Fara í efni

Bæjarstjórn

610. fundur 09. febrúar 2005

610. (1536.) Bæjarstjórnarfundur. Miðvikudaginn 9. febrúar 2005 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson, Árni Einarsson og Inga Hersteinsdóttir.

Fundi stýrði Ásgerður Halldórsdóttir.

Fundargerð ritaði Stefán Bjarnason.

Fundargerð 609. fundar samþykkt.

1.         Lögð var fram fundargerð 175. fundar Umhverfisnefndar Seltjarnarness, dagsett 3. janúar 2005 og var hún í 7 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

2.           Lögð var fram fundargerð 290. (29.) fundar Æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness, dagsett 18. janúar 2005 og var hún í 3 liðum.

Til máls tók: Sunneva Hafsteinsdóttir.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

3.           Lögð var fram fundargerð 58. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar   Seltjarnarness, dagsett 20. janúar 2005 og var hún í 4 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

4.           Lögð var fram fundargerð 59. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar   Seltjarnarness, dagsett 3. febrúar 2005 og var hún í 5 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

5.           Lögð var fram fundargerð 61. fundar Menningarnefndar Seltjarnarness, dagsett 25. janúar 2005 og var hún í 4 liðum.

Til máls tóku: Sunneva Hafsteinsdóttir og Jónmundur Guðmarsson.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

6.           Lögð var fram fundargerð 49. fundar stjórnar Strætó bs., dagsett 28. janúar 2004 og var hún í 5 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

7.           Lögð var fram fundargerð 210. fundar stjórnar SORPU bs., dagsett 24. janúar 2005 og var hún í 7 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

8.           Lögð var fram fundargerð 276. fundar stjórnar SSH, dagsett 10. janúar 2005 og var hún í 7 liðum.

Til máls tók: Jónmundur Guðmarsson.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

9.           Lögð var fram fundargerð 46. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs., dagsett 14. janúar 2005 og var hún í 9 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

10.      Tillögur og erindi:

a)       Kjörnir voru fulltrúar í stjórn STRÆTÓ bs. samkvæmt 5. gr stofnsamnings félagsins.

Til máls tók: Jónmundur Guðmarsson.

Kjörin í stjórn Strætó bs. voru þau Inga Hersteinsdóttir sem aðalmaður og Jónmundur Guðmarsson til vara.  

b)      Teknar voru til afgreiðslu tillögur starfshóps um öryggismál íbúa á Seltjarnarnesi samkvæmt  lið 13f) á 509. fundi bæjarstjórnar.

Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Árni Einarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir og Inga Hersteinsdóttir.

Bæjarstjórn gerði eftirfarandi samþykkt um innbrotavarnir og öryggismál á Seltjarnarnesi.

Á grundvelli tillögu sem samþykkt var í bæjarstjórn 23. júní 2003, skýrslu starfshóps um öryggismál 14. janúar 2005 og umræðna á fundi bæjarstjórnar 19.janúar 2005 telur bæjarstjórn Seltjarnarness að mikilvægt að eftirfarandi verkefnum er snerta aukið öryggi íbúa fyrir innbrotum og skemmdarverkum verði hraðað.

Markmið: Aukið öryggi íbúa gagnvart innbrotum og skemmdarverkum á Seltjarnarnesi – Fækkun innbrota og skemmdarverka.

Leiðir: a. Efla forvarnir meðal bæjarbúa. b. Efla forvarnir hjá stofnunum og fyrirtækjum bæjarins.

Öryggismál og innbrotavarnir verði tímabundið skilgreint verkefni tiltekins starfsmanns bæjarins.

1.     Ljósleiðari.

Kannaðir verði nánar möguleikar á nýtingu ljósleiðaratækninnar til að efla öryggi heimila. Og hvaða búnaður er nauðsynlegur til þess. Leitað verði ráðgjafar og upplýsinga hjá öryggisfyrirtækjum og öðrum aðilum er þekkja til tækninnar. Upplýsingar og hugmyndir verði aðgengilegar á seltjarnarnes.is vakin á þeim athygli í Nesfréttum (umfjöllun/auglýsing). Sjá annars greinargerð starfshóps.

2.     Nágrannavarsla.

Nágrannavarsla hefur mikið forvarnagildi og eflir vitund fólks og samstöðu um að verja sig gegn innbrotum. Leiðbeiningar um nágrannavörslu er að finna á vefsíðu lögreglu, en leita þarf leiða til þess að koma slíkri vörslu á laggirnar með hvatningu og/eða aðstoð. Dreifibréf með hugmyndum um hvernig hægt er að standa að nágrannavörslu sent í öll hús eða vakin athygli á upplýsingum á vefsíðu Seltjarnarness og hjá lögreglu.

http://www.logreglan.is/displayer.asp?cat_id=247

3.     Löggæsla.

Lögð verði áhersla á við lögregluyfirvöld að löggæsla í bænum verði efld með fastri bifreið sem þjóni eingöngu Seltjarnarnesi, sbr. greinargerð starfshóps.

4.     Kynning og fræðsla.

Upplýsingar um hvernig verja má heimili gegn innbrotum verði aðgengilegar á heimasíðu bæjarins. Athygli fólks verði vakin á þessum upplýsingum (t.d. í Nesfréttum).

5.     Innbrotavarnir hjá Seltjarnarnesbæ.

Nefndum/forstöðumönnum stofnana og fyrirtækja sem undir þær heyra, verði falið að gera úttekt og tillögur til úrbóta. Hvernig er staðið að innbrotavörnum og gæslu stofnana og eigna bæjarins? Veikir blettir? Forstöðumenn upplýsi starfsfólk og fjalli reglubundið um innbrotavarnir við starfsmenn. Settar saman vinnureglur sem allir starfsmenn fá í hendur og hengdar verða upp á vinnustöðum/stofnunum bæjarins.

6.     Tölfræði og upplýsingar.

Kynntar verði tölfræðilegar upplýsingar um innbrot á Seltjarnarnesi sl. ár í því skyni að upplýsa íbúa um tegundir innbrota, s.s. innbrot í heimahús, fyrirtæki og stofnanir og bíla. Hvenær sólarhrings innbrot á sér einkum stað, hvar í bænum og hvernig farið var inn í hús. Einnig verði teknar saman upplýsingar um þjófnað á lausum munum, s.s. reiðhjólum og eignaspjöll.

 

Samþykkt var samhljóða að fela bæjarstjóra að skipa starfsmann til að sjá um framkvæmd verkefnisins.

c)   Lögð voru fram erindisbréf fastanefnda Seltjarnarneskaupstaðar; Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, Æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness, Félagsmálaráðs Seltjarnarness, Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness, Menningarnefndar Seltjarnarness, Umhverfisnefndar Seltjarnarness og Skólanefndar Seltjarnarness.

Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Guðrún Helga  Brynleifsdóttir, Árni Einarsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.

Afgreiðslu erindisbréfanna var frestað á meðan nánari skoðun erindisbréfanna á sér stað.

d)  Tekin var til afgreiðslu tillaga Neslista samkvæmt lið 13c) á 509. fundi bæjarstjórnar um boðun íbúafundar vegna skipulagsmála og myndunar formlegs samráðshóps.

Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir og Árni Einarsson.

Samþykkt var að vísa tillögunni til Skipulags- og mannvirkjanefndar, með 4 atkvæðum fulltrúa D-lista gegn 3 atkvæðum fulltrúa Neslista.

Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi bókun:

Fulltrúar NESLISTANS í bæjarstjórn Seltjarnarness greiða atkvæði gegn afgreiðslu meirihlutans um að vísa tillögu Neslistans um skipun samráðshóps og íbúafund til afgreiðslu skipulags- og mannvirkjanefndar.

Fulltrúar Neslistans telja enn að tillaga um að bæjarstjórn skipi fulltrúa í formlegan samráðshóp vegna skipulagsmála gangi lengra en tillaga meirihlutans og harma þá niðurstöðu að vísa tillögunni til skipulags- og mannvirkjanefndar. Tillaga meirihlutans í skipulags- og mannvirkjanefn um að:

“Skipulagsnefnd stefni að kynningu ....með almennum hætti... og óski eftir ábendingum og athugasemdum íbúa....” og “Skipulagsnefnd komi á fót rýnihóp bæjarbúa. Ráðgjöfum Alta verði falið að leggja fram hugmynd að stærð og skipan hópsins. Skipulagsnefnd fjalli um athugasemdir bæjarbúa og nýti rýnihópinn  til samráðs”

sýnir að meirihlutinn hefur ekki hugmynd um hvað hann hyggst fyrir til að leysa þá kröfu sem uppi er í bæjarfélaginu um formlegt samráð í skipulagsmálunum og vísar málinu til ráðgjafa út í bæ. Haldnir hafa verið fundir í skipulags- og mannvirkjanefnd en engin niðurstaða liggur fyrir um tilhögun samráðsferilsins. Áhugahópur um betri byggð á Nesinu hefur óskað eftir frumkvæði bæjarstjórnar um skipun samráðshópsins, enda gefur það hópnum, eðli máls samkvæmt, meira vægi, en þeirri pólitisku ákvörðun þorir eða vill meirihlutinn ekki axla ábyrgð á.

Neslistinn lagði fram tillögu, með vísan í íbúaþing, um stofnun formlegs samráðshóps á fundi bæjarstjórnar 27. nóvember 2002, sem vísað var til afgreiðslu í skipulags- og mannvirkjanefnd. Meirihluti sjálfstæðismanna í nefndinni felldi þá tillögu Neslistans á fundi nefndarinnar 6. febrúar 2003 og taldi slíkan hóp óþarfan.

Ekkert bendir því miður til þess að tillaga um formlegan samráðshóp þar sem hópuinn fái skilgreint verkefni í samráðsferlinu nái fram að ganga nú fremur en áður.

          Guðrún Helga Brynleifsdóttir Sunneva Hafsteinsdóttir Árni Einarsson

                             (sign)                              (sign)                        (sign)

Fulltrúar meirihluta D-lista lögðu fram eftirfarandi bókun:

Meirihlutinn harmar málflutning minnihlutans sem fyrr en meirihluti skipulagsnefndar hefur komið frekari vinnu við aðalskipulag bæjarins í skýran, faglegan og lýðræðislegan farveg. Hefur sú skipan mála vakið jákvæð viðbrögð íbúa. Það er skiljanlegt að minnihlutanum gremjist það og vilji fremur  ástunda pólitískan hráskinnaleik og slá sér upp á kostnað þeirra íbúa sem unnið hafa að skipulagsmálum af áhuga og einlægni með hagsmuni bæjarfélagsins að leiðarljósi.

Jónmundur Guðmarsson                 Inga Hersteinsdóttir

                (sign)                                        (sign)

Bjarni Torfi Álfþórsson                   Ásgerður Halldórsdóttir

                (sign)                                        (sign)

                  

Fundi var slitið kl.  18:17



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?