Fara í efni

Bæjarstjórn

571. fundur 09. apríl 2003


Miðvikudaginn 9. apríl 2003 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Árni Einarsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson og Inga Hersteinsdóttir.

Fundi stýrði Ásgerður Halldórsdóttir.
Fundargerð ritaði Stefán Bjarnason.


Vegna 10. liðar í fundargerð 570. fundar bæjarstjórnar.
Fyrirspurn NESLISTANS vegna bókunar bæjarstjóra við síðari umræðu um Langtímafjárhagsáætlun 2004-2006. Óskað er eftir skriflegu svari.

1. Hvar er að finna það sérfræðiálit sem vísað er til í bókun bæjarstjóra um trausta fjárhagsstöðu, áframhaldandi skilvirkni í rekstri, markvissa niðurgreiðslu langtímalána og metnaðarfulla þjónustu við íbúa á hagkvæmum skattkjörum? Af hverju var þessu sérfræðiáliti ekki dreift til bæjarfulltrúa við framlagningu langtímafjárhagsáætlunar?

2. Hvaða sérfræðingar unnu að úttekt á viðhaldsmati fasteigna bæjarins til næstu fimm ára, en bæjarstjóri fullyrðir að í þeirri skýrslu komi fram að viðhaldsþörf fasteigna sé 23-25 millj. kr. á ári á næstu fimm árum. Af hverju hefur þessi skýrsla ekki verið lögð fram? Hvað kostaði þetta sérfræðiálit? Hvar var sú ákvörðun tekin að láta vinna úttektina?

3. Bæjarstjóri segir í bókuninni að 65 millj. króna verði varið til almenns viðhalds á ári. Hvar er að finna sundurliðun á viðhaldsverkefnum?

Guðrún Helga Brynleifsdóttir  Sunneva Hafsteinsdóttir  Árni Einarsson

Fundargerð síðasta fundar staðfest.

 

1. Lögð var fram fundargerð 329. fundar Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness dagsett 27. mars 2003 og var hún í 6 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

2. Lögð var fram fundargerð 120. (15.) fundar Skólanefndar Seltjarnarness dagsett 19. mars 2003 og var hún í 11 liðum.
Til máls tók Bjarni Torfi Álfþórsson
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

3. Lögð var fram fundargerð 287. fundar Félagsmálaráðs Seltjarnarness dags. 31. mars 2003 og var hún í 18 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

4. Lögð var fram fundargerð fundar í undirnefnd um jafnréttismál  dags. 26. mars 2003 og var hún í 2 liðum, ásamt greinargerð um jafnréttisáætlun Seltjarnarnesbæjar.  
Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson og Sunneva Hafsteinsdóttir
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  
5. Lögð var fram fundargerð 19. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar dagsett 3. apríl 2003 og var hún í 7 liðum.
Til máls tóku: Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Jónmundur Guðmarsson, Inga Hersteinsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir og Árni Einarsson
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

6. Lögð var fram fundargerð samráðshóps um áfengis og vímuvarnir dagsett 25. mars 2003.

Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi tillögu og greinargerð.

Tillaga.
“Bæjarstjórn samþykkir að beina þeim tilmælum til félagsmálaráðs að leita leiða til þess að mæta þörfum fjölskyldna á Seltjarnarnesi fyrir uppeldis- og fjölskylduráðgjöf með því að leita eftir formlegu samstarfi við aðila utan bæjarins. Gott aðgengi að fjölbreyttri ráðgjafarþjónustu er mikilvægur liður í ábyrgri fjölskyldustefnu sveitarfélaga.”

Greinargerð.
Þekkt er að margir íbúar fámennari sveitarfélaga hika við að leita sér ráðgjafar í viðkvæmum úrlausnarefnum og nýta sér þjónustu í heimabyggð í því skyni vegna persónulegra kynna og nálægðar. Því kann að dragast úr hömlu að brugðist sé tímanlega við vísbendingum um aðsteðjandi vanda. Þetta er sérstaklega óheppilegt út frá forvarnasjónarmiði þar sem dýrmætur tími til aðstoðar fer forgörðum og líklegt er að vandinn aukist því lengur sem ekkert er að gert.
Fjárhagslega hagkvæmt er að nýta sér þjónustu sem þegar er fyrir hendi og meiri líkur á fjölþættri þjónustu en hægt er að bjóða í smærri einingum. Má nefna Fjölskyldumiðstöð í Heilsuverndarstöðinni í Reykjavík sem heppilegan kost í þessu sambandi, enda um stuttan veg að fara fyrir íbúa Seltjarnarness.

Fyrir hönd Neslista,
Árni Einarsson   Sunneva Hafsteinsdóttir  Guðrún Helga Brynleifsdóttir

Til máls tóku: Árni Einarsson, Jónmundur Guðmarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir og Ásgerður Halldórsdóttir.
Samþykkt samhljóða að vísa tillögunni til Félagsmálaráðs, og verði hún höfð til hliðsjónar við gerð fjölskyldustefnu á vegum ráðsins.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
 
7. Lögð var fram fundargerð 1. fundar fulltrúaráðs og stjórnar SSH dags 24. mars 2003 og var hún í 2 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
 
8. Lögð var fram fundargerð 45. (11.) fundar Menningarnefndar Seltjarnarness, dagsett 3. apríl 2003 og var hún í 4 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
 
9. Erindi.
a) Lagt var fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dagsett 26. mars 2003 um fyrirhugaða ráðstefnu CEMR í Póllandi í maí 2003, um stöðu og framtíðarhorfur sveitarstjórnarstigsins í Evrópu.
Til máls tók Jónmundur Guðmarsson.
Samþykkt samhljóða að taka ekki þátt í ráðstefnunni.

b)  Lagt var fram bréf frá Herlev Kommune í Danmörku ásamt dagskrá vinabæjarmóts sem áætlað er að halda þar dagana 16. og 17. júní 2003.
Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Árni Einarsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Ásgerður Halldórsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson og Inga Hersteinsdóttir.
Samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að undirbúa þátttökulista í mótinu.

c) Tekin var fyrir tillaga Neslistans í 13. lið b, í fundargerð  570. fundar bæjarstjórnar vegna sumarvinnu unglinga.
Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:
Meirihlutinn telur ekkert því til fyrirstöðu að samþykkja umrædda tillögu en bendir á að það er  í sjálfu sér óþarft þar sem þegar eru í undirbúningi viðbrögð á vegum bæjarins við aukinni eftirspurn ungmenna eftir störfum hjá bænum eins og bæjarstjóri upplýsti á síðasta fundi bæjarstjórnar.
Jónmundur Guðmarsson,   Inga Hersteinsdóttir,    (sign)     (sign)
Ásgerður Halldórsdóttir,   Bjarni Torfi Álfþórsson    (sign)     (sign)

  Til máls tóku: Sunneva Hafsteinsdóttir og Jónmundur Guðmarsson.
  Tillagan var samþykkt samhljóða.
 
Fundi var slitið kl. 18:33



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?