8 og 12.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulags- og umferðarnefndar á 1. tölulið fundargerðarinnar samhljóða.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina, sem er í 6 töluliðum, samhljóða.
Til máls tóku: KMJ, SHB og SB
3. Fundargerð 172. fundar skipulags- og umferðarnefndar
Fundargerðin lögð fram til samþykktar.
Eftirfarandi liðir í fundargerðinni eru lagðir fram til samþykktar:
2. 2025110083 – Svalalokun Eiðismýri 22-28 – byggingarleyfisumsókn
Sótt er um leyfi til að loka öllum svölum í húsinu Eiðismýri 22-28. Efstu svalir verða með glerþaki. Miðað er við að notað sé glerkerfi sem rennur á brautum svo hægt sé að opna framhlið svalanna í samræmi við grein 9.6.17 í byggingarreglugerð. Miðað er við að svalirnar verði ekki upphitaðar og hurðir og gluggar húsveggja innan svalanna séu óbreyttir.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að samþykkja byggingaráform svalalokanna í samræmi við 1. málsgrein greinar 2.1.2 í byggingarreglugerð og greinar nr. 2.3.7 a., 2.3.7 b. og 2.3.8 í sömu reglugerð. Byggingarleyfi verður gefið út þegar umsækjandi hefur skilað inn öllum tilskyldum gögnum í samræmi við byggingarreglugerð nr. 112/2012 og samþykkt húsfélags.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulags- og umferðarnefndar á 2. tölulið fundargerðarinnar samhljóða.
3. 2025100182 – Melabraut 15 – byggingarleyfisumsókn nýjar svalir
Sótt er um leyfi til að setja svalir til vesturs við íbúðir á 1. og 2. hæð, auk þess að koma fyrir hurð á kjallaraíbúð í samræmi við nýjar svalahurðir á 1. og 2. hæð, skv. meðfylgjandi teikningum.
Óveruleg breyting á deiliskipulagi sem heimilar þetta var samþykkt á fundi nefndarinnar 24. júlí 2025 og komu engar athugasemdir fram við kynningu á henni. Fyrir liggur yfirlýsing frá öllum eigendum í húsinu sem lýsa sig samþykka þessum breytingum.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að samþykkja byggingaráformin í samræmi við 1. málsgrein greinar 2.1.2 í byggingarreglugerð og greinar nr. 2.3.7 a., 2.3.7 b. og 2.3.8 í sömu reglugerð. Byggingarleyfi verður gefið út þegar umsækjandi hefur skilað inn öllum tilskyldum gögnum í samræmi við byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulags- og umferðarnefndar á 3. tölulið fundargerðarinnar samhljóða.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina, sem er í 8 töluliðum, samhljóða.
4. Fundargerð 433. fundar samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins
Fundargerðin lögð fram.
5. Fundargerð 619. fundar stjórnar SSH
Fundargerðin lögð fram.
6. Fundargerð 620. fundar stjórnar SSH
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tóku: SB, ÞS, MÖG og SHB
7. Fundargerð 990. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundargerðin lögð fram.
8. Fundargerð 991. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundargerðin lögð fram.
9. Fundargerð 142. fundar svæðisskipulagsnefndar
Fundargerðin lögð fram.
10. Fundargerð 275. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tóku: SB, RJ og ÞS
11. Fundargerð 276. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins
Fundargerðin lögð fram.
12. Fundargerð 55. fundar eigendafundar Strætó bs.
Fundargerðin lögð fram.
13. Fundargerð 413. fundar stjórnar Strætó bs.
Fundargerðin lögð fram.
14. Fundargerð 414. fundar stjórnar Strætó bs.
Fundargerðin lögð fram.
15. Fundargerð 415. fundar stjórnar Strætó bs.
Fundargerðin lögð fram.
16. Fundargerð 416. fundar stjórnar Strætó bs.
Fundargerðin lögð fram.
17. Fundargerð 417. fundar stjórnar Strætó bs.
Fundargerðin lögð fram.
18. Fundargerð 418. fundar stjórnar Strætó bs.
Fundargerðin lögð fram.
19. Fundargerð 419. fundar stjórnar Strætó bs.
Fundargerðin lögð fram.
20. Fundargerð 522. fundar stjórnar Sorpu bs.
Fundargerðin lögð fram.
21. Fundargerð 523. fundar stjórnar Sorpu bs.
Fundargerðin lögð fram.
22. Fundargerð 524. fundar stjórnar Sorpu bs.
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tók: SHB
23. Endurskoðun á friðlýsingu Gróttu – tillaga að nýrri afmörkun friðlandsins við Gróttu og tillaga að nýjum friðlýsingarskilmálum fyrir friðlýsingu Gróttu og Seltjarnar
Gögn og kynningargögn varðandi endurskoðun á friðlýsingu Gróttu og Seltjarnar lögð fram.
Umhverfisnefnd boðar til kynningarfundar þann 29. janúar nk. fyrir íbúa Seltjarnarnesbæjar. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að afgreiðslu málsins verði frestað til næsta fundar bæjarstjórnar þann 11. febrúar nk.
Tillögur og erindi:
a) Tillaga fulltrúa Samfylkingar og óháðra frá bæjarstjórnarfundi 10/12/2025 um að farið verði í heildstæða fjármálaúttekt á rekstri Seltjarnarnesbæjar 2021-2025.
Bæjarstjórn fellir tillöguna með 4 atkvæðum meirihluta gegn 3 atkvæðum minnihluta.
Til máls tóku: RJ, BTÁ, ÞS, SB, MÖG, SHB og KMJ
Fundi slitið kl.: 17:59